Minnst milljarður á ári í hjólreiðainnviði Árni Sæberg skrifar 5. október 2023 19:23 Sérstakir hjólreiðastígar í Reykjavík eru orðnir 42 kílómetrar að lengd. Vísir/Vilhelm Staðan á hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021 til 2025 var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði í vikunni. Tíu kílómetrar af sérstökum hjólastígum hafa bæst við frá árinu 2021 og eru þeir orðnir 42 kílómetrar samtals. Fjárfestingar í nýjum hjólreiðainnviðum í Reykjavík eiga að vera að lágmarki fimm milljarðar króna á tímabilinu. Þetta segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að margt spennandi sé á döfinni eins og nýjar hjólabrýr í Elliðaárdal, hjólaskápar fyrir kennara og æfingasvæði í Gufunesi. Reykjavíkurborg vinni markvisst að því lengja stígakerfi til hjólreiða, bæta aðstöðu til hjólreiða, sem hvetji börn til þess að hjóla í skólann. Hjólandi ætti að fjölga árlega Þá segir að í heildina fari hjólreiðar vaxandi sem samgöngmáti og þeim sem hjóla ætti að fjölga árlega miðað við bætta innviði. Tíu kílómetrar af sérstökum hjólastígum hafi bæst við frá árinu 2021 og eru þeir orðnir 42 kílómetrar. Markmið um lengd hjólastíga árið 2025 sé fimmtíu kílómetar, 5.000 hjólastæði og að meira en 90 prósent íbúa í Reykjavík búi innan við 150 metra frá hjólastíg árið 2030. Ný hlaupahjólastæði hafi verið sett upp á árinu 2023, sem telji 790 stæði fyrir órafknúin hlaupahjól en skólastjórnendur hefðu óskað eftir því þar sem vandasamt hafi verið að geyma hjólin inni. Nú læsi krakkarnir þeim sjálf í stæðum sérstaklega ætluðum fyrir yngri kynslóðina. Lokið hafi verið við að uppfylla markmiðið að tuttugu prósent nemenda að meðaltali hafi stæði fyrir reiðhjól og hlaupahjól við nánast alla grunnskóla borgarinnar. Komin séu um 4.800 stæði í heildina við 37 grunnskóla í borginni. Ágústmánuður 2023 hafi komið vel út í hjólateljurum sem finna megi í borgarvefsjá. Samkvæmt ferðavenjukönnun árið 2022 hjóli sex prósent Reykvíkinga og tvö prósent ferðist um á rafhlaupahjólum, þá hafi fótgangandi einnig fjölgað. Stefna á hjólastíga til Keflavíkur Í tilkynningu segir að samtal sé hafið við Samtök sveitarfélaga Suðurnesja og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um gerð hjólastíga milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkur. Þá hafi verið lokið við tvo af þremur áföngum úr hjólreiðaáætlun í Elliðaárdal ofan við Höfðabakkabrú og framundan sé útboð á þriðja áfanga sem tengi hjólastíginn alla leið að Breiðholtsbraut. Vinna sé hafin við undirbúning að gerð Pumptrack-hjólasvæði í Gufunesi sem æfingasvæði hjólreiða til að æfa jafnvægislist, fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Þá sé gerð fjallahjólabrautar við Úlfarsfell. Hjólatyllum hafi fjölgað og þær sé nú fjórtán á sjö stöðum og muni fara fjölgandi. Markmiðið sé að settar verði upp tyllur á stöðum þar sem stöðva þarf á rauðu ljósi á hjólastíg. Hjólaskápar í Reykjavík séu tilraunaverkefni fyrir grunnskóla. Kennurum í tveimur skólum hafi staðið til boða að prófa og nýta þá, þannig sé komið til móts við skort á hjólageymslum fyrir starfsfólk grunnskólanna. Reykjavík Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að margt spennandi sé á döfinni eins og nýjar hjólabrýr í Elliðaárdal, hjólaskápar fyrir kennara og æfingasvæði í Gufunesi. Reykjavíkurborg vinni markvisst að því lengja stígakerfi til hjólreiða, bæta aðstöðu til hjólreiða, sem hvetji börn til þess að hjóla í skólann. Hjólandi ætti að fjölga árlega Þá segir að í heildina fari hjólreiðar vaxandi sem samgöngmáti og þeim sem hjóla ætti að fjölga árlega miðað við bætta innviði. Tíu kílómetrar af sérstökum hjólastígum hafi bæst við frá árinu 2021 og eru þeir orðnir 42 kílómetrar. Markmið um lengd hjólastíga árið 2025 sé fimmtíu kílómetar, 5.000 hjólastæði og að meira en 90 prósent íbúa í Reykjavík búi innan við 150 metra frá hjólastíg árið 2030. Ný hlaupahjólastæði hafi verið sett upp á árinu 2023, sem telji 790 stæði fyrir órafknúin hlaupahjól en skólastjórnendur hefðu óskað eftir því þar sem vandasamt hafi verið að geyma hjólin inni. Nú læsi krakkarnir þeim sjálf í stæðum sérstaklega ætluðum fyrir yngri kynslóðina. Lokið hafi verið við að uppfylla markmiðið að tuttugu prósent nemenda að meðaltali hafi stæði fyrir reiðhjól og hlaupahjól við nánast alla grunnskóla borgarinnar. Komin séu um 4.800 stæði í heildina við 37 grunnskóla í borginni. Ágústmánuður 2023 hafi komið vel út í hjólateljurum sem finna megi í borgarvefsjá. Samkvæmt ferðavenjukönnun árið 2022 hjóli sex prósent Reykvíkinga og tvö prósent ferðist um á rafhlaupahjólum, þá hafi fótgangandi einnig fjölgað. Stefna á hjólastíga til Keflavíkur Í tilkynningu segir að samtal sé hafið við Samtök sveitarfélaga Suðurnesja og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um gerð hjólastíga milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkur. Þá hafi verið lokið við tvo af þremur áföngum úr hjólreiðaáætlun í Elliðaárdal ofan við Höfðabakkabrú og framundan sé útboð á þriðja áfanga sem tengi hjólastíginn alla leið að Breiðholtsbraut. Vinna sé hafin við undirbúning að gerð Pumptrack-hjólasvæði í Gufunesi sem æfingasvæði hjólreiða til að æfa jafnvægislist, fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Þá sé gerð fjallahjólabrautar við Úlfarsfell. Hjólatyllum hafi fjölgað og þær sé nú fjórtán á sjö stöðum og muni fara fjölgandi. Markmiðið sé að settar verði upp tyllur á stöðum þar sem stöðva þarf á rauðu ljósi á hjólastíg. Hjólaskápar í Reykjavík séu tilraunaverkefni fyrir grunnskóla. Kennurum í tveimur skólum hafi staðið til boða að prófa og nýta þá, þannig sé komið til móts við skort á hjólageymslum fyrir starfsfólk grunnskólanna.
Reykjavík Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira