Sjáðu mörkin frá Galakvöldinu á Old Trafford, stuðið í Napoli, endurkomu Braga og öll hin úr Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2023 14:31 Mauro Icardi fagnar sigurmarki sínu gegn Manchester United. getty/Michael Regan Galatasaray jók enn á eymd Manchester United með sínum fyrsta sigri á enskri grundu, Jude Bellingham og félagar í Real Madrid gerðu góða ferð til Napoli og annan leikinn í röð fékk Union Berlin á sig mark í uppbótartíma. Alls voru 28 mörk skoruð í Meistaradeild Evrópu í gær. Þau má sjá hér fyrir neðan. Í A-riðli vann Galatasaray United, 2-3, á Old Trafford. Þetta var sjötta tap United á tímabilinu og það þriðja á heimavelli. Mauro Icardi skoraði sigurmark Tyrkjanna þegar níu mínútur voru til leiksloka. Heimamenn komust tvisvar yfir með mörkum Rasmusar Højlund en Wilfried Zaha og Kerem Aktürkoglu jöfnuðu fyrir gestina frá Istanbúl. Klippa: Man. Utd. 2-3 Galatasaray FC Kaupmannahöfn komst yfir gegn Bayern München á Parken þegar Lukas Lerager skoraði á 56. mínútu. Jamal Musiala jafnaði ellefu mínútum seinna og á 83. mínútu skoraði Frakkinn ungi, Mathys Tel, sigurmark Bayern. Þýskalandsmeistararnir hafa unnið fimmtán leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í röð. Klippa: FCK 1-2 Bayern Lens vann Arsenal, 2-1, í B-riðli. Skytturnar komust yfir með marki Gabriels Jesus en Adrien Thomasson jafnaði fyrir Frakkana. Hinn tvítugi Elye Wahi skoraði svo sigurmark þeirra á 69. mínútu. Klippa: Lens 2-1 Arsenal Í hinum leik B-riðils gerðu PSV Eindhoven og Sevilla 2-2 jafntefli. Öll mörkin komu seint í leiknum. Nemanja Gudelj kom Evrópudeildarmeisturunum yfir á 68. mínútu. Luuk de Jong jafnaði fyrir Hollendingana á 86. mínútu en aðeins 75 sekúndum síðar kom Youssef En-Nesyri gestunum frá Andalúsíu aftur yfir. Jordan Teze skoraði svo jöfnunarmark PSV þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Klippa: PSV 2-2 Sevilla Dramatíkin var alls ráðandi í leik Union Berlin og Braga í C-riðli. Berlínarbúar komust í 2-0 með tveimur mörkum Sheraldos Becker í fyrri hálfleik. Sikou Niakaté minnkaði muninn fyrir Portúgalina rétt fyrir hálfleik og Bruma jafnaði svo með frábæru skoti í upphafi seinni hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði André Castro sigurmark Braga með skoti fyrir utan vítateig. Klippa: Union Berlin 2-3 Braga Í Napoli vann Real Madrid heimamenn með tveimur mörkum gegn þremur. Norski miðvörðurinn Leo Østigård kom Napoli yfir en Vinícius Júnior jafnaði og Jude Bellingham skoraði á 34. mínútu eftir mikinn einleik. Piotr Zielinski jafnaði úr vítaspyrnu á 54. mínútu og þannig var staðan fram á 78. mínútu. Þá átti Federico Valverde þrumuskot í slána, bakið á Alex Meret, markverði Napoli, og inn. Klippa: Napoli 2-3 Real Madrid Real Sociedad vann Red Bull Salzburg, 0-2, á útivelli í D-riðli. Mikel Oyarzabal og Brais Méndez skoruðu mörk Baskanna. Klippa: Salzburg 0-2 Real Sociedad Í hinum leik D-riðils vann Inter Benfica, 1-0. Marcus Thuram skoraði eina mark leiksins á 62. mínútu en silfurlið síðasta tímabils í Meistaradeildinni í óð í færum í leiknum. Klippa: Inter 1-0 Benfica Mörkin úr öllum leikjum gærdagsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Alls voru 28 mörk skoruð í Meistaradeild Evrópu í gær. Þau má sjá hér fyrir neðan. Í A-riðli vann Galatasaray United, 2-3, á Old Trafford. Þetta var sjötta tap United á tímabilinu og það þriðja á heimavelli. Mauro Icardi skoraði sigurmark Tyrkjanna þegar níu mínútur voru til leiksloka. Heimamenn komust tvisvar yfir með mörkum Rasmusar Højlund en Wilfried Zaha og Kerem Aktürkoglu jöfnuðu fyrir gestina frá Istanbúl. Klippa: Man. Utd. 2-3 Galatasaray FC Kaupmannahöfn komst yfir gegn Bayern München á Parken þegar Lukas Lerager skoraði á 56. mínútu. Jamal Musiala jafnaði ellefu mínútum seinna og á 83. mínútu skoraði Frakkinn ungi, Mathys Tel, sigurmark Bayern. Þýskalandsmeistararnir hafa unnið fimmtán leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í röð. Klippa: FCK 1-2 Bayern Lens vann Arsenal, 2-1, í B-riðli. Skytturnar komust yfir með marki Gabriels Jesus en Adrien Thomasson jafnaði fyrir Frakkana. Hinn tvítugi Elye Wahi skoraði svo sigurmark þeirra á 69. mínútu. Klippa: Lens 2-1 Arsenal Í hinum leik B-riðils gerðu PSV Eindhoven og Sevilla 2-2 jafntefli. Öll mörkin komu seint í leiknum. Nemanja Gudelj kom Evrópudeildarmeisturunum yfir á 68. mínútu. Luuk de Jong jafnaði fyrir Hollendingana á 86. mínútu en aðeins 75 sekúndum síðar kom Youssef En-Nesyri gestunum frá Andalúsíu aftur yfir. Jordan Teze skoraði svo jöfnunarmark PSV þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Klippa: PSV 2-2 Sevilla Dramatíkin var alls ráðandi í leik Union Berlin og Braga í C-riðli. Berlínarbúar komust í 2-0 með tveimur mörkum Sheraldos Becker í fyrri hálfleik. Sikou Niakaté minnkaði muninn fyrir Portúgalina rétt fyrir hálfleik og Bruma jafnaði svo með frábæru skoti í upphafi seinni hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði André Castro sigurmark Braga með skoti fyrir utan vítateig. Klippa: Union Berlin 2-3 Braga Í Napoli vann Real Madrid heimamenn með tveimur mörkum gegn þremur. Norski miðvörðurinn Leo Østigård kom Napoli yfir en Vinícius Júnior jafnaði og Jude Bellingham skoraði á 34. mínútu eftir mikinn einleik. Piotr Zielinski jafnaði úr vítaspyrnu á 54. mínútu og þannig var staðan fram á 78. mínútu. Þá átti Federico Valverde þrumuskot í slána, bakið á Alex Meret, markverði Napoli, og inn. Klippa: Napoli 2-3 Real Madrid Real Sociedad vann Red Bull Salzburg, 0-2, á útivelli í D-riðli. Mikel Oyarzabal og Brais Méndez skoruðu mörk Baskanna. Klippa: Salzburg 0-2 Real Sociedad Í hinum leik D-riðils vann Inter Benfica, 1-0. Marcus Thuram skoraði eina mark leiksins á 62. mínútu en silfurlið síðasta tímabils í Meistaradeildinni í óð í færum í leiknum. Klippa: Inter 1-0 Benfica Mörkin úr öllum leikjum gærdagsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira