Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2023 08:11 Þessi göng lágu frá Gasa til Ísrael en voru eyðilögð af Ísraelsher árið 2018. epa/Jack Guez Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. „Hugsið Gasa sem eitt lag fyrir almenna borgara og annað fyrir Hamas. Það sem við erum að gera er að reyna að komast að þessu öðru lagi sem Hamas hefur byggt upp,“ segir talsmaður Ísraelshers í myndskeiði sem var birt í gær. „Þetta eru ekki byrgi fyrir almenna borgara Gasa. Þetta er bara fyrir Hamas og aðra hryðjuverkamenn svo þeir geti haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, skipuleggja aðgerðir og senda hryðjuverkamenn inn í Ísrael,“ sagði talsmaðurinn. Ísraelsmenn tala um „Gasa-neðanjarðarkerfið“. Samkvæmt BBC er erfitt að leggja mat á umfang neðanjarðargangana en árið 2021 sagðist Ísraelsher hafa eyðilagt meira en 100 kílómetra af göngum í loftárásum. Hamas-liðar svöruðu hins vegar og sögðu kerfið 500 kílómetra að lengd og að Ísraelsmenn hefðu aðeins náð að eyðileggja um fimm prósent kerfisins. Gangasmíðarnar hófust áður en Ísraelsmenn drógu herlið sitt og landnema burt frá svæðinu árið 2005 en aukinn kraftur var settur í þær eftir að Hamas tók völdin á svæðinu tveimur árum síðar. Vígamenn Islamic Jihad í göngum undir Gasa.Getty/Anadolu/Ashraf Amra Liggja frá moskum, skólum og heimilum Þegar mest var voru næstum 2.500 gögn notuð til að smygla gögnum frá Egyptalandi, þar á meðal vopnum og eldsneyti. Göngin voru minna notuð eftir 2010, þegar Ísraelar hófu að leyfa birgðaflutninga yfir landamörkin og þá eyðilögðu Egyptar göngin með því að fylla þau eða eyðileggja. Hamas-liðar hófu hins vegar að grafa göng undir landamörkin til Ísrael til að gera árásir og árið 2013 uppgötvaði Ísraelsher 1,6 kílómetra löng steypt göng sem lágu frá Gasa og komu upp í þéttbýliskjarna Ísraelsmegin. Daphné Richemond-Barak, sérfræðingur við Reichman University í Ísrael, segir göngin sem liggja undir landamörkin yfirleitt illa gerð og notuð einu sinni. Göngin undir Gasa séu allt annars eðlis; þau séu byggð fyrir reglulega notkun. Þau göng séu notuð til að komast til og frá, sem boðleiðir fyrir samskipti. Þau séu jafnvel mannhæðarhá og um þau liggi rafmagn og stundum lestarteinar. Þar sé einnig að finna stjórnstöðvar. Göngin liggja á allt að 30 metra dýpi og koma upp í moskum, skólum og á heimilum. Bygging þeirra er sögð hafa komið harkalega niður á íbúum Gasa en þau hafi verið kostuð með fjármunum sem hafi verið ætlaðir í neyðaraðstoð til handa almennum borgurum. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC um göngin. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
„Hugsið Gasa sem eitt lag fyrir almenna borgara og annað fyrir Hamas. Það sem við erum að gera er að reyna að komast að þessu öðru lagi sem Hamas hefur byggt upp,“ segir talsmaður Ísraelshers í myndskeiði sem var birt í gær. „Þetta eru ekki byrgi fyrir almenna borgara Gasa. Þetta er bara fyrir Hamas og aðra hryðjuverkamenn svo þeir geti haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, skipuleggja aðgerðir og senda hryðjuverkamenn inn í Ísrael,“ sagði talsmaðurinn. Ísraelsmenn tala um „Gasa-neðanjarðarkerfið“. Samkvæmt BBC er erfitt að leggja mat á umfang neðanjarðargangana en árið 2021 sagðist Ísraelsher hafa eyðilagt meira en 100 kílómetra af göngum í loftárásum. Hamas-liðar svöruðu hins vegar og sögðu kerfið 500 kílómetra að lengd og að Ísraelsmenn hefðu aðeins náð að eyðileggja um fimm prósent kerfisins. Gangasmíðarnar hófust áður en Ísraelsmenn drógu herlið sitt og landnema burt frá svæðinu árið 2005 en aukinn kraftur var settur í þær eftir að Hamas tók völdin á svæðinu tveimur árum síðar. Vígamenn Islamic Jihad í göngum undir Gasa.Getty/Anadolu/Ashraf Amra Liggja frá moskum, skólum og heimilum Þegar mest var voru næstum 2.500 gögn notuð til að smygla gögnum frá Egyptalandi, þar á meðal vopnum og eldsneyti. Göngin voru minna notuð eftir 2010, þegar Ísraelar hófu að leyfa birgðaflutninga yfir landamörkin og þá eyðilögðu Egyptar göngin með því að fylla þau eða eyðileggja. Hamas-liðar hófu hins vegar að grafa göng undir landamörkin til Ísrael til að gera árásir og árið 2013 uppgötvaði Ísraelsher 1,6 kílómetra löng steypt göng sem lágu frá Gasa og komu upp í þéttbýliskjarna Ísraelsmegin. Daphné Richemond-Barak, sérfræðingur við Reichman University í Ísrael, segir göngin sem liggja undir landamörkin yfirleitt illa gerð og notuð einu sinni. Göngin undir Gasa séu allt annars eðlis; þau séu byggð fyrir reglulega notkun. Þau göng séu notuð til að komast til og frá, sem boðleiðir fyrir samskipti. Þau séu jafnvel mannhæðarhá og um þau liggi rafmagn og stundum lestarteinar. Þar sé einnig að finna stjórnstöðvar. Göngin liggja á allt að 30 metra dýpi og koma upp í moskum, skólum og á heimilum. Bygging þeirra er sögð hafa komið harkalega niður á íbúum Gasa en þau hafi verið kostuð með fjármunum sem hafi verið ætlaðir í neyðaraðstoð til handa almennum borgurum. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC um göngin.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira