Krefst átta ára dóms: Búkmyndavél notuð við óvænta skýrslutöku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2023 12:54 Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari í málinu. Steinbergur Finnbogason er réttargæslumaður í málinu. Vísir/Vilhelm Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara fór fram á átta ára fangelsisdóm yfir Alexander Mána Björnssyni í Bankastræti Club-málinu í málflutningi sínum í morgun. Búkmyndavél var notuð til að taka upp óvænta skýrslu yfir Alexander fyrir hádegi. Uppi varð fótur og fit í útbúna dómsalnum í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti í morgun þegar Ómar Valdimarsson, verjandi Alexanders Mána, tilkynnti dómara að skjólstæðingur hans hefði breytt um afstöðu í málinu. Hann hafði áður játað tvær hnífsstungur, bæði hjá lögreglu og svo fyrir dómi, en nú væri skoðun hans breytt. Hann hefði aðeins stungið einn. Sigríður Hjaltested dómari var ekki ánægð með þessa vendingu í málinu enda skýrslutökum lokið og málflutningur fram undan. Sigríður sagði vendinguna í málinu óvirðingu við réttinn. Veisla um helgina Aðalmeðferð í málinu fór fram í veislusalnum alla síðustu viku. Fjöldi sakborninga gerði það að verkum að þinghaldinu var fundinn staður í Gullhömrum svo allir verjendurnir kæmust fyrir. Sett var upp sérstakt hljóðkerfi svo allir verjendur gætu tekið til máls og mikið lagt í þá vinnu. Um helgina fór svo fram veisla í salnum og allur búnaður tekinn niður. Ekki var talin þörf á honum enda aðeins málflutningur saksóknara og verjenda eftir. Þegar ljóst varð að taka þyrfti aftur skýrslu af Alexander Mána, vegna breyttrar afstöðu, þurfti að gera hlé á þinghaldi. Upptökubúnaður var ekki lengur til staðar. Var brugðið á það ráð að lögregluþjónn stóð fyrir framan Alexander á meðan sá síðarnefndi gaf skýrslu og tók frásögn hans upp á búkmyndavél. Sú staðreynd að Alexander Máni neitaði sök við aðra hnífsstunguna beinir sjónum að öðrum sakborningum í málinu. Alexander Máni er sá eini sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, þrjár tilraunir. Hann játaði tvær hnífsstungur og nú stendur eftir ein játning. Enginn verjandi í málinu spurði Alexander Mána út í breyttan framburð sinn við skýrslutöku saksóknara í morgun. Í framhaldinu fór málflutningur saksóknara fram. Þar krafðist Dagmar Ösp saksóknari átta ára fangelsisdóms yfir Alexander Mána. Hálftíma hlé var gert að loknum málflutningi saksóknara. Fram undan er málflutningur verjenda í málinu. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Tengdar fréttir Dró játningu skyndilega til baka Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun. 2. október 2023 10:17 „Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. 29. september 2023 15:46 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Uppi varð fótur og fit í útbúna dómsalnum í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti í morgun þegar Ómar Valdimarsson, verjandi Alexanders Mána, tilkynnti dómara að skjólstæðingur hans hefði breytt um afstöðu í málinu. Hann hafði áður játað tvær hnífsstungur, bæði hjá lögreglu og svo fyrir dómi, en nú væri skoðun hans breytt. Hann hefði aðeins stungið einn. Sigríður Hjaltested dómari var ekki ánægð með þessa vendingu í málinu enda skýrslutökum lokið og málflutningur fram undan. Sigríður sagði vendinguna í málinu óvirðingu við réttinn. Veisla um helgina Aðalmeðferð í málinu fór fram í veislusalnum alla síðustu viku. Fjöldi sakborninga gerði það að verkum að þinghaldinu var fundinn staður í Gullhömrum svo allir verjendurnir kæmust fyrir. Sett var upp sérstakt hljóðkerfi svo allir verjendur gætu tekið til máls og mikið lagt í þá vinnu. Um helgina fór svo fram veisla í salnum og allur búnaður tekinn niður. Ekki var talin þörf á honum enda aðeins málflutningur saksóknara og verjenda eftir. Þegar ljóst varð að taka þyrfti aftur skýrslu af Alexander Mána, vegna breyttrar afstöðu, þurfti að gera hlé á þinghaldi. Upptökubúnaður var ekki lengur til staðar. Var brugðið á það ráð að lögregluþjónn stóð fyrir framan Alexander á meðan sá síðarnefndi gaf skýrslu og tók frásögn hans upp á búkmyndavél. Sú staðreynd að Alexander Máni neitaði sök við aðra hnífsstunguna beinir sjónum að öðrum sakborningum í málinu. Alexander Máni er sá eini sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, þrjár tilraunir. Hann játaði tvær hnífsstungur og nú stendur eftir ein játning. Enginn verjandi í málinu spurði Alexander Mána út í breyttan framburð sinn við skýrslutöku saksóknara í morgun. Í framhaldinu fór málflutningur saksóknara fram. Þar krafðist Dagmar Ösp saksóknari átta ára fangelsisdóms yfir Alexander Mána. Hálftíma hlé var gert að loknum málflutningi saksóknara. Fram undan er málflutningur verjenda í málinu.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Tengdar fréttir Dró játningu skyndilega til baka Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun. 2. október 2023 10:17 „Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. 29. september 2023 15:46 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Dró játningu skyndilega til baka Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun. 2. október 2023 10:17
„Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. 29. september 2023 15:46
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels