„Ánægður að hafa unnið með svona lélega skotnýtingu“ Andri Már Eggertsson skrifar 4. október 2023 21:35 Bjarni Magnússon á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Snædís Bára Haukar unnu sex stiga sigur gegn Val á útivelli 61-67. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með varnarleik liðsins í kvöld. „Þetta var sérstakur leikur og þetta var mikil barátta. Við töluðum um fyrir leik að við þyrftum að mæta þeim af hörku. Við héldum okkur við leikplanið þrátt fyrir að við vorum að skjóta illa. Varnarleikur hélt vel og við vorum að frákasta vel og ég er rosa ánægður með að hafa unnið þennan leik með svona lélegri skotnýtingu,“ sagði Bjarni Magnússon ánægður með sigurinn. Varnarleikur Haukar var afar góður þar sem liðið var mikið að stela boltanum og láta Val taka erfiðar ákvarðanir. „Ég sagði fyrir leik að ef við myndum tapa fráköstunum eins og í síðasta leik gegn Val þá yrðum við í vandræðum en það gekk vel. Vörnin var grimm og við vorum að láta finna fyrir okkur og þegar að við skjótum svona illa þá var það vörnin sem vann leikinn fyrir okkur.“ Haukar voru fjórum stigum undir í hálfleik 36-32. Gestirnir tóku frumkvæðið í seinni hálfleik og gerðu fyrstu sjö stigin. Þrátt fyrir það taldi Bjarni sig ekki hafa tekið neina eldræðu í hálfleik. „Ég var mjög rólegur í hálfleik út af því að við vorum að skapa okkur færi allan fyrri hálfleikinn. Við vorum aðeins að svekkja okkur á hlutunum og tókum það með okkur í varnarleikinn en við töluðum um að halda leikplaninu áfram og skotin fara að detta.“ Rósa Björk Pétursdóttir spilaði frábærlega og gerði 14 stig. Bjarni var ánægður með að hún sé komin aftur í Hauka eftir að hafa verið í Breiðabliki á síðasta tímabili. „Við höfum saknað Rósu. Hún tók smá framhjáhald í fyrra en er búin að átta sig á hlutunum. Það var frábært að fá Rósu og hún kann leikinn rosalega vel og skilaði frábæru framlagi af bekknum. Við erum ekki með margar á æfingum en erum með sterkan grunnhóp þar sem allar geta spilað og þannig náum við að halda ákefð.“ „Rósa spilaði vel í dag þar sem hún setti góð skot ofan í og spilaði góða vörn. Hún er með stórt Hauka hjarta og við erum rosa ánægð að hafa hana í hópnum,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjá meira
„Þetta var sérstakur leikur og þetta var mikil barátta. Við töluðum um fyrir leik að við þyrftum að mæta þeim af hörku. Við héldum okkur við leikplanið þrátt fyrir að við vorum að skjóta illa. Varnarleikur hélt vel og við vorum að frákasta vel og ég er rosa ánægður með að hafa unnið þennan leik með svona lélegri skotnýtingu,“ sagði Bjarni Magnússon ánægður með sigurinn. Varnarleikur Haukar var afar góður þar sem liðið var mikið að stela boltanum og láta Val taka erfiðar ákvarðanir. „Ég sagði fyrir leik að ef við myndum tapa fráköstunum eins og í síðasta leik gegn Val þá yrðum við í vandræðum en það gekk vel. Vörnin var grimm og við vorum að láta finna fyrir okkur og þegar að við skjótum svona illa þá var það vörnin sem vann leikinn fyrir okkur.“ Haukar voru fjórum stigum undir í hálfleik 36-32. Gestirnir tóku frumkvæðið í seinni hálfleik og gerðu fyrstu sjö stigin. Þrátt fyrir það taldi Bjarni sig ekki hafa tekið neina eldræðu í hálfleik. „Ég var mjög rólegur í hálfleik út af því að við vorum að skapa okkur færi allan fyrri hálfleikinn. Við vorum aðeins að svekkja okkur á hlutunum og tókum það með okkur í varnarleikinn en við töluðum um að halda leikplaninu áfram og skotin fara að detta.“ Rósa Björk Pétursdóttir spilaði frábærlega og gerði 14 stig. Bjarni var ánægður með að hún sé komin aftur í Hauka eftir að hafa verið í Breiðabliki á síðasta tímabili. „Við höfum saknað Rósu. Hún tók smá framhjáhald í fyrra en er búin að átta sig á hlutunum. Það var frábært að fá Rósu og hún kann leikinn rosalega vel og skilaði frábæru framlagi af bekknum. Við erum ekki með margar á æfingum en erum með sterkan grunnhóp þar sem allar geta spilað og þannig náum við að halda ákefð.“ „Rósa spilaði vel í dag þar sem hún setti góð skot ofan í og spilaði góða vörn. Hún er með stórt Hauka hjarta og við erum rosa ánægð að hafa hana í hópnum,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjá meira