Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. október 2023 07:56 Palestínumenn aðstoða særða í rústum eftir loftárásir Ísraelsmanna í flóttamannabúðum sem kenndar eru við Rafah. AP Photo/Hatem Ali Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins kemur fram að Ísraelsher hafi ekki veitt nákvæmari upplýsingar um aðgerðir sínar og hvenær af árásinni verður. Borgurum hefur verið gert af hernum að nýta sér einn veg sem liggur frá Beit Khanoun til Khan Yunis. Eiga þeir að nýta veginn til flótta á milli klukkan 10:00 og 13:00 að staðartíma í dag og heitir herinn því að loftárásum verði ekki beitt þar í grennd á meðan. Upprunalega gaf Ísraelsher borgurum 24 klukkustundir á föstudag til þess að flýja norðurhluta Gasa. Sá tímarammi rann út síðdegis í gær en enn hefur Ísraelsher ekki látið verða af árás sinni. Þúsundir ísraelskra hermanna hafa komið saman við landamærin og heimsótti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þá í gær og lofaði því að þeim yrði veittur allur stuðningur sem Ísraelsríki gæti veitt þeim. Í hið minnsta 1300 Ísraelsmenn hafa látist vegna árása Hamas liða og 3400 eru særðir. Óljóst er hve mörgum gíslum Hamas liðar halda á Gasaströndinni. Þá hafa í hið minnsta 2329 Palestínumenn látist í átökunum og rúmlega tíu þúsund manns slasast í loftárásum Ísraelsmanna. Tugir þúsunda íbúa á Gasa hafa yfirgefið heimili sín. Hættan eykst á að átökin breiðist út Þá greina ísraelskir miðlar frá því að írönsk stjórnvöld hafi sent þeim ísraelsku skilaboð vegna árása Ísraela á Gasaströndina. Segjast þau munu skerast í leikinn ef Ísrael lætur ekki af árásum sínum. Utanríkisráðherra landsins, Hossein Amir Abdollahian er sagður hafa hitt Tor Wennesland, erindreka Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum í Beirút í gær. Hann er sagður hafa lýst því yfir að írönsk stjórnvöld væri mikið í mun um að koma í veg fyrir að átökin breiddust út en hefðu sín takmörk, sérstaklega ef Ísraelsmenn myndu gera innrás inn á Gasaströnd. Íranir hafa í gegnum árin ítrekað stutt Hamas samtökin á Gasaströndinni í stríði þeirra gegn Ísrael, sem og Hisbolla í Líbanon. Ísraelsk stjórnvöld hafa sakað þau írönsku um að styrkja vígahópa í Sýrlandi um vopn og létu meðal annars til skara skríða í gærkvöldi gegn flugvöllum í landinu. Sögðu heimildarmenn Reuters að ljóst væri að ísraelsk stjórnvöld væru með þessu að hefta birgðaflutningar frá Íran til Sýrlands. Nokkrir dagar eru síðan að Ísraelsher gerði loftárásir á flugvelli í landinu, í von um að eyðileggja flugbrautir. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins kemur fram að Ísraelsher hafi ekki veitt nákvæmari upplýsingar um aðgerðir sínar og hvenær af árásinni verður. Borgurum hefur verið gert af hernum að nýta sér einn veg sem liggur frá Beit Khanoun til Khan Yunis. Eiga þeir að nýta veginn til flótta á milli klukkan 10:00 og 13:00 að staðartíma í dag og heitir herinn því að loftárásum verði ekki beitt þar í grennd á meðan. Upprunalega gaf Ísraelsher borgurum 24 klukkustundir á föstudag til þess að flýja norðurhluta Gasa. Sá tímarammi rann út síðdegis í gær en enn hefur Ísraelsher ekki látið verða af árás sinni. Þúsundir ísraelskra hermanna hafa komið saman við landamærin og heimsótti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þá í gær og lofaði því að þeim yrði veittur allur stuðningur sem Ísraelsríki gæti veitt þeim. Í hið minnsta 1300 Ísraelsmenn hafa látist vegna árása Hamas liða og 3400 eru særðir. Óljóst er hve mörgum gíslum Hamas liðar halda á Gasaströndinni. Þá hafa í hið minnsta 2329 Palestínumenn látist í átökunum og rúmlega tíu þúsund manns slasast í loftárásum Ísraelsmanna. Tugir þúsunda íbúa á Gasa hafa yfirgefið heimili sín. Hættan eykst á að átökin breiðist út Þá greina ísraelskir miðlar frá því að írönsk stjórnvöld hafi sent þeim ísraelsku skilaboð vegna árása Ísraela á Gasaströndina. Segjast þau munu skerast í leikinn ef Ísrael lætur ekki af árásum sínum. Utanríkisráðherra landsins, Hossein Amir Abdollahian er sagður hafa hitt Tor Wennesland, erindreka Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum í Beirút í gær. Hann er sagður hafa lýst því yfir að írönsk stjórnvöld væri mikið í mun um að koma í veg fyrir að átökin breiddust út en hefðu sín takmörk, sérstaklega ef Ísraelsmenn myndu gera innrás inn á Gasaströnd. Íranir hafa í gegnum árin ítrekað stutt Hamas samtökin á Gasaströndinni í stríði þeirra gegn Ísrael, sem og Hisbolla í Líbanon. Ísraelsk stjórnvöld hafa sakað þau írönsku um að styrkja vígahópa í Sýrlandi um vopn og létu meðal annars til skara skríða í gærkvöldi gegn flugvöllum í landinu. Sögðu heimildarmenn Reuters að ljóst væri að ísraelsk stjórnvöld væru með þessu að hefta birgðaflutningar frá Íran til Sýrlands. Nokkrir dagar eru síðan að Ísraelsher gerði loftárásir á flugvelli í landinu, í von um að eyðileggja flugbrautir.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent