Grunaðir um að taka upp árás með röri og hömrum Jón Þór Stefánsson skrifar 10. október 2023 22:01 Landsréttur hefur staðfest að lögregla fái heimild til að skoða síma manns sem er grunaður um að eiga þátt í að frelsissvipta og beita mann ofbeldi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness sem gefur lögreglu leyfi til að rannsaka og skoða innihald síma manns sem er grunaður um fólskulega árás. Maðurinn er grunaður um að hafa ásamt öðrum frelsissvipt annan mann og beitt hann margvíslegu ofbeldi. Atvikið sem málið varðar átti sér stað þann 14. ágúst á þessu ári. Brotaþoli hefur lýst árásinni á þann veg að einn árásarmaðurinn hafi boðið sér á rúntinn og hann samþykkt það. Brotaþolinn hafi ætlað að sækja manninn og setið í framsæti bifreiðar sinnar þegar tveir grímuklæddir menn hafi komið inn í bílinn, benslað á honum hendurnar, tekið hann hálstaki og haldið honum niðri og ekið með sig á brott. Járnrör og hamrar vopn mannanna Þá segir brotaþolinn að grímuklæddu mennirnir hafi sagt honum að afklæðast, og þeir hafi tekið skóna hans, úrið, síma og eyrnalokka. Eftir hafi hann staðið á nærbuxunum og þeir lamið hann með járnröri, kúluhamri og venjulegum hamri. Hann segir mennina hafa lamið sig í ristirnar. Síðan hafi hann reynt að skýla fótunum og þá hafi hann fengið högg í andlitið. Þar á eftir hafi þeir sagt honum að fara úr nærbuxunum og mennirnir reynt að stinga járnrörinu í endaþarm hans. Þeir hafi síðan heyrt hávaða og þá hafi komið upp styggð að hópnum og þeir ekið á brott. Með fyrrverandi kærustu eins mannsins Brotaþolinn telji hann árásina skipulagða og tók fram að hún hefði verið tekin upp. Þá segist hann telja að málið snúist um að hann hafi sofið hjá fyrrverandi kærustu eins mannsins. Úrskurður Landsréttar varðar síma manns sem lögregla grunar um að hafa skipulagt árásina og telur hann hafa tekið hana upp á síma. Umræddur maður á að vera þessi fyrrverandi kærasti kærustu brotaþola. Fram kemur að lögregla sé með myndbönd af árásinni undir höndum og hafi sýnt manninum þau í skýrslutöku. Hann sagðist ekki kannast við atvikið og ekki vera einstaklingur hvers rödd heyrist á hljóðrás myndbandsins. Lögregla, sem hefur lagt hald á símann, óskaði eftir aðgangi að símagögnunum vegna þess að hún telur sig hafa rökstuddan grun að hann eigi hlut í máli. Aðgangur að símanum gæti upplýst um hver þáttur hvers aðila væri í málinu. Héraðsdómur féllst á að veita lögreglu heimildina, þrátt fyrir að verjandi mannsins mótmælti því og sagði heimildina of víðtæka. Landsréttur staðfesti síðan úrskurðinn. Dómsmál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað þann 14. ágúst á þessu ári. Brotaþoli hefur lýst árásinni á þann veg að einn árásarmaðurinn hafi boðið sér á rúntinn og hann samþykkt það. Brotaþolinn hafi ætlað að sækja manninn og setið í framsæti bifreiðar sinnar þegar tveir grímuklæddir menn hafi komið inn í bílinn, benslað á honum hendurnar, tekið hann hálstaki og haldið honum niðri og ekið með sig á brott. Járnrör og hamrar vopn mannanna Þá segir brotaþolinn að grímuklæddu mennirnir hafi sagt honum að afklæðast, og þeir hafi tekið skóna hans, úrið, síma og eyrnalokka. Eftir hafi hann staðið á nærbuxunum og þeir lamið hann með járnröri, kúluhamri og venjulegum hamri. Hann segir mennina hafa lamið sig í ristirnar. Síðan hafi hann reynt að skýla fótunum og þá hafi hann fengið högg í andlitið. Þar á eftir hafi þeir sagt honum að fara úr nærbuxunum og mennirnir reynt að stinga járnrörinu í endaþarm hans. Þeir hafi síðan heyrt hávaða og þá hafi komið upp styggð að hópnum og þeir ekið á brott. Með fyrrverandi kærustu eins mannsins Brotaþolinn telji hann árásina skipulagða og tók fram að hún hefði verið tekin upp. Þá segist hann telja að málið snúist um að hann hafi sofið hjá fyrrverandi kærustu eins mannsins. Úrskurður Landsréttar varðar síma manns sem lögregla grunar um að hafa skipulagt árásina og telur hann hafa tekið hana upp á síma. Umræddur maður á að vera þessi fyrrverandi kærasti kærustu brotaþola. Fram kemur að lögregla sé með myndbönd af árásinni undir höndum og hafi sýnt manninum þau í skýrslutöku. Hann sagðist ekki kannast við atvikið og ekki vera einstaklingur hvers rödd heyrist á hljóðrás myndbandsins. Lögregla, sem hefur lagt hald á símann, óskaði eftir aðgangi að símagögnunum vegna þess að hún telur sig hafa rökstuddan grun að hann eigi hlut í máli. Aðgangur að símanum gæti upplýst um hver þáttur hvers aðila væri í málinu. Héraðsdómur féllst á að veita lögreglu heimildina, þrátt fyrir að verjandi mannsins mótmælti því og sagði heimildina of víðtæka. Landsréttur staðfesti síðan úrskurðinn.
Dómsmál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira