Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að lýsa yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni. Þess var krafist að íslensk stjórnvöld fordæmdu ekki aðeins aðgerðir Hamas, heldur líka árásir Ísraels á Gasa.

Útlit er fyrir erfiða stjórnarmyndun í Póllandi. Skoðanakannanir benda til að afar ólíkir flokkar þurfi að tala saman. Við förum yfir stöðuna í myndveri.

Tilfinningarnar voru blendnar í Laugardal í dag, eftir sérstakan fótboltaleik sem var haldinn til stuðnings vallarverði Þróttar. Fjöldi fólks mætti til að sýna honum stuðning, en til stendur að senda hann úr landi í fyrramálið.

Þá hitum við upp fyrir kvennaverkfall sem fram fer síðar í mánuðinum, ræðum við kúabónda sem segir ömurlegt að hafa þurft að berjast við stjórnsýsluna eftir andlát eiginmannsins og hittum loðnasta starfsmann Fossvogsskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×