Ten5ion heldur í við toppliðin Snorri Már Vagnsson skrifar 12. október 2023 21:18 Ten5ion heldur enn við í topplið Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike eftir góðan sigur gegn SAGA í kvöld. Leikurinn fór fram á Mirage. Ten5ion hafði alla yfirburði í fyrri hálfleik, en þeir spiluðu þar sóknina meistaralega á Mirage. Pressi, Yzo og Dezt leiddu fellutöflu Ten5ion-manna þar en þeir sigruðu níu af fyrstu tíu lotum leiksins og staðan því 1-9 og Saga-menn töpuðu einvígi eftir einvígi. Leikmenn Saga náðu þó að krafsa nokkrar lotur til baka í lok fyrri hálfleiks, og komu stöðunni í 3-10. Ten5ion lét þó ekki deigan síga og fundu sigurleið að nýju. Ten5ion tók því restina af lotum fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik: 3-12 Saga hafði risastórt verkefni fyrir höndum í seinni hálfleik, en þeir máttu ekki leyfa Ten5ion að taka fleiri en þrjár lotur til að halda líflínu í leiknum. Þá skiptir skammbyssulotan í upphafi hálfleiks miklu máli, en Saga náðu ekki að knýja fram sigur í henni. Slappt gengi Saga hélt áfram í seinni hálfleik þar sem þeir sigruðu aðeins fjórar lotur. Ten5ion tóku því sannfærandi sigur eftir vægast sagt mikla yfirburði gegn leikmönnum Saga. Lokatölur: 7-16 Eftir svekkjandi tap eru Saga enn með aðeins 2 stig og því komnir í næst neðsta sæti deildarinnar. Ten5ion halda sér áfram í toppbaráttunni og jafna Ármann í öðru sæti með 8 stig. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti
Leikurinn fór fram á Mirage. Ten5ion hafði alla yfirburði í fyrri hálfleik, en þeir spiluðu þar sóknina meistaralega á Mirage. Pressi, Yzo og Dezt leiddu fellutöflu Ten5ion-manna þar en þeir sigruðu níu af fyrstu tíu lotum leiksins og staðan því 1-9 og Saga-menn töpuðu einvígi eftir einvígi. Leikmenn Saga náðu þó að krafsa nokkrar lotur til baka í lok fyrri hálfleiks, og komu stöðunni í 3-10. Ten5ion lét þó ekki deigan síga og fundu sigurleið að nýju. Ten5ion tók því restina af lotum fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik: 3-12 Saga hafði risastórt verkefni fyrir höndum í seinni hálfleik, en þeir máttu ekki leyfa Ten5ion að taka fleiri en þrjár lotur til að halda líflínu í leiknum. Þá skiptir skammbyssulotan í upphafi hálfleiks miklu máli, en Saga náðu ekki að knýja fram sigur í henni. Slappt gengi Saga hélt áfram í seinni hálfleik þar sem þeir sigruðu aðeins fjórar lotur. Ten5ion tóku því sannfærandi sigur eftir vægast sagt mikla yfirburði gegn leikmönnum Saga. Lokatölur: 7-16 Eftir svekkjandi tap eru Saga enn með aðeins 2 stig og því komnir í næst neðsta sæti deildarinnar. Ten5ion halda sér áfram í toppbaráttunni og jafna Ármann í öðru sæti með 8 stig.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti