„Staðan er í einu orði sagt hryllileg“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. október 2023 19:02 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra segir Ísrael hafa fullan rétt til að verja sig fyrir hryðjuverkaárásum Hamas-liða, og raunar bera skyldu til að verja borgara sína. Hún segir þó mikilvægt að ríkið haldi sig innan alþjóðalaga í átökunum. Hundruð hafa látist í átökum eftir árásir Hamas á Ísrael um helgina. „Staðan er í einu orði sagt hryllileg, og þessi hrikalega hryðjuverkaárás alveg ótrúlega grimmileg og hryllileg,“ sagði Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra þegar rætt var við hana í beinni útsendingu í myndveri kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld. Sjá meira: Hamas-liðar segjast tilbúnir til viðræðna Hún telji marga í áfalli vegna stöðunnar, fyrst og síðast fólk á svæðinu. „Ísraelsmenn hafa kláran rétt til að verja sig og beinlínis skyldu til að verja sína borgara. En auðvitað þarf að halda því til haga að Ísrael þarf að halda sig innan alþjóðalaga, og að það eru ákveðnar reglur. Ég geri ráð fyrir því að Ísrael geri meiri kröfur til sjálfs sín í þeim efnum heldur en hryðjuverkasamtök. Stjórnvöld í Ísrael hafa heitið því að svara árásum Hamas af fullum þunga. Það verði meðal annars gert með því að loka fyrir rafmagn, vatn og birgðaflutninga til Gasastrandar. Þórdís Kolbrún segir þær aðgerðir óheimilar. „Aftur skiptir þess vegna máli að tala skýrt í þá veru að réttur Ísraels til að verja sig er algjör,“ sagði Þórdís Kolbrún, og ítrekaði að stjórnvöldum þar í landi bæri skylda til að vernda borgara sína, þó innan alþjóðalaga. Óttast helst stigmögnun „Það sem maður er auðvitað hræddur við er að þetta brjótist enn frekar út. Sem manneskja þá finnur maður til með saklausu fólki beggja vegna landamæra, sem eru á endanum alltaf þau sem helst verða fyrir barðinu á þessu. Þessi árás Hamas var beinlínis fókuseruð á saklausa borgara. Það er ekki mikið lengra sem þú getur gengið í hryllingnum,“ segir Þórdís Kolbrún. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að viðbrögð Ísraela við árásum Hamas liða um helgina kæmu til með að breyta Mið-Austurlöndum til frambúðar. Þórdís Kolbrún segir útlitið verulega svart. „Þetta er að stigmagnast, og inn í þetta koma svo atriði eins og Hezbollah og samhengi við önnur ríki. Aftur, þá held ég að okkur ætti að vera orðið ljóst að spennustigið í heiminum er að aukast. Það eru mjög vondar fréttir fyrir Ísland, þrátt fyrir að við séum hér á miðju hafi með fiska í kringum okkur. Þess vegna skiptir máli að afstaða okkar sé skýr, og við séum þjóð meðal þjóða sem talar fyrir því að alþjóðalög séu virt, landamæri séu virt og lögsaga sé virt. Vegna þess að það er það sem er rétt að gera, og það eru beinir hagsmunir gagnvart íslenskum almenningi og okkur sem fullvalda og sjálfstæðu ríki, sem er ekki heldur hægt að taka sem sjálfsögðum hlut.“ Fyrr í dag var rætt við Þórdísi Kolbrúnu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Heyra má það viðtal í spilaranum hér að neðan. Palestína Ísrael Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
„Staðan er í einu orði sagt hryllileg, og þessi hrikalega hryðjuverkaárás alveg ótrúlega grimmileg og hryllileg,“ sagði Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra þegar rætt var við hana í beinni útsendingu í myndveri kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld. Sjá meira: Hamas-liðar segjast tilbúnir til viðræðna Hún telji marga í áfalli vegna stöðunnar, fyrst og síðast fólk á svæðinu. „Ísraelsmenn hafa kláran rétt til að verja sig og beinlínis skyldu til að verja sína borgara. En auðvitað þarf að halda því til haga að Ísrael þarf að halda sig innan alþjóðalaga, og að það eru ákveðnar reglur. Ég geri ráð fyrir því að Ísrael geri meiri kröfur til sjálfs sín í þeim efnum heldur en hryðjuverkasamtök. Stjórnvöld í Ísrael hafa heitið því að svara árásum Hamas af fullum þunga. Það verði meðal annars gert með því að loka fyrir rafmagn, vatn og birgðaflutninga til Gasastrandar. Þórdís Kolbrún segir þær aðgerðir óheimilar. „Aftur skiptir þess vegna máli að tala skýrt í þá veru að réttur Ísraels til að verja sig er algjör,“ sagði Þórdís Kolbrún, og ítrekaði að stjórnvöldum þar í landi bæri skylda til að vernda borgara sína, þó innan alþjóðalaga. Óttast helst stigmögnun „Það sem maður er auðvitað hræddur við er að þetta brjótist enn frekar út. Sem manneskja þá finnur maður til með saklausu fólki beggja vegna landamæra, sem eru á endanum alltaf þau sem helst verða fyrir barðinu á þessu. Þessi árás Hamas var beinlínis fókuseruð á saklausa borgara. Það er ekki mikið lengra sem þú getur gengið í hryllingnum,“ segir Þórdís Kolbrún. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að viðbrögð Ísraela við árásum Hamas liða um helgina kæmu til með að breyta Mið-Austurlöndum til frambúðar. Þórdís Kolbrún segir útlitið verulega svart. „Þetta er að stigmagnast, og inn í þetta koma svo atriði eins og Hezbollah og samhengi við önnur ríki. Aftur, þá held ég að okkur ætti að vera orðið ljóst að spennustigið í heiminum er að aukast. Það eru mjög vondar fréttir fyrir Ísland, þrátt fyrir að við séum hér á miðju hafi með fiska í kringum okkur. Þess vegna skiptir máli að afstaða okkar sé skýr, og við séum þjóð meðal þjóða sem talar fyrir því að alþjóðalög séu virt, landamæri séu virt og lögsaga sé virt. Vegna þess að það er það sem er rétt að gera, og það eru beinir hagsmunir gagnvart íslenskum almenningi og okkur sem fullvalda og sjálfstæðu ríki, sem er ekki heldur hægt að taka sem sjálfsögðum hlut.“ Fyrr í dag var rætt við Þórdísi Kolbrúnu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Heyra má það viðtal í spilaranum hér að neðan.
Palestína Ísrael Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira