Sádar segja að meira en sjötíu þjóðir styðji það að þeir haldi HM 2034 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2023 06:31 Það er heitt í Sádí Arabíu ekki síst yfir sumartímann. Cristiano Ronaldo reynir að kæla sig niður í leik með Al-Nassr. Getty/MB Media Flest bendir til þess að annað heimsmeistaramót á rúmum áratug verði haldið í hitanum á Arabíuskaganum sem þýðir væntanlega að heimsmeistaramótið verði aftur fært inn á veturinn eins og fyrir tæpu ári síðan. HM fór fram í Katar 2022 og fór fram í nóvember og desember. Nú segja Sádi Arabar að þeir hafi mikinn stuðning á bak við sig að fá að halda HM 2034 í Sádí Arabíu. „Í síðustu viku tilkynntum við um metnað okkar að fá að halda heimsmeistaramóti FIFA árið 2034. Nú tökum við annað skref og tilkynnum formlega um framboð okkar og ætlum að láta drauma okkar fólks rætast,“ sagði Yasser Al Misehal, forseti Knattspyrnusambands Sádí Arabíu, í yfirlýsingu. Saudi Arabia has submitted the Letter of Intent to FIFA for hosting the 2034 FIFA World Cup . Over 70 countries already supporting the bid Deadline to submit bid is October 31, 2023. FIFA World Cup 2034 only open to Asia and Ocenia countries. pic.twitter.com/y1Wk06q5EX— Eric Njiru (@EricNjiiru) October 9, 2023 „Við erum algjörlega staðráðnir að koma með besta framboðið sem mun einnig hjálpa til við að að sameina heiminn í gegnum fótboltann,“ sagði Al Misehal. Hittinn er mikill í Sádí Arabíu yfir sumarið alveg eins og í Katar. Það er því nánast ómögulegt að halda HM á eðlilegum tíma eigi það að fara fram í Sádí Arabíu. Keppnin í Katar er aftur á móti fordæmi fyrir því að færa HM inn á veturinn kalli aðstæðir í gestgjafalandinu á það. Knattspyrnusamband Sádí Arabíu sagði enn fremur að meira en sjötíu meðlimaþjóðir FIFA, frá öllum heimsálfunum, hafi opinberlega lofað þeim stuðningi. Í síðustu viku var ákveðið að HM 2030 fari fram í Marokkó, á Spáni og í Portúgal en opnunarleikir mótsins fara þó fram í Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ til heiðurs hundrað ára afmælis keppninnar. Ástralía hefur einnig sýnt því áhuga að halda keppnina 2034 en það er ljóst að hún mun fara fram í Asíu eða Eyjaálfu. Ástralar voru ekki sáttir við að Knattspyrnusamband Asíu hafi þegar ákveðið að styðja Sádana en ekki þá. Saudi Arabia have officially announced their bid to host the 2034 FIFA World Cup pic.twitter.com/A44rKBJAkL— ESPN FC (@ESPNFC) October 4, 2023 HM 2034 í fótbolta Sádi-Arabía Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
HM fór fram í Katar 2022 og fór fram í nóvember og desember. Nú segja Sádi Arabar að þeir hafi mikinn stuðning á bak við sig að fá að halda HM 2034 í Sádí Arabíu. „Í síðustu viku tilkynntum við um metnað okkar að fá að halda heimsmeistaramóti FIFA árið 2034. Nú tökum við annað skref og tilkynnum formlega um framboð okkar og ætlum að láta drauma okkar fólks rætast,“ sagði Yasser Al Misehal, forseti Knattspyrnusambands Sádí Arabíu, í yfirlýsingu. Saudi Arabia has submitted the Letter of Intent to FIFA for hosting the 2034 FIFA World Cup . Over 70 countries already supporting the bid Deadline to submit bid is October 31, 2023. FIFA World Cup 2034 only open to Asia and Ocenia countries. pic.twitter.com/y1Wk06q5EX— Eric Njiru (@EricNjiiru) October 9, 2023 „Við erum algjörlega staðráðnir að koma með besta framboðið sem mun einnig hjálpa til við að að sameina heiminn í gegnum fótboltann,“ sagði Al Misehal. Hittinn er mikill í Sádí Arabíu yfir sumarið alveg eins og í Katar. Það er því nánast ómögulegt að halda HM á eðlilegum tíma eigi það að fara fram í Sádí Arabíu. Keppnin í Katar er aftur á móti fordæmi fyrir því að færa HM inn á veturinn kalli aðstæðir í gestgjafalandinu á það. Knattspyrnusamband Sádí Arabíu sagði enn fremur að meira en sjötíu meðlimaþjóðir FIFA, frá öllum heimsálfunum, hafi opinberlega lofað þeim stuðningi. Í síðustu viku var ákveðið að HM 2030 fari fram í Marokkó, á Spáni og í Portúgal en opnunarleikir mótsins fara þó fram í Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ til heiðurs hundrað ára afmælis keppninnar. Ástralía hefur einnig sýnt því áhuga að halda keppnina 2034 en það er ljóst að hún mun fara fram í Asíu eða Eyjaálfu. Ástralar voru ekki sáttir við að Knattspyrnusamband Asíu hafi þegar ákveðið að styðja Sádana en ekki þá. Saudi Arabia have officially announced their bid to host the 2034 FIFA World Cup pic.twitter.com/A44rKBJAkL— ESPN FC (@ESPNFC) October 4, 2023
HM 2034 í fótbolta Sádi-Arabía Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira