Íbúum og hjálparsamtökum sagt að rýma norðurhluta Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2023 06:36 Maður syrgir barnungan frænda sinn á Al Shifa sjúkrahúsinu eftir árásir Ísraelsmanna á Gasaborg. epa/Mohammed Saber Sameinuðu þjóðirnar segjast hafa fengið viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta svæðisins, það er að segja allt svæðið fyrir norðan Wadi Gaza. Wadi Gaza er á sem skiptir Gasasvæðinu í norður og suður. Rýmingin nær til allrar þjónustu á vegum Sameinuðu þjóðanna, starfsmanna og þeirra sem dvelja í aðstöðu á vegum alþjóðasamtakanna. Talsmaður framkvæmdastjórans António Guterres segir 1,1 milljón manns búa á svæðinu og að rýming muni hafa mannúðarkrísu í för með sér. Skömmu eftir að Sameinuðu þjóðirnar greindu frá rýmingartilskipuninni birti herinn daglegt myndskeið en þar las talsmaður upp yfirlýsingu til íbúa Gasaborgar, þar sem þeir voru hvattir til að rýma öll svæði fyrir norðan Wadi Gaza. Tilskipunin er talin ná til á bilinu 700 þúsund til milljón manna. Hamas-samtökin hafa hvatt íbúa til að hunsa tilskipanirnar og halda sig heima. Á meðan talað var um næstu 24 klukkustundir í tilskipuninni til Sameinuðu þjóðanna fengu íbúar Gasaborgar engin ákveðin tímamörk. Talsmaður hersins sagði menn hins vegar gera sér grein fyrir að rýmingin myndi taka tíma. Þá sagði að Hamas-samtökin ættu í stríði við Ísrael og að liðsmenn þeirra hefðust við í felum meðal íbúa Gasaborgar og væru að nota almenna borgara sem „mannlega skildi“. Á næstu dögum myndi Ísraelsher fara í umfangsmiklar aðgerðir í borginni en freista þess að forða íbúum frá skaða. Anadolu-fréttaveitan segir gríðarlegan fjölda fólks þegar hafa leitað suður erfit til að verða við tilskipuninni. Íbúar séu ráðvilltir og afar hræddir. Margir virðist stefna að Al Shifa-spítalasvæðinu, þar sem fjöldi dvelur fyrir og öll rúm eru þegar full eftir árásir á flóttamannabúðirnar á svæðinu. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Wadi Gaza er á sem skiptir Gasasvæðinu í norður og suður. Rýmingin nær til allrar þjónustu á vegum Sameinuðu þjóðanna, starfsmanna og þeirra sem dvelja í aðstöðu á vegum alþjóðasamtakanna. Talsmaður framkvæmdastjórans António Guterres segir 1,1 milljón manns búa á svæðinu og að rýming muni hafa mannúðarkrísu í för með sér. Skömmu eftir að Sameinuðu þjóðirnar greindu frá rýmingartilskipuninni birti herinn daglegt myndskeið en þar las talsmaður upp yfirlýsingu til íbúa Gasaborgar, þar sem þeir voru hvattir til að rýma öll svæði fyrir norðan Wadi Gaza. Tilskipunin er talin ná til á bilinu 700 þúsund til milljón manna. Hamas-samtökin hafa hvatt íbúa til að hunsa tilskipanirnar og halda sig heima. Á meðan talað var um næstu 24 klukkustundir í tilskipuninni til Sameinuðu þjóðanna fengu íbúar Gasaborgar engin ákveðin tímamörk. Talsmaður hersins sagði menn hins vegar gera sér grein fyrir að rýmingin myndi taka tíma. Þá sagði að Hamas-samtökin ættu í stríði við Ísrael og að liðsmenn þeirra hefðust við í felum meðal íbúa Gasaborgar og væru að nota almenna borgara sem „mannlega skildi“. Á næstu dögum myndi Ísraelsher fara í umfangsmiklar aðgerðir í borginni en freista þess að forða íbúum frá skaða. Anadolu-fréttaveitan segir gríðarlegan fjölda fólks þegar hafa leitað suður erfit til að verða við tilskipuninni. Íbúar séu ráðvilltir og afar hræddir. Margir virðist stefna að Al Shifa-spítalasvæðinu, þar sem fjöldi dvelur fyrir og öll rúm eru þegar full eftir árásir á flóttamannabúðirnar á svæðinu.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira