Meistararnir fóru illa með botnliðið Snorri Már Vagnsson skrifar 12. október 2023 20:22 Ríkjandi Stórmeistarar Atlantic unnu afar öruggan sigur er liðið mætti ÍBV í fimmtu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike í kvöld. Leikurinn fór fram á Nuke. ÍBV hóf leikinn í sókn og sigraði fyrstu þrjár lotur leiksins. Atlantic tók sína fyrstu í lotu fjögur og staðan þá 1-3. Hægt og rólega náðu leikmenn Atlantic að vinna sig aftur í leikinn eftir slaka byrjun í vörninni. Í áttundu lotu náði Atlantic loks að jafna leikinn í 4-4. Eftir að jafna missti Atlantic ekki úr takti í fyrri hálfleik, en ÍBV hafði engin svör við vörn Atlantic undir lok fyrri hálfleiks. LeFluff og Brnr toppuðu fellutöflu Atlantic í fyrri hálfleik með 14 og 17 fellur. Staðan í hálfleik: 10-5 Eftir góða byrjun sem rann út í sandinn hjá ÍBV þurftu þeir kraftaverk gegn sókn Atlantic-manna til að eiga möguleika á sigri. Atlantic sýndi þó að sókn þeirra var Eyjamönnum um of og Atlantic sigraði allar lotur seinni hálfleiks. Lokatölur: 16-5. ÍBV situr enn í neðsta sæti deildarinnar án sigurs en Atlantic finnur loks sinn annan sigur á tímabilinu og fer því upp í miðjuslaginn með fjögur stig. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport
Leikurinn fór fram á Nuke. ÍBV hóf leikinn í sókn og sigraði fyrstu þrjár lotur leiksins. Atlantic tók sína fyrstu í lotu fjögur og staðan þá 1-3. Hægt og rólega náðu leikmenn Atlantic að vinna sig aftur í leikinn eftir slaka byrjun í vörninni. Í áttundu lotu náði Atlantic loks að jafna leikinn í 4-4. Eftir að jafna missti Atlantic ekki úr takti í fyrri hálfleik, en ÍBV hafði engin svör við vörn Atlantic undir lok fyrri hálfleiks. LeFluff og Brnr toppuðu fellutöflu Atlantic í fyrri hálfleik með 14 og 17 fellur. Staðan í hálfleik: 10-5 Eftir góða byrjun sem rann út í sandinn hjá ÍBV þurftu þeir kraftaverk gegn sókn Atlantic-manna til að eiga möguleika á sigri. Atlantic sýndi þó að sókn þeirra var Eyjamönnum um of og Atlantic sigraði allar lotur seinni hálfleiks. Lokatölur: 16-5. ÍBV situr enn í neðsta sæti deildarinnar án sigurs en Atlantic finnur loks sinn annan sigur á tímabilinu og fer því upp í miðjuslaginn með fjögur stig.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport