Einmanaleiki eldra fólks á Íslandi minni en annars staðar í Evrópu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. október 2023 11:22 Um fimm prósent eldra fólks á Íslandi segist vera oft einmana í samanburði við sjö til þrettán prósent á öðrum svæðum í Evrópu. Vísir/Vilhelm Eldra fólk á Íslandi finnur fyrir minni einmanaleika en annars staðar í Evrópu samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun félagsvísindastofnunar. Þá benda niðurstöður til þess að innflytjendur yfir 67 ára aldri finni fyrir meiri einmanaleika en innfæddir eldri borgarar. Könnunin, sem styrkt var af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, tengist aðgerðaáætluninni Gott að eldast og framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Alls svöruðu tæplega fjórtán hundruð einstaklingar, en könnunin var lögð fram á íslensku, pólsku, ensku og spænsku. Niðurstöður hennar gáfu að 67 prósent svarenda töldu sig við frekar eða mjög góða líkamlega heilsu og 85 prósent töldu andlega heilsu sína frekar eða mjög góða. Færri fá aldrei heimsókn Að auki leiddu niðurstöður í ljós að meirihluti þátttakenda væri ekki félagslega einangraður. Níutíu prósent svarenda hitti einhvern utan heimilis að lágmarki vikulega og 75 prósent sögðust heimsækja, eða fá heimsókn frá börnum, ættingjum eða vinum minnst einu sinni í viku. Þá sýndu niðurstöður fram á að hlutfall þeirra sem aldrei fá heimsókn hefur lækkað verulega, en þrjú prósent svarenda sögðust aldrei fá heimsókn frá börnum ættingjum eða vinum, í samanburði við níu prósent árið 1999. Loks sýndu niðurstöður að 41 prósent eldra fólks hér á landi er ekki einmana, en sex prósent segjast talsvert eða gífurlega einmana. Þá kom í ljós að talsvert fleiri innflytjendur finna fyrir einmanaleika en innfæddir. Ellefu prósent þeirra svarenda sem eru innflytjendur sögðust talsvert eða gífurlega einmana samanborið við sex prósent svarenda sem eru innfæddir. Í alþjóðlegum samanburði virðist lítill einmanaleiki miðað við í Evrópu. Niðurstöðurnar sýndu að fimm prósent eldra fólks á Íslandi segist vera oft einmana, en í öðrum Evrópulöndum mælist einmanaleiki eldra fólks sjö til þrettán prósent. Eldri borgarar Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Könnunin, sem styrkt var af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, tengist aðgerðaáætluninni Gott að eldast og framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Alls svöruðu tæplega fjórtán hundruð einstaklingar, en könnunin var lögð fram á íslensku, pólsku, ensku og spænsku. Niðurstöður hennar gáfu að 67 prósent svarenda töldu sig við frekar eða mjög góða líkamlega heilsu og 85 prósent töldu andlega heilsu sína frekar eða mjög góða. Færri fá aldrei heimsókn Að auki leiddu niðurstöður í ljós að meirihluti þátttakenda væri ekki félagslega einangraður. Níutíu prósent svarenda hitti einhvern utan heimilis að lágmarki vikulega og 75 prósent sögðust heimsækja, eða fá heimsókn frá börnum, ættingjum eða vinum minnst einu sinni í viku. Þá sýndu niðurstöður fram á að hlutfall þeirra sem aldrei fá heimsókn hefur lækkað verulega, en þrjú prósent svarenda sögðust aldrei fá heimsókn frá börnum ættingjum eða vinum, í samanburði við níu prósent árið 1999. Loks sýndu niðurstöður að 41 prósent eldra fólks hér á landi er ekki einmana, en sex prósent segjast talsvert eða gífurlega einmana. Þá kom í ljós að talsvert fleiri innflytjendur finna fyrir einmanaleika en innfæddir. Ellefu prósent þeirra svarenda sem eru innflytjendur sögðust talsvert eða gífurlega einmana samanborið við sex prósent svarenda sem eru innfæddir. Í alþjóðlegum samanburði virðist lítill einmanaleiki miðað við í Evrópu. Niðurstöðurnar sýndu að fimm prósent eldra fólks á Íslandi segist vera oft einmana, en í öðrum Evrópulöndum mælist einmanaleiki eldra fólks sjö til þrettán prósent.
Eldri borgarar Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira