Pep hrósaði ungstirninu: „Hann skilur alltaf hvað er að gerast“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. október 2023 22:30 Rico Lewis átti mjög góðan leik fyrir Manchester City í kvöld og fékk hrós frá Pep Guardiola eftir leik. Vísir/Getty Pep Guardiola var afar ánægður með frammistöðu hans manna í Manchester City í kvöld. Liðið gerði góða ferð til Leipzig og vann 3-1 sigur. Sigur Manchester City í kvöld var síður en svo auðveldur. Lengi vel stefndi í 1-1 jafntefli en mörk frá Julian Alvarez og Jeremy Doku undir lok leiksins tryggðu Manchester City 3-1 sigur. Í viðtali eftir leik var Pep Guardiola knattspyrnustjóri afar sáttur með frammistöðu síns liðs. „Nærri því fullkomin frammistaða fyrir utan fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Það er ekki hægt að koma hingað og fá ekki á sig skyndisóknir eins og þeir skoruðu úr. Ef maður spilar of opið gegn Leipzig þá rústa þeir þér,“ sagði Guardiola en mark Ikoma Openda kom eftir skyndisókn Leipzig. "He s one of the best I have ever trained, by far."Pep Guardiola is full of praise for Rico Lewis.#MCFC | #UCL pic.twitter.com/vX2OCzgxaS— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 4, 2023 „Þegar þú nærð 15, 20 eða 25 sendingum í öllum aðgerðum þá gerast góðir hlutir. Þeir ná þá ekki skyndisóknunum, við sýnum þolinmæði og kantmennirnir okkar náðu snertinum og þá gerast hlutir. Við spiluðum mjög vel og ég er ánægður með frammistöðuna. Við erum með sex stig og erum búnir að taka stórt skref í átt að því að komast áfram.“ Rico Lewis lék á miðjunni hjá City í kvöld og átti frábæran leik. „Ég er með svo marga leikmenn en það er erfitt að finna betri leikmann en hann í að spila í vasanum. Hann er frábær sem sitjandi miðjumaður, sem sókndjarfur miðjumaður og jafnvel sem bakvörður sem kemur inn á miðjuna eða fer upp kantinn. Hann er góður því hann er með svo mikil gæði. Hann skilur alltaf hvað er að gerast. Sama hvað andstæðingar gera, hvað samherjar gera þá tekur hann alltaf rétta ákvörðun,“ sagði Pep um Lewis. „Ég get treyst á hann og síðasta tímabilið hjálpaði mjög mikið.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Sjá meira
Sigur Manchester City í kvöld var síður en svo auðveldur. Lengi vel stefndi í 1-1 jafntefli en mörk frá Julian Alvarez og Jeremy Doku undir lok leiksins tryggðu Manchester City 3-1 sigur. Í viðtali eftir leik var Pep Guardiola knattspyrnustjóri afar sáttur með frammistöðu síns liðs. „Nærri því fullkomin frammistaða fyrir utan fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Það er ekki hægt að koma hingað og fá ekki á sig skyndisóknir eins og þeir skoruðu úr. Ef maður spilar of opið gegn Leipzig þá rústa þeir þér,“ sagði Guardiola en mark Ikoma Openda kom eftir skyndisókn Leipzig. "He s one of the best I have ever trained, by far."Pep Guardiola is full of praise for Rico Lewis.#MCFC | #UCL pic.twitter.com/vX2OCzgxaS— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 4, 2023 „Þegar þú nærð 15, 20 eða 25 sendingum í öllum aðgerðum þá gerast góðir hlutir. Þeir ná þá ekki skyndisóknunum, við sýnum þolinmæði og kantmennirnir okkar náðu snertinum og þá gerast hlutir. Við spiluðum mjög vel og ég er ánægður með frammistöðuna. Við erum með sex stig og erum búnir að taka stórt skref í átt að því að komast áfram.“ Rico Lewis lék á miðjunni hjá City í kvöld og átti frábæran leik. „Ég er með svo marga leikmenn en það er erfitt að finna betri leikmann en hann í að spila í vasanum. Hann er frábær sem sitjandi miðjumaður, sem sókndjarfur miðjumaður og jafnvel sem bakvörður sem kemur inn á miðjuna eða fer upp kantinn. Hann er góður því hann er með svo mikil gæði. Hann skilur alltaf hvað er að gerast. Sama hvað andstæðingar gera, hvað samherjar gera þá tekur hann alltaf rétta ákvörðun,“ sagði Pep um Lewis. „Ég get treyst á hann og síðasta tímabilið hjálpaði mjög mikið.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Sjá meira