Nýsleginn formaður situr fyrir svörum Árni Sæberg skrifar 1. október 2023 17:01 Gísli Snær situr fyrir svörum í Norræna húsinu á morgun. Kvikmyndamiðstöð Íslands/Vísir/Vilhelm Gísli Snær Erlingsson, sem er nýtekinn við sem formaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, mun sitja fyrir svörum og ræða framtíðarsýn stofnunarinnar á opnum fundi með kvikmyndagerðarfólki á morgun, mánudag, klukkan 16 í Norræna húsinu. Þetta segir í tilkynningu frá RIFF, en svokallaðir bransadagar hátíðarinnar hefjast á morgun. Þar segir að formenn fagfélaga í kvikmyndagerð muni stýra umræðunum. Þar á meðal séu Anton Máni Svansson formaður Samtaka íslenskra kvikmyndagerðarmanna, Ragnar Bragason, formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra, Steingrímur Dúi Másson formaður Félags kvikmyndagerðarmanna og María Reyndal fyrir hönd Félags handritshöfunda. Í tilkynningu segir að bransadagar RIFF fari fram í vikunni og að þar fari fram umræður um spennandi og áríðandi málefni í kvikmyndagerð, spjallað verði við heiðursgesti og RIFFspjallið verði á sínum stað, sem sé tileinkað ungum og upprennandi kvikmyndagerðarmönnum. Málþing um kvikmyndir um umhverfismál Þá segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, muni veita Óskarsverðlaunahafanum og kvikmyndaleikstjóranum Luc Jacquet umhverfisverðlaun RIFF, Græna lundann, við hátíðlega athöfn á þriðjudag klukkan 16 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Einnig fari fram málþing um mikilvægi kvikmynda sem fjalla um umhverfismál og líffræðilegan fjölbreytileika. Stjórnandi málþings verði Sverrir Norland, rithöfundur, og þátttakendur Andri Snær Magnason, rithöfundur, Unnur Björnsdóttir, meðlimur í ungum umhverfissinnum, Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands, og Snorri Sigurðsson, sviðstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Kvikmyndagerð á Íslandi RIFF Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá RIFF, en svokallaðir bransadagar hátíðarinnar hefjast á morgun. Þar segir að formenn fagfélaga í kvikmyndagerð muni stýra umræðunum. Þar á meðal séu Anton Máni Svansson formaður Samtaka íslenskra kvikmyndagerðarmanna, Ragnar Bragason, formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra, Steingrímur Dúi Másson formaður Félags kvikmyndagerðarmanna og María Reyndal fyrir hönd Félags handritshöfunda. Í tilkynningu segir að bransadagar RIFF fari fram í vikunni og að þar fari fram umræður um spennandi og áríðandi málefni í kvikmyndagerð, spjallað verði við heiðursgesti og RIFFspjallið verði á sínum stað, sem sé tileinkað ungum og upprennandi kvikmyndagerðarmönnum. Málþing um kvikmyndir um umhverfismál Þá segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, muni veita Óskarsverðlaunahafanum og kvikmyndaleikstjóranum Luc Jacquet umhverfisverðlaun RIFF, Græna lundann, við hátíðlega athöfn á þriðjudag klukkan 16 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Einnig fari fram málþing um mikilvægi kvikmynda sem fjalla um umhverfismál og líffræðilegan fjölbreytileika. Stjórnandi málþings verði Sverrir Norland, rithöfundur, og þátttakendur Andri Snær Magnason, rithöfundur, Unnur Björnsdóttir, meðlimur í ungum umhverfissinnum, Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands, og Snorri Sigurðsson, sviðstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Kvikmyndagerð á Íslandi RIFF Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira