Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. október 2023 22:49 Kósóvósk stjórnvöld segja mikla ógn stafa af viðveru serbneska hersins á landamærunum. getty Kósóvósk stjórnvöld hafa krafist þess serbneski herinn hörfi tafarlaust frá landamærum ríkjanna. Töluverð ólga hefur skapast milli ríkjanna á síðustu vikum. Samskipti stjórnvalda hafa verið stirrð en Serbar neita að viðurkenna sjálfstæði Kósovó og hafa haldið tengslum við þjóðbrot Serba sem eru fjölmennir í norðurhluta Kósovó. Fjórir létust 24. september þegar hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs. Skotbardaginn hefur skotið íbúum Kósóvó, sem flestir eru af albönsku bergi brotnir, skelk í bringu hvað varðar stöðugleika og sjálfstæði þeirra gagnvart Serbum. Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 eftir uppreisn skæruliða og inngrip NATÓ árið 1999. Í yfirlýsingu frá kósóvóskum yfirvöldum er krafist þess að serbneski herinn hörfi frá landamærunum án tafar. „Viðvera hersins á landamærunum er næsta skref Serbíu til að ógna sjálfstæði lands okkar,“ segir í yfirlýsingunni. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, sagði í samtali við Financial Times að hann hefði ekki í hyggju ða senda herlið yfir landamærin til Kósóvó. Slíkar vendingar myndu hafa slæm áhrif á fyrirætlanir stjórnvalda um að ganga í Evrópusambandið. Kósóvósk stjórnvöld segjast staðfastari en nokkru sinni fyrr í því að vernda land sitt. „Stjórnvöld í Kósóvó hafa verið í stöðugu sambandi við Bandaríkin og ríki Evrópusambandsins varðandi þessa alvarlegu ógn sem stafar af Serbum.“ Atlantshafsbandalagið, sem er enn með viðveru um 4500 hermanna í Kósóvó, sagði í yfirlýsingu á föstudag að búið væri að bæta við frekara herliði til að vera við öllu viðbúið. Serbía Kósovó NATO Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Samskipti stjórnvalda hafa verið stirrð en Serbar neita að viðurkenna sjálfstæði Kósovó og hafa haldið tengslum við þjóðbrot Serba sem eru fjölmennir í norðurhluta Kósovó. Fjórir létust 24. september þegar hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs. Skotbardaginn hefur skotið íbúum Kósóvó, sem flestir eru af albönsku bergi brotnir, skelk í bringu hvað varðar stöðugleika og sjálfstæði þeirra gagnvart Serbum. Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 eftir uppreisn skæruliða og inngrip NATÓ árið 1999. Í yfirlýsingu frá kósóvóskum yfirvöldum er krafist þess að serbneski herinn hörfi frá landamærunum án tafar. „Viðvera hersins á landamærunum er næsta skref Serbíu til að ógna sjálfstæði lands okkar,“ segir í yfirlýsingunni. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, sagði í samtali við Financial Times að hann hefði ekki í hyggju ða senda herlið yfir landamærin til Kósóvó. Slíkar vendingar myndu hafa slæm áhrif á fyrirætlanir stjórnvalda um að ganga í Evrópusambandið. Kósóvósk stjórnvöld segjast staðfastari en nokkru sinni fyrr í því að vernda land sitt. „Stjórnvöld í Kósóvó hafa verið í stöðugu sambandi við Bandaríkin og ríki Evrópusambandsins varðandi þessa alvarlegu ógn sem stafar af Serbum.“ Atlantshafsbandalagið, sem er enn með viðveru um 4500 hermanna í Kósóvó, sagði í yfirlýsingu á föstudag að búið væri að bæta við frekara herliði til að vera við öllu viðbúið.
Serbía Kósovó NATO Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira