Messa sem eykur sýnileika íslenskrar myndlistar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. október 2023 16:00 Lísa Björg Attensperger ræddi við blaðamann um TORG listamessu. Aðsend TORG listamessa fer fram dagana 6. - 15. október á Korpúlfsstöðum. Er þetta í fimmta sinn Samband Íslenskra Myndlistarmanna stendur fyrir listamessunni. Auðveldi fólki að kynna sér samtímalist Í fréttatilkynningu kemur meðal annars fram að um sé að ræða einn stærsta kynningar- og söluvettvang myndlistar á Íslandi. Yfir 60 listamenn taka þátt í ár og sýningarstjóri TORGsins er Ægis Zita „Tilgangur listamessunnar er meðal annars að auka sýnileika íslenskrar myndlistar og gera fólki auðveldara fyrir að kynna sér samtímalist eftir íslenska og erlenda listamenn sem búa hér á landi,“ segir í fréttatilkynningu. Opnun listamessunnar fer fram föstudaginn 6. október á milli klukkan 17 og 19. Messan verður síðan opin helgarnar 7.-8. október og 14.-15. október frá 12-17. „Þetta eru bæði þekktir listamenn og listamenn sem eru að taka sín fyrstu skref. Útskriftarnemendur frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands verða einnig með sameiginlegan bás á listamessunni í ár,“ segir Lísa Björg Attensperger, kynningarfulltrúi listamessunar. View this post on Instagram A post shared by Torg - Listamessa í Reykjavík (@torglistamessa) Listamannarekin listamessa Aðspurð hvað einkenni listamessuna svarar Lísa: „Þetta er skipulagt af Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM) en listamennirnir sjálfir eru í forgrunni. Það mætti því segja að þetta sé listamannarekin listamessa. Listamennirnir sjálfir eru á staðnum að kynna sín verk fyrir almenningi milliliðalaust, þ.e. þeir selja sín verk beint til kaupenda. Þátttakendur koma úr öllum listgreinum SÍM, en á messunni verða meðal annars málverk, skúlptúrar, grafíkverk, ljósmyndir og textíll.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um Torgið. Myndlist Menning Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Auðveldi fólki að kynna sér samtímalist Í fréttatilkynningu kemur meðal annars fram að um sé að ræða einn stærsta kynningar- og söluvettvang myndlistar á Íslandi. Yfir 60 listamenn taka þátt í ár og sýningarstjóri TORGsins er Ægis Zita „Tilgangur listamessunnar er meðal annars að auka sýnileika íslenskrar myndlistar og gera fólki auðveldara fyrir að kynna sér samtímalist eftir íslenska og erlenda listamenn sem búa hér á landi,“ segir í fréttatilkynningu. Opnun listamessunnar fer fram föstudaginn 6. október á milli klukkan 17 og 19. Messan verður síðan opin helgarnar 7.-8. október og 14.-15. október frá 12-17. „Þetta eru bæði þekktir listamenn og listamenn sem eru að taka sín fyrstu skref. Útskriftarnemendur frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands verða einnig með sameiginlegan bás á listamessunni í ár,“ segir Lísa Björg Attensperger, kynningarfulltrúi listamessunar. View this post on Instagram A post shared by Torg - Listamessa í Reykjavík (@torglistamessa) Listamannarekin listamessa Aðspurð hvað einkenni listamessuna svarar Lísa: „Þetta er skipulagt af Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM) en listamennirnir sjálfir eru í forgrunni. Það mætti því segja að þetta sé listamannarekin listamessa. Listamennirnir sjálfir eru á staðnum að kynna sín verk fyrir almenningi milliliðalaust, þ.e. þeir selja sín verk beint til kaupenda. Þátttakendur koma úr öllum listgreinum SÍM, en á messunni verða meðal annars málverk, skúlptúrar, grafíkverk, ljósmyndir og textíll.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um Torgið.
Myndlist Menning Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira