Samúel klökkur eftir afrek Vestra: „Þetta er bara geggjað fólk“ Aron Guðmundsson skrifar 2. október 2023 14:01 Samúel Samúelsson hefur unnið frábært starf í kringum fótboltann fyrir Vestan Vísir/Skjáskot Samúel Samúelsson, prímusmótorinn á bak við knattspyrnudeild Vestra, var hrærður í viðtali eftir að Vestri hafði tryggt sér sæti í efstu deild í fótbolta í fyrsta skipti í sögunni með 1-0 sigri á Aftureldingu í úrslitaleik í umspili Lengjudeildarinnar. Hann þakkar öllu því fólki sem stendur að baki liðinu fyrir sitt framlag. „Ég á engin viðbrögð, sorrí,“ sagði klökkur Samúel í viðtali eftir að Vestri hafði tryggt sig upp í Bestu deildina. „Þetta er bara geggjað. Það er það eina sem ég get sagt. Þetta lið. Þetta fólk. Þetta er ótrúlegt.“ Samúel hefur staðið í forystu knattspyrnudeildar Vestra, þar áður BÍ/Bolungarvíkur í yfir sextán ár og er metnaður hans í því starfi vel þekktur. Lengi vel hefur stefnan hjá Vestra verið sett á að ná inn liði í efstu deild hér á landi og nú hefur það tekist. Fjörutíu árum eftir að þáverandi lið Ísafjarðar, ÍBÍ, var í efstu deild. Klippa: Samúel klökkur eftir afrek Vesta: Fullt af fólki sem á þetta svo mikið skilið Hvað gerði útslagið í ár? „Davíð, strákarnir, þjálfarateymið og þetta fólk. Það gerði útslagið. Þetta er bara geggjað fólk, það er bara þannig. Ég er kannski í frontinum á þessu en hvað heldurðu að það sé mikið af fólki sem vinnur baki brotnu fyrir þetta félag. Út í gegn dag og nótt. Ég er bara í sviðsljósinu en það er fullt af fólki sem á þetta svo mikið skilið.“ Það var fyrir nýafstaðið tímabil sem Vestri gekk frá ráðningu á Davíð Smára Lamude í þjálfarastöðuna. Davíð Smári hafði unnið virkilega gott starf með Kórdrengjum þar áður. Hvað gerir Davíð sem gerir útslagið í því að þið komist upp? „Þetta er metnaðarfullur, grjótharður þjálfari. Við í Vestra höfðum oft spilað á móti honum og alltaf var það erfitt. Þetta var eitthvað sem við þurftum.“ Hvað ætlið þið að gera í efstu deild? „Við erum ekki komin upp í Bestu deildina bara til þess að vera í Bestu deildinni. Við ætlum okkur að vera með.“ Viðtalið við Samúel í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Vestri Besta deild karla Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
„Ég á engin viðbrögð, sorrí,“ sagði klökkur Samúel í viðtali eftir að Vestri hafði tryggt sig upp í Bestu deildina. „Þetta er bara geggjað. Það er það eina sem ég get sagt. Þetta lið. Þetta fólk. Þetta er ótrúlegt.“ Samúel hefur staðið í forystu knattspyrnudeildar Vestra, þar áður BÍ/Bolungarvíkur í yfir sextán ár og er metnaður hans í því starfi vel þekktur. Lengi vel hefur stefnan hjá Vestra verið sett á að ná inn liði í efstu deild hér á landi og nú hefur það tekist. Fjörutíu árum eftir að þáverandi lið Ísafjarðar, ÍBÍ, var í efstu deild. Klippa: Samúel klökkur eftir afrek Vesta: Fullt af fólki sem á þetta svo mikið skilið Hvað gerði útslagið í ár? „Davíð, strákarnir, þjálfarateymið og þetta fólk. Það gerði útslagið. Þetta er bara geggjað fólk, það er bara þannig. Ég er kannski í frontinum á þessu en hvað heldurðu að það sé mikið af fólki sem vinnur baki brotnu fyrir þetta félag. Út í gegn dag og nótt. Ég er bara í sviðsljósinu en það er fullt af fólki sem á þetta svo mikið skilið.“ Það var fyrir nýafstaðið tímabil sem Vestri gekk frá ráðningu á Davíð Smára Lamude í þjálfarastöðuna. Davíð Smári hafði unnið virkilega gott starf með Kórdrengjum þar áður. Hvað gerir Davíð sem gerir útslagið í því að þið komist upp? „Þetta er metnaðarfullur, grjótharður þjálfari. Við í Vestra höfðum oft spilað á móti honum og alltaf var það erfitt. Þetta var eitthvað sem við þurftum.“ Hvað ætlið þið að gera í efstu deild? „Við erum ekki komin upp í Bestu deildina bara til þess að vera í Bestu deildinni. Við ætlum okkur að vera með.“ Viðtalið við Samúel í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Vestri Besta deild karla Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira