Reyna að umkringja úkraínska hermenn Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2023 22:00 Úkraínskir hermenn að störfum í austurhluta Úkraínu. Getty/Roman Chop Rússneskar hersveitir hafa á undanförnum dögum gert umfangsmiklar árásir við bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Markmið þeirra virðist hafa verið að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í borginni en áhlaupið hefur skilað takmörkuðum árangri hingað til. Herforingjaráð Úkraínu segir hermenn hafa varist tugum áhlaupa Rússa og hefur þessum árásum verið lýstum sem þeim umfangsmestu á þessu svæði, frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar í fyrra. Avdívka er í jaðri Dónetsk-borgar og hefur samkvæmt frétt BBC verið lýst sem hliðinu að Dónetsk, sem er höfuðborg samnefnds héraðs og hefur verið í höndum Rússa frá 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Bærinn hefur því verið í fremstu víglínu frá 2014 og er mjög víggirtur. Þess vegna eru Rússar að reyna að umkringja bæinn og þvinga úkraínska hermenn þar til að gefast upp. Samhliða þessari sókn hafa Rússar gert umfangsmiklar loft- og stórskotaliðsárásir á Avdívka en BBC segir um 1.600 manns enn búa í bænum. Rússar hafa beint sjónum sínum að tveimur þorpum vestan og norðvestan við Avdívka. Forsvarsmenn rússneska hersins segja hermenn sína hafa sótt fram og tekið einhverjar skotgrafir Úkraínumanna. Hér að neðan má sjá grófa mynd af stöðunni við Avdívka eins og hún var í gærkvöldi, samkvæmt bandarísku hugveitunni Institute for the study of war. 2/ Russian forces launched localized attacks towards Avdiivka after intensive artillery preparation in the early hours of Oct. 10, and geolocated footage from Oct 10 & Oct 11 confirms Russia advanced SW of Avdiivka near Sieverne & NW of Avdiivka near Stepove and Krasnohorivka. pic.twitter.com/yfB6KXYvEU— ISW (@TheStudyofWar) October 12, 2023 Í samtali við blaðamann Washington Post segir Vadym Sukharevskyi, yfirmaður í úkraínska hernum, að Rússar hafi sent allt að þrjú stórfylki (e. Brigade) af ferskum hermönnum til að taka þátt í þessari sókn. Hann segir Rússa hafa sótt fram í fylkingum skrið- og bryndreka með stuðningi fótgönguliðs, stórskotaliðs og loftárása. Þá noti Rússar dróna mikið til árása. Árásir Rússa hafa verið fangaðar á myndbönd með drónum en bæði Rússar og Úkraínumenn nota dróna meðal annars til að vakta víglínur og til að stýra stórskotaliðsárásum. Miðað við myndefnið hafa Rússar misst töluvert af hergögnum við Avdívka. #Ukraine: Footage showing a recent Russian attack on Pervomaiske during the ongoing offensive on Avdiivka, #Donetsk Oblast- at least two Russian BMP infantry fighting vehicles and two tanks, including a T-80BVM obr. 2022, were damaged by anti-tank fire and mines. pic.twitter.com/744BxIDiXV— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) October 12, 2023 More footage from the Avdiivka front, including from 2 days ago. The first from Ukraine s 129th Territorial Defense Brigade shows the aftermath of the same T-80BVM tank loss from earlier in my thread. 13/https://t.co/w6lvx0ZW6rhttps://t.co/zo76ubt00Whttps://t.co/Hy3cbVdwWj pic.twitter.com/ZEvyoKKxRs— Rob Lee (@RALee85) October 12, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar útilokaðir úr Ólympíuhreyfingunni Alþjóðaólympíunefndin, IOC, hefur leyst upp starfsemi Ólympíunefndar Rússa og útilokað úr hreyfingunni. Tilkynnt var um þessa ákvörðun eftir fund framkvæmdaráðs nefndarinnar í dag. 12. október 2023 15:02 Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Herforingjaráð Úkraínu segir hermenn hafa varist tugum áhlaupa Rússa og hefur þessum árásum verið lýstum sem þeim umfangsmestu á þessu svæði, frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar í fyrra. Avdívka er í jaðri Dónetsk-borgar og hefur samkvæmt frétt BBC verið lýst sem hliðinu að Dónetsk, sem er höfuðborg samnefnds héraðs og hefur verið í höndum Rússa frá 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Bærinn hefur því verið í fremstu víglínu frá 2014 og er mjög víggirtur. Þess vegna eru Rússar að reyna að umkringja bæinn og þvinga úkraínska hermenn þar til að gefast upp. Samhliða þessari sókn hafa Rússar gert umfangsmiklar loft- og stórskotaliðsárásir á Avdívka en BBC segir um 1.600 manns enn búa í bænum. Rússar hafa beint sjónum sínum að tveimur þorpum vestan og norðvestan við Avdívka. Forsvarsmenn rússneska hersins segja hermenn sína hafa sótt fram og tekið einhverjar skotgrafir Úkraínumanna. Hér að neðan má sjá grófa mynd af stöðunni við Avdívka eins og hún var í gærkvöldi, samkvæmt bandarísku hugveitunni Institute for the study of war. 2/ Russian forces launched localized attacks towards Avdiivka after intensive artillery preparation in the early hours of Oct. 10, and geolocated footage from Oct 10 & Oct 11 confirms Russia advanced SW of Avdiivka near Sieverne & NW of Avdiivka near Stepove and Krasnohorivka. pic.twitter.com/yfB6KXYvEU— ISW (@TheStudyofWar) October 12, 2023 Í samtali við blaðamann Washington Post segir Vadym Sukharevskyi, yfirmaður í úkraínska hernum, að Rússar hafi sent allt að þrjú stórfylki (e. Brigade) af ferskum hermönnum til að taka þátt í þessari sókn. Hann segir Rússa hafa sótt fram í fylkingum skrið- og bryndreka með stuðningi fótgönguliðs, stórskotaliðs og loftárása. Þá noti Rússar dróna mikið til árása. Árásir Rússa hafa verið fangaðar á myndbönd með drónum en bæði Rússar og Úkraínumenn nota dróna meðal annars til að vakta víglínur og til að stýra stórskotaliðsárásum. Miðað við myndefnið hafa Rússar misst töluvert af hergögnum við Avdívka. #Ukraine: Footage showing a recent Russian attack on Pervomaiske during the ongoing offensive on Avdiivka, #Donetsk Oblast- at least two Russian BMP infantry fighting vehicles and two tanks, including a T-80BVM obr. 2022, were damaged by anti-tank fire and mines. pic.twitter.com/744BxIDiXV— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) October 12, 2023 More footage from the Avdiivka front, including from 2 days ago. The first from Ukraine s 129th Territorial Defense Brigade shows the aftermath of the same T-80BVM tank loss from earlier in my thread. 13/https://t.co/w6lvx0ZW6rhttps://t.co/zo76ubt00Whttps://t.co/Hy3cbVdwWj pic.twitter.com/ZEvyoKKxRs— Rob Lee (@RALee85) October 12, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar útilokaðir úr Ólympíuhreyfingunni Alþjóðaólympíunefndin, IOC, hefur leyst upp starfsemi Ólympíunefndar Rússa og útilokað úr hreyfingunni. Tilkynnt var um þessa ákvörðun eftir fund framkvæmdaráðs nefndarinnar í dag. 12. október 2023 15:02 Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Rússar útilokaðir úr Ólympíuhreyfingunni Alþjóðaólympíunefndin, IOC, hefur leyst upp starfsemi Ólympíunefndar Rússa og útilokað úr hreyfingunni. Tilkynnt var um þessa ákvörðun eftir fund framkvæmdaráðs nefndarinnar í dag. 12. október 2023 15:02
Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00