Enginn endurkomusigur í þetta skiptið Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. október 2023 12:30 Mohamed Salah skorar annað mark Liverpool gegn Brighton úr vítaspyrnu. getty/Steven Paston Brighton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli sín á milli í 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool lentu marki undir snemma, komust yfir rétt fyrir hálfleik en heimamönnum tókst að klóra sig til baka og sækja stigið. Brighton komst marki yfir á 24. mínútu eftir mistök í öftustu línu hjá Liverpool. Virgil Van Dijk fékk boltann undir engri pressu og reyndi að senda hann upp til Mac Allister á miðjunni. Mac Allister stóð og beið eftir lausri sendingu Van Dijk þegar Simon Adingra kom í bakið á honum og vann boltann. Hann tók tvær snertingar áður en hann renndi boltanum framhjá Allison sem var illa staðsettur í markinu og tókst ekki að koma í veg fyrir að boltinn endaði í netinu. Í fimmta skipti á tímabilinu voru Liverpool lentir marki undir á útivelli og í fimmta skipti á tímabilinu tókst þeim að koma til baka og vinna leikinn. Mohamed Salah skoraði bæði mörkin tvö hjá Liverpool í fyrri hálfleik. Það fyrra kom eftir gott spil í gegnum miðsvæðið, Szoboslai sendi boltann upp á Luis Diaz sem kom honum á Darwin Nunez, hann renndi svo boltanum til hliðar á Salah sem kláraði færið af öryggi. Aðeins nokkrum mínútum síðar gerðist markvörður Brighton svo sekur um slæm mistök þegar hann reyndi að spila boltanum frá marki. Aftur var það Dominik Szoboslai sem vann boltann fyrir Liverpool, hann battaði svo boltann við Darwin Nunez en var rifinn niður í vítateignum og vítaspyrna dæmd sem Salah skoraði úr. Allt stefndi í enn einn endurkomusigur hjá Liverpool, þeir voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik og voru nálægt því að bæta við marki en Ryan Gravenberch klúðraði algjöru dauðafæri. Brighton kom svo jöfnunarmarki inn á 78. mínútu leiksins, það var fyrirliðinn Lewis Dunk sem kláraði færið eftir aukaspyrnu Solly March og tryggði stigið fyrir heimamenn. Enski boltinn
Brighton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli sín á milli í 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool lentu marki undir snemma, komust yfir rétt fyrir hálfleik en heimamönnum tókst að klóra sig til baka og sækja stigið. Brighton komst marki yfir á 24. mínútu eftir mistök í öftustu línu hjá Liverpool. Virgil Van Dijk fékk boltann undir engri pressu og reyndi að senda hann upp til Mac Allister á miðjunni. Mac Allister stóð og beið eftir lausri sendingu Van Dijk þegar Simon Adingra kom í bakið á honum og vann boltann. Hann tók tvær snertingar áður en hann renndi boltanum framhjá Allison sem var illa staðsettur í markinu og tókst ekki að koma í veg fyrir að boltinn endaði í netinu. Í fimmta skipti á tímabilinu voru Liverpool lentir marki undir á útivelli og í fimmta skipti á tímabilinu tókst þeim að koma til baka og vinna leikinn. Mohamed Salah skoraði bæði mörkin tvö hjá Liverpool í fyrri hálfleik. Það fyrra kom eftir gott spil í gegnum miðsvæðið, Szoboslai sendi boltann upp á Luis Diaz sem kom honum á Darwin Nunez, hann renndi svo boltanum til hliðar á Salah sem kláraði færið af öryggi. Aðeins nokkrum mínútum síðar gerðist markvörður Brighton svo sekur um slæm mistök þegar hann reyndi að spila boltanum frá marki. Aftur var það Dominik Szoboslai sem vann boltann fyrir Liverpool, hann battaði svo boltann við Darwin Nunez en var rifinn niður í vítateignum og vítaspyrna dæmd sem Salah skoraði úr. Allt stefndi í enn einn endurkomusigur hjá Liverpool, þeir voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik og voru nálægt því að bæta við marki en Ryan Gravenberch klúðraði algjöru dauðafæri. Brighton kom svo jöfnunarmarki inn á 78. mínútu leiksins, það var fyrirliðinn Lewis Dunk sem kláraði færið eftir aukaspyrnu Solly March og tryggði stigið fyrir heimamenn.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti