Grættu þjálfarann sinn eftir leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2023 12:30 Emma Hayes hefur gert frábæra hluti með Chelsea liðið undanfarinn áratug. EPA-EFE/JOHAN NILSSON Emma Hayes hefur gert frábæra hluti með kvennalið Chelsea undanfarin ár og liðið vann meðal annars tvöfalt á síðustu leiktíð. Chelsea liðið hóf titilvörnina með sigri á Tottenham á Stamford Bridge en þjálfarinn átti þó erfitt með sig í leikslok. Ástæðan var gjöf sem hún fékk frá Millie Bright og öðrum leikmönnum í Chelsea liðinu. Eftir leikinn var Hayes nefnilega kölluð fram og fékk þá treyju að gjöf með „Papa 82“ á bakinu. Treyjan var til minningar um Sid, föður Emmu Hayes, sem lést í síðustu viku, 82 ára gamall. Hayes bað leikmenn sína um að heiðra minningu föður síns með góðri frammistöðu en stelpurnar hennar gerðu meira en það. Tilfinningarnar báru Hayes ofurliði í kjölfarið og henni tókst ekki að halda aftur af tárunum. Chelsea hefur unnið enska meistaratitilinn undanfarin fjögur ár en undanfarin þrjú ár hafði liðinu mistekist að vinna fyrsta leikinn. Liverpool vann Chelsea í fyrstu umferðinni í fyrra og liðið tapaði fyrir Arsenal árið áður. Þá gerði liðið jafntefli á móti Manchester United 2020. Mark undir lokin frá Mörthu Thomas sá til þess að nú vann Chelsea loksins fyrsta leikinn sinn. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig í dag. Ég elska leikmennina mína af því að þær átta sig á aðstæðum og hugsuðu vel um mig á mjög erfiðum tíma. Þetta var erfitt fyrir alla mína fjölskyldu og ég vildi bara komast í gegnum þetta,“ sagði Emma Hayes eftir leik. Emma Hayes hefur gert Chelsea sex sinnum að enskum meisturum og fimm sinnum að enskum bikarmeisturum en hún hefur stýrt liðinu frá því í ágúst 2012. View this post on Instagram A post shared by SHE S A BALLER! (@shesaballer) Enski boltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Chelsea liðið hóf titilvörnina með sigri á Tottenham á Stamford Bridge en þjálfarinn átti þó erfitt með sig í leikslok. Ástæðan var gjöf sem hún fékk frá Millie Bright og öðrum leikmönnum í Chelsea liðinu. Eftir leikinn var Hayes nefnilega kölluð fram og fékk þá treyju að gjöf með „Papa 82“ á bakinu. Treyjan var til minningar um Sid, föður Emmu Hayes, sem lést í síðustu viku, 82 ára gamall. Hayes bað leikmenn sína um að heiðra minningu föður síns með góðri frammistöðu en stelpurnar hennar gerðu meira en það. Tilfinningarnar báru Hayes ofurliði í kjölfarið og henni tókst ekki að halda aftur af tárunum. Chelsea hefur unnið enska meistaratitilinn undanfarin fjögur ár en undanfarin þrjú ár hafði liðinu mistekist að vinna fyrsta leikinn. Liverpool vann Chelsea í fyrstu umferðinni í fyrra og liðið tapaði fyrir Arsenal árið áður. Þá gerði liðið jafntefli á móti Manchester United 2020. Mark undir lokin frá Mörthu Thomas sá til þess að nú vann Chelsea loksins fyrsta leikinn sinn. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig í dag. Ég elska leikmennina mína af því að þær átta sig á aðstæðum og hugsuðu vel um mig á mjög erfiðum tíma. Þetta var erfitt fyrir alla mína fjölskyldu og ég vildi bara komast í gegnum þetta,“ sagði Emma Hayes eftir leik. Emma Hayes hefur gert Chelsea sex sinnum að enskum meisturum og fimm sinnum að enskum bikarmeisturum en hún hefur stýrt liðinu frá því í ágúst 2012. View this post on Instagram A post shared by SHE S A BALLER! (@shesaballer)
Enski boltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira