Bubbi hitti gerandann sinn: „Ég fór út í bíl og grét“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. október 2023 09:52 Bubbi ræðir meðal annars um áföllin í æsku, tónlistina og steranotkun eftir sextugt í nýjasta hlaðvarpsþætti Snorra Björnssonar. Vilhelm Gunnarsson Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens öðlaðist nýtt líf í fyrra eftir að hann hitti geranda sinn og ákvað að fyrirgefa honum. Til þessa hefur líf hans litast mjög af áfallinu. „Ég er misnotaður fjórtán ára og ég hitti gerandann 66 ára. Ég fæ hann til að mæta mér hjá þerapistanum mínum þar sem hann hafði neitað öllu (áður),“ segir Bubbi í nýjasta hlaðvarpsþætti Snorra Björnssonar. Í þættinum segir Bubbi frá því hvernig áfallið litaði samskipti hans við kvenfólk frá því hann var ungur maður. „Nánd mín við kvenfólk hún var ekki til. Ég átti enga nánd. En ég gat sofið endalaust hjá stelpum. Um leið og það var nánd var þessi einstaklingur á milli okkar,“ segir Bubbi. Hann segir geranda sinn hafa játað brot sín sem hann hafði áður neitað, og beðið hann afsökunar. „Mér er alveg sama um það,“ segir Bubbi. Afsökunarbeiðnin hafi engu skipt. „En ég fyrirgaf honum og um leið og ég gerði það fór ég heill út. Ég fór út í bíl að gráta, ég var bara heill og líf mitt hefur breyst eftir það,“ segir Bubbi. Viðtalið við Bubba má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bubbi hefur áður snert á kynferðisbrotinu sem hann varð fyrir. Hann ræddi það í viðtali við Loga Bergmann á Símanum árið 2018. „Að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi markar viðkomandi það sem eftir er. Ég tala nú ekki um ef þú nærð ekki að vinna úr því eða gera eitthvað í þínum málum. Vegna þess að þetta markaði öll samskipti mín við konur. Þetta markaði öll samskipti mín við fólk almennt. Þetta eyðilagði samband mitt við sjálfan mig,“ sagði Bubbi. Hann sagði svo stuttlega frá fundi sínum með gerandanum á Twitter í fyrra. „Það var ótrúlegur léttir og góð tilfinning þegar gerandi minn viðurkenndi brot sín fyrir framan mig við áttum samtal með fagaðila öll þessi reiði sársauki sem hafði litað lífið er horfinn ég varð loksins frjáls,“ sagði Bubbi á Twitter, núna X, í febrúar 2022. Eitraði framtíðina Bubbi gaf út ljóðabókina Rof árið 2018. Þar orti Bubbi um kynferðislegu misnotkunina. Í fyrsta ljóði bókarinnar nefnir hann áfallið sem læddist inní drauminneitraði framtíðinahvarf útí myrkriðmeð æskublómið Bubbi ræddi ofbeldið og ljóðin í viðtali við Fréttablaðið árið 2018. „Þegar upp er staðið held ég að öll skáld yrki um innra líf sitt. Meira að segja Halldór Kiljan þótt hann segðist frábiðja sé slíkt. Þessi ljóð tóku af mér ráðin,“ sagði Bubbi. „Ég var að vinna úr æsku minni og áföllum með aðstoð leiðsögumanns og við vorum að fara yfir lífshlaup mitt. Ég átti erfitt með að festa niður ákveðna hluti, þannig að ég punktaði hjá mér það sem ég ætlaði að tala um. Þessir punktar urðu að ljóðum. Svo hugsaði ég með mér: Láttu bara vaða! Þannig að nú eru ljóðin komin í ljóðabók. Án þess að ég sé að setja það í stórkostlegan fókus finnst mér þessi bók eiga erindi til annarra karlmanna. Karlmenn hafa ekki mikið verið að ræða kynferðislegt ofbeldi sem þeir verða fyrir.“ Bubbi vildi ekki ræða geranda sinn á þeim tíma, frekar en nú. „Nafn hans skiptir í rauninni ekki máli eða hvaðan hann kom. Hins vegar breytti þetta lífi mínu og það svo sterklega að í rauninni var ég aldrei einn. Eins og segir í ljóðinu Ánauð: Við vorum alltaf tveir.“ Hann sagðist ekki hata manninn. „Nei. Ég er hins vegar búinn að skila honum skömminni. Í bókinni er ljóð sem heitir Staðreynd og er upptalning á staðreyndum og endar á: Aðeins eitt prósent viðurkennir verknaðinn.Ljóðin í bókinni segja þessa sögu á frekar skýran máta. Það skiptir hins vegar gríðarlega miklu máli að til er lausn við áföllum eins og þessum. Það er hægt að vinna sig út úr þeim með hjálp fagaðila. Með því móti brýtur maður hlekki og verður frjáls. Það er aldrei of seint. Lífið er of merkilegt og dásamlegt til þess að maður gefi því ekki öll möguleg tækifæri og leggi sig fram við að finna kjarnann sinn og lifa í heiðarleika gagnvart sjálfum sér.“ Hann sagðist loksins frjáls frá því atburðirnir gerðust. „Þetta er súrrealískt, að vera frjáls gagnvart einhverju sem hefur haldið þér í fjötrum svo lengi en um leið stórkostleg reynsla. Ameríkaninn segir: It is never too late to have a happy childhood. Fyrir mér var gríðarleg opinberun að skilja að það er aldrei of seint að eignast hamingjuríka æsku. Ég er ekki að segja að líf mitt hafi að öllu leyti verið hörmung. Hins vegar má segja að ég og einhvers konar ógæfa höfum bundist í bandalag. Þessi ógæfa varð um leið styrkur minn vegna þess að ég lifði hana af, en um leið skerti hún lífsgæði mín verulega. Þar af leiðandi er ég afskaplega þakklátur fyrir að vera loksins laus við kenginn sem hefur plagað mig nánast frá því ég var lítill strákur.Lykillinn að velsæld vitundarinnar er sjálfskærleikur, og eins og segir í bókinni: það er aldrei of seintað byrja að elska sjálfan sig Kynferðisofbeldi Tónlist Tengdar fréttir Ópíóíðafaraldurinn hugleikinn Bubba á nýrri plötu Bubbi Morthens gefur út nýja plötu á miðnætti, Ljós og skuggar. Plötuna vann hann með Magnúsi Jóhanni og Hafsteini Þráinssyni. Hann segir lögin þung og dökk og fjalli um fíkn, ást og missi. 12. október 2023 21:52 Mikið um dýrðir á 200. sýningunni á Níu lífum Sérstök hátíðahöld voru í Borgarleikhúsinu síðastliðinn sunnudag en þá var 200. sýningin á Níu lífum. Af því tilefni var forsalurinn skreyttur og öllum gestum boðið upp á fordrykk auk þess sem Una Torfadóttir tók Bubbalög og lék á píanó fyrir sýninguna. 4. október 2023 11:58 „Stærsta ævintýri lífs míns“ Söngleikurinn Níu líf hefur slegið nýtt met í sögu Borgarleikhússins en síðustu helgi fór fjöldi gesta yfir 105 þúsund. Leikstjóri og höfundur verksins, Ólafur Egill Egilsson segir heillastjörnu hafa fylgt sýningunni frá upphafi. 7. september 2023 20:01 Mest lesið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Sjá meira
„Ég er misnotaður fjórtán ára og ég hitti gerandann 66 ára. Ég fæ hann til að mæta mér hjá þerapistanum mínum þar sem hann hafði neitað öllu (áður),“ segir Bubbi í nýjasta hlaðvarpsþætti Snorra Björnssonar. Í þættinum segir Bubbi frá því hvernig áfallið litaði samskipti hans við kvenfólk frá því hann var ungur maður. „Nánd mín við kvenfólk hún var ekki til. Ég átti enga nánd. En ég gat sofið endalaust hjá stelpum. Um leið og það var nánd var þessi einstaklingur á milli okkar,“ segir Bubbi. Hann segir geranda sinn hafa játað brot sín sem hann hafði áður neitað, og beðið hann afsökunar. „Mér er alveg sama um það,“ segir Bubbi. Afsökunarbeiðnin hafi engu skipt. „En ég fyrirgaf honum og um leið og ég gerði það fór ég heill út. Ég fór út í bíl að gráta, ég var bara heill og líf mitt hefur breyst eftir það,“ segir Bubbi. Viðtalið við Bubba má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bubbi hefur áður snert á kynferðisbrotinu sem hann varð fyrir. Hann ræddi það í viðtali við Loga Bergmann á Símanum árið 2018. „Að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi markar viðkomandi það sem eftir er. Ég tala nú ekki um ef þú nærð ekki að vinna úr því eða gera eitthvað í þínum málum. Vegna þess að þetta markaði öll samskipti mín við konur. Þetta markaði öll samskipti mín við fólk almennt. Þetta eyðilagði samband mitt við sjálfan mig,“ sagði Bubbi. Hann sagði svo stuttlega frá fundi sínum með gerandanum á Twitter í fyrra. „Það var ótrúlegur léttir og góð tilfinning þegar gerandi minn viðurkenndi brot sín fyrir framan mig við áttum samtal með fagaðila öll þessi reiði sársauki sem hafði litað lífið er horfinn ég varð loksins frjáls,“ sagði Bubbi á Twitter, núna X, í febrúar 2022. Eitraði framtíðina Bubbi gaf út ljóðabókina Rof árið 2018. Þar orti Bubbi um kynferðislegu misnotkunina. Í fyrsta ljóði bókarinnar nefnir hann áfallið sem læddist inní drauminneitraði framtíðinahvarf útí myrkriðmeð æskublómið Bubbi ræddi ofbeldið og ljóðin í viðtali við Fréttablaðið árið 2018. „Þegar upp er staðið held ég að öll skáld yrki um innra líf sitt. Meira að segja Halldór Kiljan þótt hann segðist frábiðja sé slíkt. Þessi ljóð tóku af mér ráðin,“ sagði Bubbi. „Ég var að vinna úr æsku minni og áföllum með aðstoð leiðsögumanns og við vorum að fara yfir lífshlaup mitt. Ég átti erfitt með að festa niður ákveðna hluti, þannig að ég punktaði hjá mér það sem ég ætlaði að tala um. Þessir punktar urðu að ljóðum. Svo hugsaði ég með mér: Láttu bara vaða! Þannig að nú eru ljóðin komin í ljóðabók. Án þess að ég sé að setja það í stórkostlegan fókus finnst mér þessi bók eiga erindi til annarra karlmanna. Karlmenn hafa ekki mikið verið að ræða kynferðislegt ofbeldi sem þeir verða fyrir.“ Bubbi vildi ekki ræða geranda sinn á þeim tíma, frekar en nú. „Nafn hans skiptir í rauninni ekki máli eða hvaðan hann kom. Hins vegar breytti þetta lífi mínu og það svo sterklega að í rauninni var ég aldrei einn. Eins og segir í ljóðinu Ánauð: Við vorum alltaf tveir.“ Hann sagðist ekki hata manninn. „Nei. Ég er hins vegar búinn að skila honum skömminni. Í bókinni er ljóð sem heitir Staðreynd og er upptalning á staðreyndum og endar á: Aðeins eitt prósent viðurkennir verknaðinn.Ljóðin í bókinni segja þessa sögu á frekar skýran máta. Það skiptir hins vegar gríðarlega miklu máli að til er lausn við áföllum eins og þessum. Það er hægt að vinna sig út úr þeim með hjálp fagaðila. Með því móti brýtur maður hlekki og verður frjáls. Það er aldrei of seint. Lífið er of merkilegt og dásamlegt til þess að maður gefi því ekki öll möguleg tækifæri og leggi sig fram við að finna kjarnann sinn og lifa í heiðarleika gagnvart sjálfum sér.“ Hann sagðist loksins frjáls frá því atburðirnir gerðust. „Þetta er súrrealískt, að vera frjáls gagnvart einhverju sem hefur haldið þér í fjötrum svo lengi en um leið stórkostleg reynsla. Ameríkaninn segir: It is never too late to have a happy childhood. Fyrir mér var gríðarleg opinberun að skilja að það er aldrei of seint að eignast hamingjuríka æsku. Ég er ekki að segja að líf mitt hafi að öllu leyti verið hörmung. Hins vegar má segja að ég og einhvers konar ógæfa höfum bundist í bandalag. Þessi ógæfa varð um leið styrkur minn vegna þess að ég lifði hana af, en um leið skerti hún lífsgæði mín verulega. Þar af leiðandi er ég afskaplega þakklátur fyrir að vera loksins laus við kenginn sem hefur plagað mig nánast frá því ég var lítill strákur.Lykillinn að velsæld vitundarinnar er sjálfskærleikur, og eins og segir í bókinni: það er aldrei of seintað byrja að elska sjálfan sig
Kynferðisofbeldi Tónlist Tengdar fréttir Ópíóíðafaraldurinn hugleikinn Bubba á nýrri plötu Bubbi Morthens gefur út nýja plötu á miðnætti, Ljós og skuggar. Plötuna vann hann með Magnúsi Jóhanni og Hafsteini Þráinssyni. Hann segir lögin þung og dökk og fjalli um fíkn, ást og missi. 12. október 2023 21:52 Mikið um dýrðir á 200. sýningunni á Níu lífum Sérstök hátíðahöld voru í Borgarleikhúsinu síðastliðinn sunnudag en þá var 200. sýningin á Níu lífum. Af því tilefni var forsalurinn skreyttur og öllum gestum boðið upp á fordrykk auk þess sem Una Torfadóttir tók Bubbalög og lék á píanó fyrir sýninguna. 4. október 2023 11:58 „Stærsta ævintýri lífs míns“ Söngleikurinn Níu líf hefur slegið nýtt met í sögu Borgarleikhússins en síðustu helgi fór fjöldi gesta yfir 105 þúsund. Leikstjóri og höfundur verksins, Ólafur Egill Egilsson segir heillastjörnu hafa fylgt sýningunni frá upphafi. 7. september 2023 20:01 Mest lesið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Sjá meira
Ópíóíðafaraldurinn hugleikinn Bubba á nýrri plötu Bubbi Morthens gefur út nýja plötu á miðnætti, Ljós og skuggar. Plötuna vann hann með Magnúsi Jóhanni og Hafsteini Þráinssyni. Hann segir lögin þung og dökk og fjalli um fíkn, ást og missi. 12. október 2023 21:52
Mikið um dýrðir á 200. sýningunni á Níu lífum Sérstök hátíðahöld voru í Borgarleikhúsinu síðastliðinn sunnudag en þá var 200. sýningin á Níu lífum. Af því tilefni var forsalurinn skreyttur og öllum gestum boðið upp á fordrykk auk þess sem Una Torfadóttir tók Bubbalög og lék á píanó fyrir sýninguna. 4. október 2023 11:58
„Stærsta ævintýri lífs míns“ Söngleikurinn Níu líf hefur slegið nýtt met í sögu Borgarleikhússins en síðustu helgi fór fjöldi gesta yfir 105 þúsund. Leikstjóri og höfundur verksins, Ólafur Egill Egilsson segir heillastjörnu hafa fylgt sýningunni frá upphafi. 7. september 2023 20:01
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning