Beckham hughreysti Maguire á erfiðri stundu: „Það snerti við mér“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2023 09:31 David Beckham setti sig í samband við Harry Maguire og hughreysti hann Vísir/Samsett mynd Harry Maguire, landsliðsmaður Englands í fótbolta, segist hafa verið djúpt snortinn þegar að enska fótboltagoðsögnin David Beckham setti sig í samband við hann á dögunum og hughreysti hann. Maguire hefur mátt þola mikið aðkast inn á fótboltavellinum og hefur það jafnvel gengið svo langt að stuðningsmenn enska landsliðsins hafa baulað á hann. Í síðasta landsliðsverkefni, í æfingaleik gegn Skotlandi, hæddust þeir svo að honum að tekið var eftir. Undanfarnir mánuðir hafa svo sannarlega verið krefjandi fyrir þennan leikmann enska landsliðsins og Manchester United en á blaðamannafundi, fyrir komandi verkefni enska landsliðsins, greindi Maguire frá því hvernig enska fótboltagoðsögnin David Beckham, hughreysti hann eftir leikinn gegn Skotum fyrir nokkrum vikum síðan. „Hann setti sig í samband við mig, það var virkilega vel gert af honum," sagði Maguire er hann greindi frá því að Beckham hefði hughreyst sig. „Það skpti mig öllu máli. Á mínum yngri árum leit ég mikið upp til hans. Hann var mér fyrirmynd og þetta sýnir bara hversu mikill klassi býr í honum.“ Beckham þekkir það vel á eigin skinni að finna fyrir reiði samlanda sinna í tengslum við enska landsliðið. Eftir að hann var rekinn af velli í 16-liða úrslitum HM 1998 gegn Argentínu, þurfti Beckham að þola mikið og langt aðkast líkt og sést í nýjum heimildarþáttum um feril hans á streymisveitu Netflix. „Hann hefur verið í þessari stöðu sem ég hef fundið mig í upp á síðkastið. Ég horfði á þessa heimildarþætti og trúði ekki mínum eigin augum þegar að ég sá hvað hann þurfti að ganga í gegnum á þessum tíma. Gary Neville (liðsfélagi og vinur Beckham á þeim tíma) talar um það hversu mikilli þrautseigju Beckham býr yfir sem einstaklingur og þá var gott að heyra hlið Beckham á þessu öllu saman.“ En hvað sagði Beckham við Maguire þegar að hann setti sig í samband við kappann? „Hann minnti mig á þann feril sem ég hef átt til dagsins í dag. Stóru stundirnar á mínum ferli. Það snerti við mér. Þegar að maður er að ganga í gegnum erfiða tíma. Þá verður maður að minna sig á þessar góðu og stóru stundir sem maður hefur upplifað. Hvert maður er kominn á sínum ferli, það sem maður hefur gengið í gegnum.“ Enski boltinn Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Maguire hefur mátt þola mikið aðkast inn á fótboltavellinum og hefur það jafnvel gengið svo langt að stuðningsmenn enska landsliðsins hafa baulað á hann. Í síðasta landsliðsverkefni, í æfingaleik gegn Skotlandi, hæddust þeir svo að honum að tekið var eftir. Undanfarnir mánuðir hafa svo sannarlega verið krefjandi fyrir þennan leikmann enska landsliðsins og Manchester United en á blaðamannafundi, fyrir komandi verkefni enska landsliðsins, greindi Maguire frá því hvernig enska fótboltagoðsögnin David Beckham, hughreysti hann eftir leikinn gegn Skotum fyrir nokkrum vikum síðan. „Hann setti sig í samband við mig, það var virkilega vel gert af honum," sagði Maguire er hann greindi frá því að Beckham hefði hughreyst sig. „Það skpti mig öllu máli. Á mínum yngri árum leit ég mikið upp til hans. Hann var mér fyrirmynd og þetta sýnir bara hversu mikill klassi býr í honum.“ Beckham þekkir það vel á eigin skinni að finna fyrir reiði samlanda sinna í tengslum við enska landsliðið. Eftir að hann var rekinn af velli í 16-liða úrslitum HM 1998 gegn Argentínu, þurfti Beckham að þola mikið og langt aðkast líkt og sést í nýjum heimildarþáttum um feril hans á streymisveitu Netflix. „Hann hefur verið í þessari stöðu sem ég hef fundið mig í upp á síðkastið. Ég horfði á þessa heimildarþætti og trúði ekki mínum eigin augum þegar að ég sá hvað hann þurfti að ganga í gegnum á þessum tíma. Gary Neville (liðsfélagi og vinur Beckham á þeim tíma) talar um það hversu mikilli þrautseigju Beckham býr yfir sem einstaklingur og þá var gott að heyra hlið Beckham á þessu öllu saman.“ En hvað sagði Beckham við Maguire þegar að hann setti sig í samband við kappann? „Hann minnti mig á þann feril sem ég hef átt til dagsins í dag. Stóru stundirnar á mínum ferli. Það snerti við mér. Þegar að maður er að ganga í gegnum erfiða tíma. Þá verður maður að minna sig á þessar góðu og stóru stundir sem maður hefur upplifað. Hvert maður er kominn á sínum ferli, það sem maður hefur gengið í gegnum.“
Enski boltinn Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira