Gleymir deginum aldrei og þakkar fyrir ótrúlegan stuðning Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2023 19:59 Isaac að leik loknum ásamt aragrúa ungra stuðningsmanna hans, sem hylltu hann sem hetju í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Tilfinningarnar voru blendnar í Laugardal í dag, eftir sérstakan fótboltaleik sem var haldinn til stuðnings vallarverði Þróttar. Fjöldi fólks mætti til að sýna honum stuðning, en til stendur að senda hann úr landi í fyrramálið. Um það bil sjö hundruð manns mættu á styrktarleik sem Þróttur stóð að fyrir vallarvörð sinn, Isaac Kwateng, í Laugardalnum í dag. Þar mætti SR, liðið sem Isaac leikur með, stjörnuliði Þróttar. Isaac kom hingað til lands fyrir rúmum sex árum, sem umsækjandi um alþjóðlega vernd. Á morgun verður honum fylgt af lögreglumönnum til Gana. Fréttastofa ræddi við vini Isaacs sem tóku þátt í leiknum, meðan á honum stóð. „Við erum bara að sýna Isaac að Laugardalurinn, Þróttur, SR og allt þetta fólk sem tengist okkur ekkert styður við bakið á honum í þessu ömurlega máli sem hann er í núna,“ sagði Pétur Axel Pétursson, starfsmaður Þróttar. Enginn skilji almennilega hvers vegna sendi eigi Isaac burt, eftir áralanga búsetu á Íslandi. Stuðningurinn frá samfélaginu sé mikill. „Allavega hér í dalnum. SR, Þróttur, Ármann og fólkið í kringum þessi félög er búið að sýna honum ótrúlega mikinn stuðning,“ segir Hallur Hallsson, íþróttastjóri Þróttar og fyrrum leikmaður meistaraflokks félagsins. Alexander Máni Curtis, gjaldkeri SR og liðsfélagi Isaacs segir hann hrærðan yfir stuðningnum. „Það er galið að sjá hvað fólk er tilbúið að sýna mikinn stuðning og við getum ekki þakkað fólki nógu mikið fyrir það, en þetta er fáránlegt ástand engu að síður,“ segir Alexander Máni. Í miðju viðtalinu, sem tekið var á hliðarlínu vallarins, fékk SR dæmda vítaspyrnu. Isaac fór sjálfur á vítapunktinn. Honum brást ekki bogalistin og hann skoraði sitt þriðja mark í leiknum. Stuttu seinna brá hann sér í hlutverk markvarðar á lokasekúndum leiksins og varði hetjulega, áhorfendum til ómældrar gleði. Þessi skemmtilegu tilþrif Isaacs má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 í spilaranum hér að ofan. Stórkostlegur stuðningur á erfiðum tímum Tilfinningarnar eftir leikinn voru blendnar og ljóst að Isaac var hrærður yfir stuðningnum. „ Ég á erfitt með að lýsa tilfinningum mínum,“ sagði Isaac rétt eftir leikinn. „Þetta eru erfiðir tímar fyrir mig. En stuðningurinn var stórkostlegur.“ Hvernig er að verða vitni að slíkum stuðningi við þig? „Þetta er magnað. Dagurinn verður mér mjög minnisstæður og ég gleymi honum aldrei.“ Þróttur Reykjavík Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira
Um það bil sjö hundruð manns mættu á styrktarleik sem Þróttur stóð að fyrir vallarvörð sinn, Isaac Kwateng, í Laugardalnum í dag. Þar mætti SR, liðið sem Isaac leikur með, stjörnuliði Þróttar. Isaac kom hingað til lands fyrir rúmum sex árum, sem umsækjandi um alþjóðlega vernd. Á morgun verður honum fylgt af lögreglumönnum til Gana. Fréttastofa ræddi við vini Isaacs sem tóku þátt í leiknum, meðan á honum stóð. „Við erum bara að sýna Isaac að Laugardalurinn, Þróttur, SR og allt þetta fólk sem tengist okkur ekkert styður við bakið á honum í þessu ömurlega máli sem hann er í núna,“ sagði Pétur Axel Pétursson, starfsmaður Þróttar. Enginn skilji almennilega hvers vegna sendi eigi Isaac burt, eftir áralanga búsetu á Íslandi. Stuðningurinn frá samfélaginu sé mikill. „Allavega hér í dalnum. SR, Þróttur, Ármann og fólkið í kringum þessi félög er búið að sýna honum ótrúlega mikinn stuðning,“ segir Hallur Hallsson, íþróttastjóri Þróttar og fyrrum leikmaður meistaraflokks félagsins. Alexander Máni Curtis, gjaldkeri SR og liðsfélagi Isaacs segir hann hrærðan yfir stuðningnum. „Það er galið að sjá hvað fólk er tilbúið að sýna mikinn stuðning og við getum ekki þakkað fólki nógu mikið fyrir það, en þetta er fáránlegt ástand engu að síður,“ segir Alexander Máni. Í miðju viðtalinu, sem tekið var á hliðarlínu vallarins, fékk SR dæmda vítaspyrnu. Isaac fór sjálfur á vítapunktinn. Honum brást ekki bogalistin og hann skoraði sitt þriðja mark í leiknum. Stuttu seinna brá hann sér í hlutverk markvarðar á lokasekúndum leiksins og varði hetjulega, áhorfendum til ómældrar gleði. Þessi skemmtilegu tilþrif Isaacs má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 í spilaranum hér að ofan. Stórkostlegur stuðningur á erfiðum tímum Tilfinningarnar eftir leikinn voru blendnar og ljóst að Isaac var hrærður yfir stuðningnum. „ Ég á erfitt með að lýsa tilfinningum mínum,“ sagði Isaac rétt eftir leikinn. „Þetta eru erfiðir tímar fyrir mig. En stuðningurinn var stórkostlegur.“ Hvernig er að verða vitni að slíkum stuðningi við þig? „Þetta er magnað. Dagurinn verður mér mjög minnisstæður og ég gleymi honum aldrei.“
Þróttur Reykjavík Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira