Vaktin: Ástandið og árásirnar verri en áður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 10. október 2023 21:00 Íbúar Gasastrandarinnar leita í rústum húss. Þeir segja árásir Ísraelsmanna vera verri en áður. AP/Fatima Shbair Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín á Gasaströndinni og ekkert lát er á loftárásum Ísraelsmanna. 2,3 milljónir manna búa á Gasaströndinni, um helmingur er börn. Meira en þúsund Ísraelsmenn og um 900 Palestínumenn hafa verið drepnir. Átökin hófust snemma á laugardagsmorgun þegar Hamas-skamtökin gerðu loftárásir á Ísrael og vígamenn þeirra brutust út um víggirt landamæri strandarinnar og réðust á bæi Ísraelsmanna. Varnarmálaráðherra Ísraels segir að að búið sé að tryggja öryggi í Ísrael og nú sé komið að því að snúa vörn í sókn. Í samtali við hermenn nærri Gasaströndinni hét hann því að svæðið yrði aldrei aftur eins og það var. Ísraelsk stjórnvöld hafa skrúfað fyrir rafmagn og vatn til Gasa og sömuleiðis stöðvað matar- og eldsneytissendingar þangað. Rétt er að geta þess að Ísraelsmenn stjórna nær alfarið allri umferð til og frá svæðinu, bæði úr lofti, landi og sjó. Gasaströndin hefur jafnframt landamæri í suðri að Egyptalandi en Ísraelsmenn hafa hótað að sprengja allar birgðir sem fluttar gætu verið til Gasa í gegn um þau. Hér fyrir neðan má horfa á beina útsendingu Reuters frá Gasaströndinni. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Átökin hófust snemma á laugardagsmorgun þegar Hamas-skamtökin gerðu loftárásir á Ísrael og vígamenn þeirra brutust út um víggirt landamæri strandarinnar og réðust á bæi Ísraelsmanna. Varnarmálaráðherra Ísraels segir að að búið sé að tryggja öryggi í Ísrael og nú sé komið að því að snúa vörn í sókn. Í samtali við hermenn nærri Gasaströndinni hét hann því að svæðið yrði aldrei aftur eins og það var. Ísraelsk stjórnvöld hafa skrúfað fyrir rafmagn og vatn til Gasa og sömuleiðis stöðvað matar- og eldsneytissendingar þangað. Rétt er að geta þess að Ísraelsmenn stjórna nær alfarið allri umferð til og frá svæðinu, bæði úr lofti, landi og sjó. Gasaströndin hefur jafnframt landamæri í suðri að Egyptalandi en Ísraelsmenn hafa hótað að sprengja allar birgðir sem fluttar gætu verið til Gasa í gegn um þau. Hér fyrir neðan má horfa á beina útsendingu Reuters frá Gasaströndinni. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Fleiri fréttir Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Sjá meira