Fimm ár, svefnlausar nætur en vonandi endapunktur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. október 2023 16:53 Ragnhildur Eik segir blendnar tilfinningar fylgja niðurstöðu Landsréttar. Vísir/Vilhelm Ragnhildur Eik Árnadóttir, lögmaður og brotaþoli í máli Jóhannesar Tryggvasonar, segir að sér sé létt eftir tíðindi úr Landsrétti í dag. Dómur yfir Jóhannesi var þyngdur og hann dæmdur í átján mánaða fangelsi í stað tólf og til þess að greiða tvær milljónir króna í miskabætur. „Þetta er að sjálfsögðu léttir. Þessu fylgir að sumu leyti líka skrítin tilfinning. Þetta er spennufall, að sumu leyti smá tómleiki. Manni finnst eins og þetta ættu að vera einhverskonar endalok en eftir situr þetta allt saman í manni einhvern veginn,“ segir Ragnhildur í samtali við Vísi. Hún tekur fram að hún fagni niðurstöðu Landsréttar. Þetta hafi verið það sem hún vonaðist eftir, þó hún hafi samt alltaf líka óttast það versta. „Ég vona að ég geti sett ákveðinn punkt fyrir aftan þetta núna. Það eru fimm ár síðan ég kærði þetta og þetta er búið að vera rosalega langur tími, með rosalega mikilli baráttu,“ segir Ragnhildur. Hún segist vera eftir sig á þessari stundu. Dagarnir áður en dómur hafi verið kveðinn upp hafi verið sér erfiðir. „Ég hef aðallega átt erfitt með að sofa, svona þegar maður veit að þessi dómur er að koma. En ég vona að ég muni geta lokað á það og haldið áfram og að ég þurfi ekki að velta mér endalaust upp úr þessu eisn og þetta er búið að vera svolítið undanfarin ár,“ segir Ragnhildur. „Ég bjóst einhvern veginn við því að maður myndi hrópa húrra og að allt yrði frábært. Svo er allt í einu raunveruleikinn bara smá öðruvísi. Þannig að maður er kannski bara svolítið eftir sig. En nú ætla ég bara að njóta með fjölskyldunni og vona að þetta setji ákveðinn punkt í þetta fyrir mig.“ Dómsmál Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Telja Sigrúnu ekki hafa brotið siðareglur lögmanna Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður hafi í störfum sínum ekki gert á hlut Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna. 12. janúar 2023 15:35 Málskotsbeiðni meðhöndlarans hafnað Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar um að áfrýja sex ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. 6. mars 2022 15:33 „Ég hefði ekki getað ímyndað mér að fá ekki að vera viðstödd“ Þolandi kynferðisofbeldis sem fór fram á að þinghald yrði opið í máli hennar segir mikilvægt að útskýrt sé fyrir kærendum hvað felist í lokuðu þinghaldi. Hún segir að hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum valdi því að heill málaflokkur sé í myrkrinu. 27. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
„Þetta er að sjálfsögðu léttir. Þessu fylgir að sumu leyti líka skrítin tilfinning. Þetta er spennufall, að sumu leyti smá tómleiki. Manni finnst eins og þetta ættu að vera einhverskonar endalok en eftir situr þetta allt saman í manni einhvern veginn,“ segir Ragnhildur í samtali við Vísi. Hún tekur fram að hún fagni niðurstöðu Landsréttar. Þetta hafi verið það sem hún vonaðist eftir, þó hún hafi samt alltaf líka óttast það versta. „Ég vona að ég geti sett ákveðinn punkt fyrir aftan þetta núna. Það eru fimm ár síðan ég kærði þetta og þetta er búið að vera rosalega langur tími, með rosalega mikilli baráttu,“ segir Ragnhildur. Hún segist vera eftir sig á þessari stundu. Dagarnir áður en dómur hafi verið kveðinn upp hafi verið sér erfiðir. „Ég hef aðallega átt erfitt með að sofa, svona þegar maður veit að þessi dómur er að koma. En ég vona að ég muni geta lokað á það og haldið áfram og að ég þurfi ekki að velta mér endalaust upp úr þessu eisn og þetta er búið að vera svolítið undanfarin ár,“ segir Ragnhildur. „Ég bjóst einhvern veginn við því að maður myndi hrópa húrra og að allt yrði frábært. Svo er allt í einu raunveruleikinn bara smá öðruvísi. Þannig að maður er kannski bara svolítið eftir sig. En nú ætla ég bara að njóta með fjölskyldunni og vona að þetta setji ákveðinn punkt í þetta fyrir mig.“
Dómsmál Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Telja Sigrúnu ekki hafa brotið siðareglur lögmanna Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður hafi í störfum sínum ekki gert á hlut Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna. 12. janúar 2023 15:35 Málskotsbeiðni meðhöndlarans hafnað Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar um að áfrýja sex ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. 6. mars 2022 15:33 „Ég hefði ekki getað ímyndað mér að fá ekki að vera viðstödd“ Þolandi kynferðisofbeldis sem fór fram á að þinghald yrði opið í máli hennar segir mikilvægt að útskýrt sé fyrir kærendum hvað felist í lokuðu þinghaldi. Hún segir að hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum valdi því að heill málaflokkur sé í myrkrinu. 27. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Telja Sigrúnu ekki hafa brotið siðareglur lögmanna Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður hafi í störfum sínum ekki gert á hlut Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna. 12. janúar 2023 15:35
Málskotsbeiðni meðhöndlarans hafnað Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar um að áfrýja sex ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. 6. mars 2022 15:33
„Ég hefði ekki getað ímyndað mér að fá ekki að vera viðstödd“ Þolandi kynferðisofbeldis sem fór fram á að þinghald yrði opið í máli hennar segir mikilvægt að útskýrt sé fyrir kærendum hvað felist í lokuðu þinghaldi. Hún segir að hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum valdi því að heill málaflokkur sé í myrkrinu. 27. febrúar 2022 20:00