„Við ætlum að hefna okkar á Lúxemborg. Mæta dýrvitlausir út í þann leik og vinna þá. Þetta verður bara spennandi,“ segir Kolbeinn í aðdraganda landsleiksins mikilvæga á morgun.
Það verði ekki erfitt fyrir leikmenn Íslands að mótivera sig fyrir þann leik eftir 3-1 tap í fyrri leik liðanna úti í Lúxemborg.
„Við erum allir mjög vel mótiveraðir. Tilbúnir í að svara fyrir leikinn úti sem var alls ekki góður af okkar hálfu.“
Kolbeinn spilar mikilvægt hlutverk hjá Íslendingaliði Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni og kemur því í góðu formi inn í landsleikina.
„Ég er mjög sáttur í Lyngby. Þetta er góður staður til að vera á. Ég veit alveg hvað í mér býr. Það er því gott að vera kominn til Lyngby þar sem að ég get sýnt það betur og spilað allar mínútur með liðinu í dönsku úrvalsdeildinni.“
Viðtalið við Kolbein í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:
Leikur Íslands og Lúxemborg verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkan korter í sjö á morgun.