Vinskapur nafnanna settur til hliðar í dag: „Ábyggilega furðulegt fyrir hann“ Aron Guðmundsson skrifar 7. október 2023 12:30 Vinirnir Ragnar Sigurðsson (þjálfari Fram) og Ragnar Bragi Sveinsson (fyrirliði Fylkis) mætast í mikilvægum leik í lokaumferð Bestu deildarinnar í dag Vísir/Samsett mynd Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, segir þægilegt fyrir sitt lið að vita að það hafi örlögin í sínum höndum fyrir mikilvægan leik gegn Fram í einum af fallbaráttuslag dagsins í lokaumferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, er uppalinn Fylkismaður og vinur Ragnars Braga sem telur furðulega stöðu blasa við vini sínum. „Leikurinn leggst bara mjög vel í mig. Þetta verður hörku leikur,“ segir Ragnar Bragi í samtali við Vísi. „Það er flott veður og mér skilst að það verði fullt af fólki á vellinum í dag. Þetta verður bara stemning.“ Það ræðst í dag hvaða lið fellur með Keflavík úr Bestu deildinni. Fyrir leiki dagsins í lokaumferðinni eru fjögur lið: Fram, HK, Fylkir og ÍBV, í fallhættu en viðureign Fylkis og Fram á Wurth-vellinum í Árbænum, er eini leikur dagsins þar sem bæði lið eiga á hættu á að falla. „Þetta er auðvitað bara, eins og flestir vita, bara mjög spennandi,“ segir Ragnar Bragi, aðspurður um hvernig sé að fara inn í svona leik þar sem að allt er undir. „Það er alltaf gaman að taka þátt í leikjum sem skipta miklu máli. Þessi leikur skiptir miklu máli fyrir félagið í heild sinni, okkur sem lið og hverfið sem við erum fulltrúar fyrir. Verkefnið er því mjög spennandi og við erum með þetta í okkar höndum. Það er alltaf þægilegra. Við þurfum ekki að treysta á einhverja aðra en okkur sjálfa. Við erum því algjörlega fókuseraðir á að klára okkar verkefni og þá fer þetta allt vel.“ Sigur í dag tryggir veru Fylkis í deildinni. Jafntefli nægir Fram til þess að tryggja sætið sitt. „Ég á von á þannig leik að bæði lið munu reyna að vinna hann. Fram er í hörku góðri stöðu. Liðið er ekki alveg sloppið við fall en er nánast öruggt. Ég á ekki von á öðru en að þeir, undir stjórn Ragga, muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að vinna leikinn. Við munum gera það sama. Við ætlum að fara inn í þennan leik, setja kraft í hann og ná stjórninni sem fyrst. Vinna þennan leik.“ Einn athyglisverðasti punkturinn við leik liðanna í dag er sú staðreynd að Ragnar Sigurðsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta og uppalinn Fylkismaður, er þjálfari Fram og einnig góður vinur nafna síns Ragnars Braga. „Við Raggi erum góðir vinir og höfum þekkst lengi. Nú er hann náttúrulega bara að þjálfa Fram liðið sitt. Auðvitað er þetta ábyggilega skrýtin staða fyrir hann en sem þjálfari Fram vill hann náttúrulega bara að sitt lið vinni þennan leik. Ef hann fengi hins vegar að velja þá myndi hann held ég velja að eitthvað annað lið en Fylkir og Fram myndi falla. Það verður ábyggilega furðulegt fyrir hann að fara inn í þennan leik en ég veit að hans fókus er á að hans lið klári sitt. En akkúrat sú staðreynd að þið séuð vinir en í sitt hvoru liðinu í dag. Var skrúfað niður í öllum samskiptum ykkar á milli í aðdraganda leiksins? „Nei, nei alls ekkert svoleiðis. Við ræddum aðeins leikinn okkar á milli fyrr í vikunni en ekkert dýpra en það að þeir ætluðu sér að vinna og að sama skapi er það markmiðið hjá okkur í Fylki. Ekkert meira en það.“ Besta deild karla Fylkir Fram Íslenski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
„Leikurinn leggst bara mjög vel í mig. Þetta verður hörku leikur,“ segir Ragnar Bragi í samtali við Vísi. „Það er flott veður og mér skilst að það verði fullt af fólki á vellinum í dag. Þetta verður bara stemning.“ Það ræðst í dag hvaða lið fellur með Keflavík úr Bestu deildinni. Fyrir leiki dagsins í lokaumferðinni eru fjögur lið: Fram, HK, Fylkir og ÍBV, í fallhættu en viðureign Fylkis og Fram á Wurth-vellinum í Árbænum, er eini leikur dagsins þar sem bæði lið eiga á hættu á að falla. „Þetta er auðvitað bara, eins og flestir vita, bara mjög spennandi,“ segir Ragnar Bragi, aðspurður um hvernig sé að fara inn í svona leik þar sem að allt er undir. „Það er alltaf gaman að taka þátt í leikjum sem skipta miklu máli. Þessi leikur skiptir miklu máli fyrir félagið í heild sinni, okkur sem lið og hverfið sem við erum fulltrúar fyrir. Verkefnið er því mjög spennandi og við erum með þetta í okkar höndum. Það er alltaf þægilegra. Við þurfum ekki að treysta á einhverja aðra en okkur sjálfa. Við erum því algjörlega fókuseraðir á að klára okkar verkefni og þá fer þetta allt vel.“ Sigur í dag tryggir veru Fylkis í deildinni. Jafntefli nægir Fram til þess að tryggja sætið sitt. „Ég á von á þannig leik að bæði lið munu reyna að vinna hann. Fram er í hörku góðri stöðu. Liðið er ekki alveg sloppið við fall en er nánast öruggt. Ég á ekki von á öðru en að þeir, undir stjórn Ragga, muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að vinna leikinn. Við munum gera það sama. Við ætlum að fara inn í þennan leik, setja kraft í hann og ná stjórninni sem fyrst. Vinna þennan leik.“ Einn athyglisverðasti punkturinn við leik liðanna í dag er sú staðreynd að Ragnar Sigurðsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta og uppalinn Fylkismaður, er þjálfari Fram og einnig góður vinur nafna síns Ragnars Braga. „Við Raggi erum góðir vinir og höfum þekkst lengi. Nú er hann náttúrulega bara að þjálfa Fram liðið sitt. Auðvitað er þetta ábyggilega skrýtin staða fyrir hann en sem þjálfari Fram vill hann náttúrulega bara að sitt lið vinni þennan leik. Ef hann fengi hins vegar að velja þá myndi hann held ég velja að eitthvað annað lið en Fylkir og Fram myndi falla. Það verður ábyggilega furðulegt fyrir hann að fara inn í þennan leik en ég veit að hans fókus er á að hans lið klári sitt. En akkúrat sú staðreynd að þið séuð vinir en í sitt hvoru liðinu í dag. Var skrúfað niður í öllum samskiptum ykkar á milli í aðdraganda leiksins? „Nei, nei alls ekkert svoleiðis. Við ræddum aðeins leikinn okkar á milli fyrr í vikunni en ekkert dýpra en það að þeir ætluðu sér að vinna og að sama skapi er það markmiðið hjá okkur í Fylki. Ekkert meira en það.“
Besta deild karla Fylkir Fram Íslenski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira