„Áttum ekki sérstakan leik en virði stigin“ Andri Már Eggertsson skrifar 5. október 2023 22:58 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki sáttur með frammistöðuna í kvöld Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með stigin tvö en var svekktur með frammistöðu liðsins eftir þriggja stiga sigur gegn Stjörnunni. „Mér fannst við ekki eiga sérstakan leik en ég virði stigin. Mér fannst frammistaðan ekki næginlega góð en ef ég fer betur yfir þetta í kvöld eða á morgun þá sé ég mögulega eitthvað jákvætt en við áttum kafla og kafla. Ekki meira en það,“ sagði Benedikt Guðmundsson eftir leik. En hvað er það sem Benedikt er ekki sáttur með? „Frammistaðan. Við vorum að framkvæma mjög illa á báðum endum vallarins undir lokin og við vorum að taka vondar ákvarðanir. Við gerðum vel inn á milli og ég tek það ekki af liðinu en ég er ekkert voðalega sáttur. Við tókum samt öll stig og við þurfum á öllum stigum að halda. Við þurfum að halda áfram að safna stigum en þetta var ekki nægilega gott.“ Benedikt var ekki ánægður með að Chaz Williams og Mario Matasovic voru þeir einu sem voru að setja stig á töfluna fyrir Njarðvík í fyrri hálfleik. „Ég talaði um það í hálfleik að við færum ekki langt með tvö hjól undir bílnum í sókninni og við yrðum að fá þriðja og fjórða hjólið og helst hafa þetta átta hjóla kagga. Í seinni steig Carlos [Nova Mateo] upp og átti stóran þátt í að við kláruðum þetta.“ Mikil umræða hefur verið um hvort eigi að sameina meistaraflokk Njarðvíkur og Keflavíkur en hvaða skoðun hefur Benedikt á því? „Það verða aðrir að finna út úr því. Ég fæ þann heiður að fá að þjálfa félag eins og Njarðvík en ég hef ekki verið hérna nógu lengi til þess að eiga rétt á þeirri skoðun en eins og með allt annað verður þetta skoðað af rétta fólkinu,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Sjá meira
„Mér fannst við ekki eiga sérstakan leik en ég virði stigin. Mér fannst frammistaðan ekki næginlega góð en ef ég fer betur yfir þetta í kvöld eða á morgun þá sé ég mögulega eitthvað jákvætt en við áttum kafla og kafla. Ekki meira en það,“ sagði Benedikt Guðmundsson eftir leik. En hvað er það sem Benedikt er ekki sáttur með? „Frammistaðan. Við vorum að framkvæma mjög illa á báðum endum vallarins undir lokin og við vorum að taka vondar ákvarðanir. Við gerðum vel inn á milli og ég tek það ekki af liðinu en ég er ekkert voðalega sáttur. Við tókum samt öll stig og við þurfum á öllum stigum að halda. Við þurfum að halda áfram að safna stigum en þetta var ekki nægilega gott.“ Benedikt var ekki ánægður með að Chaz Williams og Mario Matasovic voru þeir einu sem voru að setja stig á töfluna fyrir Njarðvík í fyrri hálfleik. „Ég talaði um það í hálfleik að við færum ekki langt með tvö hjól undir bílnum í sókninni og við yrðum að fá þriðja og fjórða hjólið og helst hafa þetta átta hjóla kagga. Í seinni steig Carlos [Nova Mateo] upp og átti stóran þátt í að við kláruðum þetta.“ Mikil umræða hefur verið um hvort eigi að sameina meistaraflokk Njarðvíkur og Keflavíkur en hvaða skoðun hefur Benedikt á því? „Það verða aðrir að finna út úr því. Ég fæ þann heiður að fá að þjálfa félag eins og Njarðvík en ég hef ekki verið hérna nógu lengi til þess að eiga rétt á þeirri skoðun en eins og með allt annað verður þetta skoðað af rétta fólkinu,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Sjá meira