Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Jón Þór Stefánsson skrifar 12. október 2023 14:29 Mohammed Deif er gríðarlega dularfullur. Þó að hann hafi sett mark sitt á söguna þá er lítið vitað um ævi hans. Jafnframt er útlit hans óljóst en þessi mynd er tekin úr sjónvarpsávarpi Hamas-samtakanna árið 2005. Wikimedia Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. Hann er leiðtogi Izz al-Din al-Qassam-flokksins, herskás arms Hamas-samtakanna, og skipulagði árásina sem átti sér stað síðsatliðinn laugardag og hefur orsakað stríðsátökin sem ríkt hafa í Ísrael og á Gasaströndinni síðan. Franski ríkismiðillinn France 24 fjallar um sögu Deif. Þar segir að í ljósi atburða laugardagsins sé ljóst að Ísraelsmenn vilji Deif feigan, og það meira en nokkru sinni fyrr. En á sama tíma þykir líklegt að frægðarljómi hans á Gasaströndinni fari vaxandi. Arfleiðin tryggð „Með þessari aðgerð, sem er sú best heppnaða í sögu palestínskrar andspyrnusögu, hefur hann tryggt að arfleið sín verði í manna minnum um ókomna tíð. Nú getur hann misstigið sig. Ísrael getur myrt hann úr því sem komið er,“ er haft eftir Omri Brinner, sérfræðingi í málefnum Miðausturlanda. Brinner útskýrir að Deif hefur hlotið viðurnefnið „Maðurinn með níu líf“ vegna þess hve vel hann hafi komið sér undan ísraelskum stjórnvöldum um áratugaskeið. Eldflaugaárásir hafa verið áberandi í átökunum frá því um helgina. Þessi ljósmynd er tekin í kringum Gasaströndina í gærkvöldi.EPA Hann hefur verið skilgreindur sem hryðjuverkamaður af Bandaríkjunum frá árinu 2015, og verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjátíu ár, en hann er sagður hafa oft og mörgum sinnum ógnað þjóðaröryggi landsins á þeim tíma. „Árásargirni gagnvart Ísrael helst yfirleitt í hendur við lágar lífslíkur. Það er hreint út sagt ótrúlegt að hann hafi haldið sér á lífi eins lengi og raunin er,“ segir Jacob Eriksson, sérfræðingur í málefnum Ísraels og Palestínu. Lemstraður eftir árás Ísraels Ástæðan fyrir þessu óvænta langlífi Mohammed Deif felst í því hversu vel honum hefur tekist að vera í felum. Til að mynda er fullyrt í grein France 24 að einungis sé til ein ljósmynd af Deif sem hefur litið dagsins ljós. Og sú mynd er tuttugu ára gömul. Hann hefur þó ekki alltaf sloppið óhultur. Deif er sagður hafa misst sjón, handlegg og fótlegg eftir árás Ísraelsmanna árið 2006. Palestínsk mæðgin ganga í rústum á Gasasvæðinu.EPA Þá liggur ekki fyrir hvert raunverulegt nafn hans er, en France 24 útskýrir að Deif þýði í raun og veru gestur. „Það er tilvísun í að hann eyðir aldrei meira en einni nótt á sama stað. Hann er alltaf á flakki til að forðast Ísraelsmenn,“ segir Eriksson. Óljós ævi Aðrar staðreyndir um ævi Deif eru á reiki, en því hefur til að mynda verið haldið fram að hann hafi fæðst á sjöunda áratug síðustu aldar í flóttamannabúðum á Gasaströndinni. Í lok níunda áratugarins hafi hann gengið til liðs við Hamas-samtökin. Hann hafi skipulagt sjálfsmorðssprengjuárás á tíunda áratugnum og í kjölfar morðsins á Yahya Ayyash, sem var einn leiðtoga Hamas, hafi Deif orðið að mikilvægum hlekk innan samtakanna. Sjö mánaða gamall sonur Deif, Ali, og eiginkona hans voru myrt í árás Ísraelsmanna árið 2014. Jarðarför sonarins vakti mikla athygli sökum fréttaljósmynda sem sýndu þegar gengið var með lík barnsins um götur Gasa. Býr ekki á lúxushóteli Mohammed Deif hefur það orð á sér að vilja einungis notast við hernaðarlegar lausnir. Brinner segir að það hafi aukið vinsældir hans á Gasaströndinni. Skoðanakönnun sem gerð hafi verið 2014 hafi bent til þess að hann væri vinsælli en helstu leiðtogar Hamas-samtakanna. Þar spili jafnframt inn í að hann búi á Gasaströndinni, sem er eitthvað sem aðrir leiðtogar Hamas eru ekki þekktir fyrir. Þvert á móti hafi sumir þeirra verið sakaðir um að stýra aðgerðum samtakana frá „lúxushótelum í Katar“. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Óttast að spítalinn breytist í líkhús Átök Ísraela og Hamas-liða héldu áfram í nótt og í morgun. Palestínumenn segja að stærsti spítali Gasasvæðisins verði rafmagnslaus eftir fjóra daga fái þeir ekki eldsneyti til að halda rafstöðvum gangandi. Ákveðin upplýsingaóreiða ríkir vegna átakanna. 12. október 2023 12:28 Segir Gasaströndina hafa verið einangraða vegna ótta við hryðjuverkaógn Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, segir Ísraelsmenn hafa lokað Gasaströndina af, af ótta við hryðjuverkaógn og að allt færi úr böndunum innan ísraelskra landamæra. 10. október 2023 15:57 Fordæmdi tvístígandi þjóðarleiðtoga og hét eilífum stuðningi „Ég stend hér fyrir framan ykkur ekki aðeins sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur einnig sem gyðingur,“ sagði Antony Blinken þegar hann ávarpaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ísraelsku þjóðina á blaðamannafundi fyrir stundu. 12. október 2023 11:53 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Sjá meira
Hann er leiðtogi Izz al-Din al-Qassam-flokksins, herskás arms Hamas-samtakanna, og skipulagði árásina sem átti sér stað síðsatliðinn laugardag og hefur orsakað stríðsátökin sem ríkt hafa í Ísrael og á Gasaströndinni síðan. Franski ríkismiðillinn France 24 fjallar um sögu Deif. Þar segir að í ljósi atburða laugardagsins sé ljóst að Ísraelsmenn vilji Deif feigan, og það meira en nokkru sinni fyrr. En á sama tíma þykir líklegt að frægðarljómi hans á Gasaströndinni fari vaxandi. Arfleiðin tryggð „Með þessari aðgerð, sem er sú best heppnaða í sögu palestínskrar andspyrnusögu, hefur hann tryggt að arfleið sín verði í manna minnum um ókomna tíð. Nú getur hann misstigið sig. Ísrael getur myrt hann úr því sem komið er,“ er haft eftir Omri Brinner, sérfræðingi í málefnum Miðausturlanda. Brinner útskýrir að Deif hefur hlotið viðurnefnið „Maðurinn með níu líf“ vegna þess hve vel hann hafi komið sér undan ísraelskum stjórnvöldum um áratugaskeið. Eldflaugaárásir hafa verið áberandi í átökunum frá því um helgina. Þessi ljósmynd er tekin í kringum Gasaströndina í gærkvöldi.EPA Hann hefur verið skilgreindur sem hryðjuverkamaður af Bandaríkjunum frá árinu 2015, og verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjátíu ár, en hann er sagður hafa oft og mörgum sinnum ógnað þjóðaröryggi landsins á þeim tíma. „Árásargirni gagnvart Ísrael helst yfirleitt í hendur við lágar lífslíkur. Það er hreint út sagt ótrúlegt að hann hafi haldið sér á lífi eins lengi og raunin er,“ segir Jacob Eriksson, sérfræðingur í málefnum Ísraels og Palestínu. Lemstraður eftir árás Ísraels Ástæðan fyrir þessu óvænta langlífi Mohammed Deif felst í því hversu vel honum hefur tekist að vera í felum. Til að mynda er fullyrt í grein France 24 að einungis sé til ein ljósmynd af Deif sem hefur litið dagsins ljós. Og sú mynd er tuttugu ára gömul. Hann hefur þó ekki alltaf sloppið óhultur. Deif er sagður hafa misst sjón, handlegg og fótlegg eftir árás Ísraelsmanna árið 2006. Palestínsk mæðgin ganga í rústum á Gasasvæðinu.EPA Þá liggur ekki fyrir hvert raunverulegt nafn hans er, en France 24 útskýrir að Deif þýði í raun og veru gestur. „Það er tilvísun í að hann eyðir aldrei meira en einni nótt á sama stað. Hann er alltaf á flakki til að forðast Ísraelsmenn,“ segir Eriksson. Óljós ævi Aðrar staðreyndir um ævi Deif eru á reiki, en því hefur til að mynda verið haldið fram að hann hafi fæðst á sjöunda áratug síðustu aldar í flóttamannabúðum á Gasaströndinni. Í lok níunda áratugarins hafi hann gengið til liðs við Hamas-samtökin. Hann hafi skipulagt sjálfsmorðssprengjuárás á tíunda áratugnum og í kjölfar morðsins á Yahya Ayyash, sem var einn leiðtoga Hamas, hafi Deif orðið að mikilvægum hlekk innan samtakanna. Sjö mánaða gamall sonur Deif, Ali, og eiginkona hans voru myrt í árás Ísraelsmanna árið 2014. Jarðarför sonarins vakti mikla athygli sökum fréttaljósmynda sem sýndu þegar gengið var með lík barnsins um götur Gasa. Býr ekki á lúxushóteli Mohammed Deif hefur það orð á sér að vilja einungis notast við hernaðarlegar lausnir. Brinner segir að það hafi aukið vinsældir hans á Gasaströndinni. Skoðanakönnun sem gerð hafi verið 2014 hafi bent til þess að hann væri vinsælli en helstu leiðtogar Hamas-samtakanna. Þar spili jafnframt inn í að hann búi á Gasaströndinni, sem er eitthvað sem aðrir leiðtogar Hamas eru ekki þekktir fyrir. Þvert á móti hafi sumir þeirra verið sakaðir um að stýra aðgerðum samtakana frá „lúxushótelum í Katar“.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Óttast að spítalinn breytist í líkhús Átök Ísraela og Hamas-liða héldu áfram í nótt og í morgun. Palestínumenn segja að stærsti spítali Gasasvæðisins verði rafmagnslaus eftir fjóra daga fái þeir ekki eldsneyti til að halda rafstöðvum gangandi. Ákveðin upplýsingaóreiða ríkir vegna átakanna. 12. október 2023 12:28 Segir Gasaströndina hafa verið einangraða vegna ótta við hryðjuverkaógn Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, segir Ísraelsmenn hafa lokað Gasaströndina af, af ótta við hryðjuverkaógn og að allt færi úr böndunum innan ísraelskra landamæra. 10. október 2023 15:57 Fordæmdi tvístígandi þjóðarleiðtoga og hét eilífum stuðningi „Ég stend hér fyrir framan ykkur ekki aðeins sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur einnig sem gyðingur,“ sagði Antony Blinken þegar hann ávarpaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ísraelsku þjóðina á blaðamannafundi fyrir stundu. 12. október 2023 11:53 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Sjá meira
Óttast að spítalinn breytist í líkhús Átök Ísraela og Hamas-liða héldu áfram í nótt og í morgun. Palestínumenn segja að stærsti spítali Gasasvæðisins verði rafmagnslaus eftir fjóra daga fái þeir ekki eldsneyti til að halda rafstöðvum gangandi. Ákveðin upplýsingaóreiða ríkir vegna átakanna. 12. október 2023 12:28
Segir Gasaströndina hafa verið einangraða vegna ótta við hryðjuverkaógn Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, segir Ísraelsmenn hafa lokað Gasaströndina af, af ótta við hryðjuverkaógn og að allt færi úr böndunum innan ísraelskra landamæra. 10. október 2023 15:57
Fordæmdi tvístígandi þjóðarleiðtoga og hét eilífum stuðningi „Ég stend hér fyrir framan ykkur ekki aðeins sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur einnig sem gyðingur,“ sagði Antony Blinken þegar hann ávarpaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ísraelsku þjóðina á blaðamannafundi fyrir stundu. 12. október 2023 11:53
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent