Vísa 1,7 milljónum Afgana úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2023 10:49 Þessi mynd sýnir flóttafólk snúa aftur til Afganistan árið 2015, eftir að þau flúðu til Pakistan. Yfirvöld Í Pakistan ætla að vísa minnst 1,7 milljónum Afgana úr landi í næsta mánuði, fari þau ekki sjálfviljug. AP/Rahmat Gul Yfirvöld í Pakistan tilkynntu í gær að öllum ólöglegum flóttamönnum verði vísað úr landi strax í næsta mánuði. Þó Sarfraz Bugti, starfandi innanríkisráðherra Pakistans, segi að þessar aðgerðir beinist ekki gegn Afgönum er áætlað að þær muni leiða til þess að um 1,7 milljónir Afgana verði reknir úr landi. Mikill meirihluti flóttafólks í Pakistan er frá Afganistan og samband ríkjanna hefur versnað töluvert að undanförnu. Talibanar hafa tekið völd aftur í Afganistan og Pakistanar segja þá bera ábyrgð á fjölda hryðjuverkaárása í Pakistan. Ríkin deila 2.611 kílómetra landamærum og yfirvöld í Pakistan segja vígamenn koma frá Afganistan til að gera árásir og fara aftur yfir landamærin til að leita sér skjóls. AP fréttaveitan hefur eftir Bugti að flótta- og farandfólk sem sé í Pakistan ólöglega eigi að fara sjálfviljugt til síns heima fyrir lok þessa mánaðar. Þá segir hann að yfirvöld ætli að leggja hald á eigur ólöglegra innflytjenda og að settar verði upp sérstakar leiðir fyrir almenning til að benda á slíkar eigur og fá verðlaun fyrir. „Allir sem búa hér ólöglega verða að fara,“ sagði Bugti. Milljónir Afgana hafa flúið til Pakistan frá innrás og hernámi Sovétríkjanna frá 1979 til 1989. Talið er að minnst hundrað þúsund manns hafi flúið yfir landamærin frá því Talibanar tóku völd í ágúst 2021. Áætlað er að um 4,4 milljónir Afgana búi í Pakistan og þar af séu um 1,7 milljónir í landinu ólöglega. Um 2,4 milljónir Afgana hafa stöðu flóttafólks, samkvæmt Bugti. Zabihullah Mujahid, talsmaður ríkisstjórnar Talibana í Afganistan, segir ætlanir Pakistana óásættanlegar og þær þurfi að endurskoða. Hann segir flóttafólk frá Afganistan ekki bera ábyrgð á öryggisástandinu í Pakistan. Í frétt AP segir að við venjulegar kringumstæður séu svo stórar ákvarðanir ekki teknar á meðan starfandi ríkisstjórnir fara með völd í Pakistan. Ríkisstjórn Anwaarul-Haq-Kakar tók við völdum í ágúst og á að stýra landinu til næstu kosninga í lok janúar. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í gær segir þó að þessi ákvörðun hafi verið studd af stjórnmálaleiðtogum Pakistan og forsvarsmönnum hersins. Blaðamaður AP ræddi við Fazal Rehman, 57 ára gamlan ávaxtasölumann, í borginni Peshawar. Sá flúði til Pakistan fyrir þremur áratugum og á börn sem hafa aldrei stigið fæti inn í Afganistan. Hann sagðist aldrei hafa séð tilgang í því að skrá sig hjá yfirvöldum í Islamabad og óttast að nú sé það of seint. Hann vonast til þess að honum og fjölskyldu hans verði ekki vísað úr landi eða í það minnsta að þau fái meiri tíma. Sagðir ætla að reka alla úr landi Í síðustu viku dóu minnst fimmtíu manns í sprengjuárás í mosku í borginni Mastung, sem er nærri landamærum Afganistan. Árásir í norðvesturhluta Pakistan hafa verið tíðar. Þær hafa verið gerðar af Pakistönskum Talibönum, vígamönnum Íslamska ríkisins og öðrum. Bugti segir að frá því í janúar hafi verið gerðar 24 sjálfsmorðsárásir í Pakistan, nærri landamærum Afganistan. Í meira en helmingi tilfella hafi árásarmennirnir komið frá Afganistan. BBC hefur eftir pakistönskum miðli að yfirvöld landsins stefni á að vísa öllum Afgönum úr landi á einhverjum tímapunkti. Það eigi jafnvel við fólk sem búi þar löglega. Pakistan Afganistan Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Mikill meirihluti flóttafólks í Pakistan er frá Afganistan og samband ríkjanna hefur versnað töluvert að undanförnu. Talibanar hafa tekið völd aftur í Afganistan og Pakistanar segja þá bera ábyrgð á fjölda hryðjuverkaárása í Pakistan. Ríkin deila 2.611 kílómetra landamærum og yfirvöld í Pakistan segja vígamenn koma frá Afganistan til að gera árásir og fara aftur yfir landamærin til að leita sér skjóls. AP fréttaveitan hefur eftir Bugti að flótta- og farandfólk sem sé í Pakistan ólöglega eigi að fara sjálfviljugt til síns heima fyrir lok þessa mánaðar. Þá segir hann að yfirvöld ætli að leggja hald á eigur ólöglegra innflytjenda og að settar verði upp sérstakar leiðir fyrir almenning til að benda á slíkar eigur og fá verðlaun fyrir. „Allir sem búa hér ólöglega verða að fara,“ sagði Bugti. Milljónir Afgana hafa flúið til Pakistan frá innrás og hernámi Sovétríkjanna frá 1979 til 1989. Talið er að minnst hundrað þúsund manns hafi flúið yfir landamærin frá því Talibanar tóku völd í ágúst 2021. Áætlað er að um 4,4 milljónir Afgana búi í Pakistan og þar af séu um 1,7 milljónir í landinu ólöglega. Um 2,4 milljónir Afgana hafa stöðu flóttafólks, samkvæmt Bugti. Zabihullah Mujahid, talsmaður ríkisstjórnar Talibana í Afganistan, segir ætlanir Pakistana óásættanlegar og þær þurfi að endurskoða. Hann segir flóttafólk frá Afganistan ekki bera ábyrgð á öryggisástandinu í Pakistan. Í frétt AP segir að við venjulegar kringumstæður séu svo stórar ákvarðanir ekki teknar á meðan starfandi ríkisstjórnir fara með völd í Pakistan. Ríkisstjórn Anwaarul-Haq-Kakar tók við völdum í ágúst og á að stýra landinu til næstu kosninga í lok janúar. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í gær segir þó að þessi ákvörðun hafi verið studd af stjórnmálaleiðtogum Pakistan og forsvarsmönnum hersins. Blaðamaður AP ræddi við Fazal Rehman, 57 ára gamlan ávaxtasölumann, í borginni Peshawar. Sá flúði til Pakistan fyrir þremur áratugum og á börn sem hafa aldrei stigið fæti inn í Afganistan. Hann sagðist aldrei hafa séð tilgang í því að skrá sig hjá yfirvöldum í Islamabad og óttast að nú sé það of seint. Hann vonast til þess að honum og fjölskyldu hans verði ekki vísað úr landi eða í það minnsta að þau fái meiri tíma. Sagðir ætla að reka alla úr landi Í síðustu viku dóu minnst fimmtíu manns í sprengjuárás í mosku í borginni Mastung, sem er nærri landamærum Afganistan. Árásir í norðvesturhluta Pakistan hafa verið tíðar. Þær hafa verið gerðar af Pakistönskum Talibönum, vígamönnum Íslamska ríkisins og öðrum. Bugti segir að frá því í janúar hafi verið gerðar 24 sjálfsmorðsárásir í Pakistan, nærri landamærum Afganistan. Í meira en helmingi tilfella hafi árásarmennirnir komið frá Afganistan. BBC hefur eftir pakistönskum miðli að yfirvöld landsins stefni á að vísa öllum Afgönum úr landi á einhverjum tímapunkti. Það eigi jafnvel við fólk sem búi þar löglega.
Pakistan Afganistan Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira