Stefán Teitur skoraði þrennu á átta mínútum gegn Gylfa og félögum 6. október 2023 16:30 Stefán Teitur Þórðarson í leik með Silkeborg Getty/Lars Ronbog Stefán Teitur Þórðarson átti frábæran leik fyrir Silkeborg gegn Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Um var að ræða mikinn Íslendindaslag þar sem Freyr Alexanderson er þjálfari Lyngby sem og þeir Andri Gudjonsen, Gylfi Þór Sigurðsson, Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Birgir Finnsson eru allir leikmenn liðsins. Þeir Andri og Kolbeinn voru báðir í byrjunarliði Lyngby á meðan Stefán Teitur Þórðarson byrjaði á miðjunni hjá Silkeborg og hann átti heldur betur eftir að koma við sögu. Eftir aðeins hálftíma leik var staðan orðin 3-0 fyrir Silkeborg og var það Stefán Teitur sem skoraði öll mörkin og það á aðeins átta mínútna kafla. Fyrsta markið kom á 16. mínútu, annað markið á 22. mínútu og það þriðja á 24. mínútu. Ótrúleg frammistaða hjá Stefáni en leikmenn Silkeborg voru þó ekki saddir því þeir bættu við einu marki í viðbót áður en flautað var til hálfleiks og var það Tengstedt sem skoraði það. Staðan 4-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn bauð ekki upp á jafn mörg mörk en þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Sævar Atli komu báðir inn á en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. Þess í stað bætti Silkeborg við fimmta markinu og voru lokatölur 5-0. Danski boltinn
Stefán Teitur Þórðarson átti frábæran leik fyrir Silkeborg gegn Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Um var að ræða mikinn Íslendindaslag þar sem Freyr Alexanderson er þjálfari Lyngby sem og þeir Andri Gudjonsen, Gylfi Þór Sigurðsson, Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Birgir Finnsson eru allir leikmenn liðsins. Þeir Andri og Kolbeinn voru báðir í byrjunarliði Lyngby á meðan Stefán Teitur Þórðarson byrjaði á miðjunni hjá Silkeborg og hann átti heldur betur eftir að koma við sögu. Eftir aðeins hálftíma leik var staðan orðin 3-0 fyrir Silkeborg og var það Stefán Teitur sem skoraði öll mörkin og það á aðeins átta mínútna kafla. Fyrsta markið kom á 16. mínútu, annað markið á 22. mínútu og það þriðja á 24. mínútu. Ótrúleg frammistaða hjá Stefáni en leikmenn Silkeborg voru þó ekki saddir því þeir bættu við einu marki í viðbót áður en flautað var til hálfleiks og var það Tengstedt sem skoraði það. Staðan 4-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn bauð ekki upp á jafn mörg mörk en þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Sævar Atli komu báðir inn á en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. Þess í stað bætti Silkeborg við fimmta markinu og voru lokatölur 5-0.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti