Spánverjar tryggðu sér og Skotum sæti á EM Smári Jökull Jónsson skrifar 15. október 2023 20:45 Gavi fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni EM í kvöld. Spánverjar gerðu góða ferð til Osló og þá komu Walesverjar sér í baráttuna í D-riðli eftir góðan sigur gegn Króatíu. Í Wales mættust heimamenn og Króatar í mikilvægum leik en liðin berjast um 2. sæti D-riðils þar sem Tyrkir eru efstir en þeir unnu 4-0 sigur á Lettum í kvöld. Wales komst í 2-0 með tveimur mörkum frá Harry Wilson á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiks. Mario Pasalic minnkaði muninn á 75. mínútu en heimamenn héldu út og unnu 2-1 sigur. Wales er nú komið uppfyrir Króata í riðlinum og í 2. sætið en tvö efstu liðin fara beint á EM. Bæði lið eru með tíu stig en Tyrkir eru efstir með sextán. Harry Wilson fagnar öðru marka sinna gegn Króatíu í kvöld.Vísir/Getty Í Osló voru Spánverjar í heimsókn og gátu komið sér í góða stöðu í A-riðli með sigri. Gavi kom Spánverjum yfir í upphafi síðari hálfleiks og náðu Spánverjar að halda út allt til leiksloka. Þeir eru nú með jafn mörg stig og Skotar á toppi riðilsins en eiga leik til góða. Norðmenn eru í þriðja sæti fimm stigum á eftir. Úrslitin gera það að verkum að bæði Spánverjar og Skotar eru búnir að tryggja sér sæti á EM í Þýskalandi næsta sumar. Norðmenn eiga möguleika á að ná sæti á EM í gegnum Þjóðadeildina en ansi margt þarf þó að gerast svo þeir möguleikar verði að veruleika. Five goals for Spanish national team for Gavi in 25 games since 2021. not bad for 19 year old midfielder. pic.twitter.com/YF3AnC6qD9— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 15, 2023 Sviss tapaði stigum á heimavelli þegar liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Belarús á heimavelli. Í raun voru það heimamenn í Sviss sem björguðu stigi því Manuel Akanji og Zeki Amdouni skoruðu á 89. og 90. mínútu leiksins eftir að Belarús komst í 3-3. Sviss er í öðru sæti riðilsins eftir öruggan 4-0 sigur Rúmeníu á Androrra í kvöld sem nú eru einu stigi á undan Sviss í efsta sætinu. Ísrael er í þriðja sætinu fjórum stigum á eftir en hefur leikið einum leik minna en Svisslendingar. Töpuðu stigin hjá Sviss gætu því reynst dýrkeypt. Fyrr í dag í Plzen tryggði Tomas Sucek Tékkum 1-0 sigur á Færeyingum en þar sem Pólverjar náðu aðeins 1-1 jafntefli gegn Moldóvum nú í kvöld eru Tékkar nú í öðru sæti riðilsins, einu stigi á undan Pólverjum. Úrslit í leikjum dagsins: Georgía - Kýpur 4-0Tékkland - Færeyjar 1-0Sviss - Belarús 3-3Noregur - Spánn 0-1Tyrkland - Lettland 4-0Wales - Króatía 2-1Pólland - Moldóva 1-1Rúmenía - Andorra 4-0 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Í Wales mættust heimamenn og Króatar í mikilvægum leik en liðin berjast um 2. sæti D-riðils þar sem Tyrkir eru efstir en þeir unnu 4-0 sigur á Lettum í kvöld. Wales komst í 2-0 með tveimur mörkum frá Harry Wilson á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiks. Mario Pasalic minnkaði muninn á 75. mínútu en heimamenn héldu út og unnu 2-1 sigur. Wales er nú komið uppfyrir Króata í riðlinum og í 2. sætið en tvö efstu liðin fara beint á EM. Bæði lið eru með tíu stig en Tyrkir eru efstir með sextán. Harry Wilson fagnar öðru marka sinna gegn Króatíu í kvöld.Vísir/Getty Í Osló voru Spánverjar í heimsókn og gátu komið sér í góða stöðu í A-riðli með sigri. Gavi kom Spánverjum yfir í upphafi síðari hálfleiks og náðu Spánverjar að halda út allt til leiksloka. Þeir eru nú með jafn mörg stig og Skotar á toppi riðilsins en eiga leik til góða. Norðmenn eru í þriðja sæti fimm stigum á eftir. Úrslitin gera það að verkum að bæði Spánverjar og Skotar eru búnir að tryggja sér sæti á EM í Þýskalandi næsta sumar. Norðmenn eiga möguleika á að ná sæti á EM í gegnum Þjóðadeildina en ansi margt þarf þó að gerast svo þeir möguleikar verði að veruleika. Five goals for Spanish national team for Gavi in 25 games since 2021. not bad for 19 year old midfielder. pic.twitter.com/YF3AnC6qD9— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 15, 2023 Sviss tapaði stigum á heimavelli þegar liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Belarús á heimavelli. Í raun voru það heimamenn í Sviss sem björguðu stigi því Manuel Akanji og Zeki Amdouni skoruðu á 89. og 90. mínútu leiksins eftir að Belarús komst í 3-3. Sviss er í öðru sæti riðilsins eftir öruggan 4-0 sigur Rúmeníu á Androrra í kvöld sem nú eru einu stigi á undan Sviss í efsta sætinu. Ísrael er í þriðja sætinu fjórum stigum á eftir en hefur leikið einum leik minna en Svisslendingar. Töpuðu stigin hjá Sviss gætu því reynst dýrkeypt. Fyrr í dag í Plzen tryggði Tomas Sucek Tékkum 1-0 sigur á Færeyingum en þar sem Pólverjar náðu aðeins 1-1 jafntefli gegn Moldóvum nú í kvöld eru Tékkar nú í öðru sæti riðilsins, einu stigi á undan Pólverjum. Úrslit í leikjum dagsins: Georgía - Kýpur 4-0Tékkland - Færeyjar 1-0Sviss - Belarús 3-3Noregur - Spánn 0-1Tyrkland - Lettland 4-0Wales - Króatía 2-1Pólland - Moldóva 1-1Rúmenía - Andorra 4-0
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira