Glaður að sjá Gylfa á nýjan leik: „Gott að sjá hann brosa“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2023 07:58 Guðlaugur Victor Pálsson er ánægður með að sjá Gylfa Þór Sigurðsson aftur í landsliðinu. Vísir/Samsett mynd Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, segir liðið vilja svara fyrir „stórslysið“, sem átti sér stað í fyrri leik liðsins gegn Lúxemborg í undankeppni EM, í komandi leik liðanna. Þá segir hann það gefa liðinu mikið að Gylfi Þór Sigurðsson sé mættur aftur í landsliðið. „Ég er búinn að koma mér mjög vel fyrir og þetta hefur farið svona upp og ofan af stað. Við byrjuðum vel en svo er smá bras á okkur núna. En ég hef fulla trú á þessu verkefni. Mér líður vel þarna. Þetta er frábært félag með góðan þjálfara og leikmannahóp. Ég er mjög bjartsýnn,“ sagði Guðlaugur Victor um tíma sinn til þessa hjá belgíska liðinu KAS Eupen og framhaldið þar. Guðlaugur Victor var áður á mála hjá D.C. United, liði Washingtonborgar í Bandaríkjunum og því voru viðbrigðin mikil að skipta yfir til liðs í Belgíu. „Mjög mikil. Að fara frá Washington D.C. og vera núna kominn út í sveit í Belgíu. En það er mjög fínt.“ Klippa: Vilja svara fyrir stórslysið Guðlaugur Victor er ekki eini Íslendingurinn á mála hjá KAS Eupen. Þar má einnig finna landsliðsframherjann Alfreð Finnbogason sem skipti yfir til Belgíu frá Íslendingaliði Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í síðasta leikmannaglugga. „Það er frábært að hafa Alfreð með sér í þessu. Frábært að hann skildi hafa komið. Við erum búnir að vera góðir vinir í mörg ár.“ Framundan eru tveir heimaleikir hjá íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2024. Leikir gegn Lúxemborg og Liechtenstein. Leikurinn við Lúxemborg kemur fyrst og eiga íslensku leikmennirnir harma að hefna eftir 3-1 tap í fyrri leik liðanna. Guðlaugur Victor segir menn vilja svara fyrir þau úrslit í komandi leik liðanna. „Ég sagði það eftir leikinn og segi það bara enn og aftur að þessi leikur var eitt stórslys. Við sýndum það strax í næsta leik, gegn Bosníu, með flottum úrslitum og spilamennsku. Við þurfum að vinna þennan komandi leik gegn Lúxemborg og þurfum að sýna öllum að þetta hafi bara verið slys.“ Það bárust stórtíðindi úr herbúðum liðsins þegar leikmannahópurinn fyrir komandi verkefni var opinberaður. Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti fótboltamaður Íslands frá upphafi, snýr aftur í landsliðið og gæti leikið sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár. Guðlaugur Victor er ánægður með að sjá Gylfa aftur í landsliðinu, hann gefi liðinu mikið. „Gylfi er náttúrulega bara einn af okkar bestu mönnum. Það frábært fyrir hann og frábært fyrir okkur að hann sé kominn aftur. Gylfi gefur okkur ótrúlega mikið innan sem utan vallar. Það er gott að sjá hann inn á knattspyrnuvellinum á nýjan leik. Það er gott að sjá hann brosa, gott að sjá hann í góðum gír.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Belgíski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
„Ég er búinn að koma mér mjög vel fyrir og þetta hefur farið svona upp og ofan af stað. Við byrjuðum vel en svo er smá bras á okkur núna. En ég hef fulla trú á þessu verkefni. Mér líður vel þarna. Þetta er frábært félag með góðan þjálfara og leikmannahóp. Ég er mjög bjartsýnn,“ sagði Guðlaugur Victor um tíma sinn til þessa hjá belgíska liðinu KAS Eupen og framhaldið þar. Guðlaugur Victor var áður á mála hjá D.C. United, liði Washingtonborgar í Bandaríkjunum og því voru viðbrigðin mikil að skipta yfir til liðs í Belgíu. „Mjög mikil. Að fara frá Washington D.C. og vera núna kominn út í sveit í Belgíu. En það er mjög fínt.“ Klippa: Vilja svara fyrir stórslysið Guðlaugur Victor er ekki eini Íslendingurinn á mála hjá KAS Eupen. Þar má einnig finna landsliðsframherjann Alfreð Finnbogason sem skipti yfir til Belgíu frá Íslendingaliði Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í síðasta leikmannaglugga. „Það er frábært að hafa Alfreð með sér í þessu. Frábært að hann skildi hafa komið. Við erum búnir að vera góðir vinir í mörg ár.“ Framundan eru tveir heimaleikir hjá íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2024. Leikir gegn Lúxemborg og Liechtenstein. Leikurinn við Lúxemborg kemur fyrst og eiga íslensku leikmennirnir harma að hefna eftir 3-1 tap í fyrri leik liðanna. Guðlaugur Victor segir menn vilja svara fyrir þau úrslit í komandi leik liðanna. „Ég sagði það eftir leikinn og segi það bara enn og aftur að þessi leikur var eitt stórslys. Við sýndum það strax í næsta leik, gegn Bosníu, með flottum úrslitum og spilamennsku. Við þurfum að vinna þennan komandi leik gegn Lúxemborg og þurfum að sýna öllum að þetta hafi bara verið slys.“ Það bárust stórtíðindi úr herbúðum liðsins þegar leikmannahópurinn fyrir komandi verkefni var opinberaður. Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti fótboltamaður Íslands frá upphafi, snýr aftur í landsliðið og gæti leikið sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár. Guðlaugur Victor er ánægður með að sjá Gylfa aftur í landsliðinu, hann gefi liðinu mikið. „Gylfi er náttúrulega bara einn af okkar bestu mönnum. Það frábært fyrir hann og frábært fyrir okkur að hann sé kominn aftur. Gylfi gefur okkur ótrúlega mikið innan sem utan vallar. Það er gott að sjá hann inn á knattspyrnuvellinum á nýjan leik. Það er gott að sjá hann brosa, gott að sjá hann í góðum gír.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Belgíski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira