„Tvískinnungur“ að fordæma stríðsglæpi Rússa en ekki Ísraelsmanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2023 20:53 Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir ekki hægt að deila um að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gasaströndinni af Ísraelsmönnum. Vísir/Arnar Lögmaður, sem hefur sérhæft sig í mannréttindum, segir allt stefna í þjóðernishreinsanir eða jafnvel þjóðarmorð á Gasaströndinni. Vestræn stjórnvöld sýni tvískinnung með því að hlaupa upp til handa og fóta til að fordæma stríðsglæpi Rússa en ekki Ísraela. „Ísraelsmenn hafa ekki virt alþjóðalög í samskiptum sínum við Palestínumenn. Fyrir því eru dómar alþjóðadómstóla og aðrar heimildir. Þetta geta þeir gert vegna þess að þeir eru í skjóli Bandaríkjamanna,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður. Ísraelsmenn hafa lokað á rafmagn og vatn til Gasastrandarinnar og þar að auki lokað landamærastöðvum sínum alveg þannig að hvorki fer þangað matur eða eldsneyti, né fólk til eða frá ströndinni. „Að svelta þá til bana eða uppgjafar er stríðsglæpur, það fer ekki á milli mála,“ segir Ragnar. Minnst níu starfsmenn sameinuðu þjóðanna og nokkrir starfsmenn Rauða hálfmánans hafa verið drepnir í árásum Ísrael á Gasaströndina í dag. Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis vildi ekki svara því í viðtali við fréttastofu í dag hvort hún teldi þetta stríðsglæp, eins og segir í Genfarsáttmálanum. Ragnar segir engan vafa á að þetta teljist stríðsglæpum en skýrt sé af orðum íslenskra stjórnmálamanna að þeir fylgi Bandaríkjamönnum í þessum málum. „Utanríkisráðherra talaði eins og forseti Bandaríkjanna hafði gert þegar hann sagði að Ísraelsmenn ættu rétt á að verja sig, þá sagði utanríkisráðherra Íslands það nákvæmlega sama. Þaðan er línan sótt.“ Hann segir gæta tvískinnungs hjá ráðamönnum Vesturlanda sem hafi hlaupið upp til handa og fóta til að fordæma strísglæpi Rússa í Úkraínu. „Sama virðist ekki eiga við aðferðir Ísraelsmanna á Gasa og þetta er náttúrulega heimildalaus tvískinnungur,“ segir Ragnar. Heldurðu að við séum að horfa upp á þjóðernishreinsun og jafnvel þjóðarmorð? „Já, ég held að að því sé stefnt að fremja þannig glæp gegn mannkyninu.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Börn en ekki pólitík Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar. 13. október 2023 16:00 Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57 Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sjá meira
„Ísraelsmenn hafa ekki virt alþjóðalög í samskiptum sínum við Palestínumenn. Fyrir því eru dómar alþjóðadómstóla og aðrar heimildir. Þetta geta þeir gert vegna þess að þeir eru í skjóli Bandaríkjamanna,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður. Ísraelsmenn hafa lokað á rafmagn og vatn til Gasastrandarinnar og þar að auki lokað landamærastöðvum sínum alveg þannig að hvorki fer þangað matur eða eldsneyti, né fólk til eða frá ströndinni. „Að svelta þá til bana eða uppgjafar er stríðsglæpur, það fer ekki á milli mála,“ segir Ragnar. Minnst níu starfsmenn sameinuðu þjóðanna og nokkrir starfsmenn Rauða hálfmánans hafa verið drepnir í árásum Ísrael á Gasaströndina í dag. Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis vildi ekki svara því í viðtali við fréttastofu í dag hvort hún teldi þetta stríðsglæp, eins og segir í Genfarsáttmálanum. Ragnar segir engan vafa á að þetta teljist stríðsglæpum en skýrt sé af orðum íslenskra stjórnmálamanna að þeir fylgi Bandaríkjamönnum í þessum málum. „Utanríkisráðherra talaði eins og forseti Bandaríkjanna hafði gert þegar hann sagði að Ísraelsmenn ættu rétt á að verja sig, þá sagði utanríkisráðherra Íslands það nákvæmlega sama. Þaðan er línan sótt.“ Hann segir gæta tvískinnungs hjá ráðamönnum Vesturlanda sem hafi hlaupið upp til handa og fóta til að fordæma strísglæpi Rússa í Úkraínu. „Sama virðist ekki eiga við aðferðir Ísraelsmanna á Gasa og þetta er náttúrulega heimildalaus tvískinnungur,“ segir Ragnar. Heldurðu að við séum að horfa upp á þjóðernishreinsun og jafnvel þjóðarmorð? „Já, ég held að að því sé stefnt að fremja þannig glæp gegn mannkyninu.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Börn en ekki pólitík Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar. 13. október 2023 16:00 Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57 Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sjá meira
Börn en ekki pólitík Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar. 13. október 2023 16:00
Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57
Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11