Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um afsögn Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra sem hann tilkynnti um í morgun í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis sem birt var í morgun. 

Í álitinu komst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að Bjarni hafi verið vanhæfur í tengslum við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka í ljósi þess að faðir hans keypti hlut í bankanum.

Við heyrum frá blaðamannafundi Bjarna frá því í morgun og fáum viðbrögð frá forkólfum stjórnarandstöðuflokkanna á þingi. 

Einnig fjöllum við áfram um stöðuna í Ísrael og hin blóðugu átök sem þar geisa og ræðum við Íslendinga sem komu snemma í morgun til landsins eftir að hafa verið staddir í Jerúsalem þegar átökin hófust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×