Nýi fyrirliðinn okkar þakkar þjálfarateyminu fyrir stuðninginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2023 10:01 Sverrir Ingi Ingason er í risastóru hlutverki í íslenska landsliðinu í kvöld. Vísir/Vilhelm Sverrir Ingi Ingason mun leiða íslenska karlalandsliðið í fótbolta í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið mætir Lúxemborg á Laugardalsvellinum en Sverrir hefur verið valinn nýr fyrirliði íslenska liðsins. „Þetta hafa verið góðar æfingar. Við höfum farið yfir það hvað mátti betur fara í leiknum úti í Lúxemborg. Bæði skoðað það á fundunum en líka reynt að taka það með okkur út á æfingasvæðið. Við vitum hvað við þurfum að gera betur. Við erum staðráðnir að sýna ´goða frammistöðu,“ sagði Sverrir Ingi Ingason í samtali við Val Pál Eiríksson. Ekki margir verið að spila í svona Það verða íslenskar aðstæður á leiknum í kvöld. Getur það hjálpað liðinu? „Það verður bara að koma í ljós. Ég held að það séu ekki margir af okkur sem hafa verið að spila í svona veðrum undanfarin ár. Við erum alla vega búnir að æfa í þessu alla vikuna en það mikilvægasta í þessu er að við sýnum góða frammistöðu og náum að vinna leikinn,“ sagði Sverrir. „Við vonum bara að veðrið verði eins gott og mögulegt er en ef að það verður ekki þannig þá þurfum við bara að aðlagast því,“ sagði Sverrir. Sverrir missti af fyrri leiknum sem tapaðist út í Lúxemborg. Hvernig var fyrir hann að horfa upp á það tap? Erfitt að horfa upp á leikinn í Lúxemborg „Það var vissulega erfitt. Aldrei gaman að sjá liðið tapa en við vitum það að það býr miklu meira í íslenska liðinu heldur en við sýndum í þeim leik. Þeir sýndu það á móti Bosníu þegar þeir komu til baka með mikinn karakter og unnu þann leik. Stefnan er að byggja ofan á þann leik og ná þessum stöðugleika með nokkrum góðum frammistöðu í röð. Reyna að sækja eins marga sigra og við mögulega getum,“ sagði Sverrir. „Við reynum að fókusa á sjálfa okkur. Við vitum klárlega að við getum gert betur en í fyrri leiknum á móti Lúxemborg og ætlum okkur að gera það á morgun (í kvöld). Við erum aðallega að reyna að fókusa á sjálfa okkur. Við erum á heimavelli og förum klárlega inn í leikinn með því hugarfari að vinna hann,“ sagði Sverrir. Ekki byrjað leik með bandið Sverrir fær bandið en hefur hann verið með fyrirliðabandið áður hjá landsliðinu. „Ég hef ekki byrjað leik með bandið og það verður bara upplifun. Þetta er út af fjarveru Arons en auðvitað viljum við hafa hann inn á vellinum. Hann er bara að koma til baka úr meiðslum en getur vonandi hjálpað liðinu á morgun (í kvöld),“ sagði Sverrir. „Þetta er vissulega mikill heiður fyrir mig. Ég vil þakka þjálfararteyminu fyrir að sýna mér þann stuðning að þeir haldi að ég geti leitt liðið. Ég mun bara reyna að gera mitt besta og hjálpa liðinu á vellinum. Það mikilvægasta er að við sýnum góða frammistöðu og náum að vinna þennan leik,“ sagði Sverrir. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Íslands og Lúxemborg verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkan korter í sjö í kvöld. Klippa: Sverrir: Það verður upplifun að byrja með bandið EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Sjá meira
„Þetta hafa verið góðar æfingar. Við höfum farið yfir það hvað mátti betur fara í leiknum úti í Lúxemborg. Bæði skoðað það á fundunum en líka reynt að taka það með okkur út á æfingasvæðið. Við vitum hvað við þurfum að gera betur. Við erum staðráðnir að sýna ´goða frammistöðu,“ sagði Sverrir Ingi Ingason í samtali við Val Pál Eiríksson. Ekki margir verið að spila í svona Það verða íslenskar aðstæður á leiknum í kvöld. Getur það hjálpað liðinu? „Það verður bara að koma í ljós. Ég held að það séu ekki margir af okkur sem hafa verið að spila í svona veðrum undanfarin ár. Við erum alla vega búnir að æfa í þessu alla vikuna en það mikilvægasta í þessu er að við sýnum góða frammistöðu og náum að vinna leikinn,“ sagði Sverrir. „Við vonum bara að veðrið verði eins gott og mögulegt er en ef að það verður ekki þannig þá þurfum við bara að aðlagast því,“ sagði Sverrir. Sverrir missti af fyrri leiknum sem tapaðist út í Lúxemborg. Hvernig var fyrir hann að horfa upp á það tap? Erfitt að horfa upp á leikinn í Lúxemborg „Það var vissulega erfitt. Aldrei gaman að sjá liðið tapa en við vitum það að það býr miklu meira í íslenska liðinu heldur en við sýndum í þeim leik. Þeir sýndu það á móti Bosníu þegar þeir komu til baka með mikinn karakter og unnu þann leik. Stefnan er að byggja ofan á þann leik og ná þessum stöðugleika með nokkrum góðum frammistöðu í röð. Reyna að sækja eins marga sigra og við mögulega getum,“ sagði Sverrir. „Við reynum að fókusa á sjálfa okkur. Við vitum klárlega að við getum gert betur en í fyrri leiknum á móti Lúxemborg og ætlum okkur að gera það á morgun (í kvöld). Við erum aðallega að reyna að fókusa á sjálfa okkur. Við erum á heimavelli og förum klárlega inn í leikinn með því hugarfari að vinna hann,“ sagði Sverrir. Ekki byrjað leik með bandið Sverrir fær bandið en hefur hann verið með fyrirliðabandið áður hjá landsliðinu. „Ég hef ekki byrjað leik með bandið og það verður bara upplifun. Þetta er út af fjarveru Arons en auðvitað viljum við hafa hann inn á vellinum. Hann er bara að koma til baka úr meiðslum en getur vonandi hjálpað liðinu á morgun (í kvöld),“ sagði Sverrir. „Þetta er vissulega mikill heiður fyrir mig. Ég vil þakka þjálfararteyminu fyrir að sýna mér þann stuðning að þeir haldi að ég geti leitt liðið. Ég mun bara reyna að gera mitt besta og hjálpa liðinu á vellinum. Það mikilvægasta er að við sýnum góða frammistöðu og náum að vinna þennan leik,“ sagði Sverrir. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Íslands og Lúxemborg verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkan korter í sjö í kvöld. Klippa: Sverrir: Það verður upplifun að byrja með bandið
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Sjá meira