Mbl.is greinir frá. Skýrslutökur í málinu fóru fram í síðustu viku og lauk á föstudaginn þegar lögregluþjónar komu fyrir dóminn.
Alexander Máni, sem er ákærður fyrir þrjár tilraunir til manndráps, hafði játað að hafa stungið tvo af þreimur brotaþolum á skemmtistaðnum í nóvember í fyrra. Hann dró til baka játningu í tilfelli fórnarlambs sem fékk hnífsstungu í lærið og slagæð fór í sundur.
Sigríður Hjaltested dómari í málinu sagði það óvirðingu við réttinn að breyta afstöðu sinni á síðustu stundu. Ómar Valdimarsson, verjandi Alexanders Mána, sagði afstöðu skjólstæðings síns hafa breyst í gærkvöldi.
Hlé var gert á þinghaldi en næst á dagskrá er málflutningur Dagmarar Aspar Vésteinsdóttur saksóknara hjá héraðssaksóknara. Svo tekur við málflutningur verjenda í málinu sem eru á þriðja tug.