„Ég get ekki kvartað yfir neinu“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2023 15:00 Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með íslenska landsliðinu VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ísak Bergmann Jóhannesson kemur fullur sjálfstrausts inn í verkefni með íslenska landsliðinu eftir að hafa fótað sig vel í þýsku B-deildinni með Fortuna Dusseldorf. „Þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum þaðarna í Dusseldorf," segir Ísak Bergmann sem í sumar fór á láni til þýska liðsins. „Ég er búinn að koma mér inn í liðið og hef fengið að spila ótrúlega mikið. Lagt slatta upp af mörkum og langar að fara skora fyrsta markið. Það hefur gengið vel hjá liðinu en við misstum leik niður í jafntefli í síðasta leik. Ég get ekki kvartað yfir neinu. Það hefur gengið mjög vel.“ Ísland á fyrir höndum tvo mikilvæga heimaleiki í undankeppni EM 2024 gegn Lúxemborg og Liechtenstein. Það breytir miklu fyrir Ísak Bergmann að vera spila reglulega nú þegar hann kemur til móts við landsliðið. „Já algjörlega. Maður þekkir það sem fótboltamaður hversu mikið meira skemmtilegra það er að koma inn í landsleikina þegar að maður hefur verið að spila mikið. Þá skiptir það einnig miklu máli upp á flæðið hjá manni. Það að spila reglulega með sínu félagsliði eykur líkurnar á því að maður fái að spila með landsliðinu. Ég er mjög ánægður með að vera spila hverja helgi úti með mínu félagi. Vonandi fæ ég traustið hérna með landsliðinu.“ Hann er spenntur fyrir heimaleikjunum tveimur sem framundan eru hjá íslenska landsliðinu. „Gaman að koma aftur til Íslands og vonandi náum við í sex stig. Þessi riðill hefur verið upp og niður hjá okkur. Höfum reyndar náð fram afar sterkum frammistöðum hér heima á Laugardalsvelli en átt erfiðari kafla í útileikjunum. Við komum bara fullir sjálfstrausts inn í þetta miðað við frammistöður okkar hér heima.“ Stóru fréttirnar varðandi landsliðið þessi dægrin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðið. „Þetta hefur gríðarlega góð áhrif á hópinn," segir Ísak Bergmann um endurkomu Gylfa Þórs. „Sérstaklega okkur ungu strákana. Að læra af honum. Hann býr yfir miklum gæðum og er líklegast besti landsliðsmaðurinn sem við höfum nokkurn tímann átt.“ Viðtalið við Ísak Bergmann í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Ísak Bergmann kemur fullur sjálfstraust inn í landsliðsverkefnið Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
„Þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum þaðarna í Dusseldorf," segir Ísak Bergmann sem í sumar fór á láni til þýska liðsins. „Ég er búinn að koma mér inn í liðið og hef fengið að spila ótrúlega mikið. Lagt slatta upp af mörkum og langar að fara skora fyrsta markið. Það hefur gengið vel hjá liðinu en við misstum leik niður í jafntefli í síðasta leik. Ég get ekki kvartað yfir neinu. Það hefur gengið mjög vel.“ Ísland á fyrir höndum tvo mikilvæga heimaleiki í undankeppni EM 2024 gegn Lúxemborg og Liechtenstein. Það breytir miklu fyrir Ísak Bergmann að vera spila reglulega nú þegar hann kemur til móts við landsliðið. „Já algjörlega. Maður þekkir það sem fótboltamaður hversu mikið meira skemmtilegra það er að koma inn í landsleikina þegar að maður hefur verið að spila mikið. Þá skiptir það einnig miklu máli upp á flæðið hjá manni. Það að spila reglulega með sínu félagsliði eykur líkurnar á því að maður fái að spila með landsliðinu. Ég er mjög ánægður með að vera spila hverja helgi úti með mínu félagi. Vonandi fæ ég traustið hérna með landsliðinu.“ Hann er spenntur fyrir heimaleikjunum tveimur sem framundan eru hjá íslenska landsliðinu. „Gaman að koma aftur til Íslands og vonandi náum við í sex stig. Þessi riðill hefur verið upp og niður hjá okkur. Höfum reyndar náð fram afar sterkum frammistöðum hér heima á Laugardalsvelli en átt erfiðari kafla í útileikjunum. Við komum bara fullir sjálfstrausts inn í þetta miðað við frammistöður okkar hér heima.“ Stóru fréttirnar varðandi landsliðið þessi dægrin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðið. „Þetta hefur gríðarlega góð áhrif á hópinn," segir Ísak Bergmann um endurkomu Gylfa Þórs. „Sérstaklega okkur ungu strákana. Að læra af honum. Hann býr yfir miklum gæðum og er líklegast besti landsliðsmaðurinn sem við höfum nokkurn tímann átt.“ Viðtalið við Ísak Bergmann í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Ísak Bergmann kemur fullur sjálfstraust inn í landsliðsverkefnið
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira