Bananaprins kjörinn forseti í Ekvador Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. október 2023 10:09 Daniel Noboa nýkjörinn forseti Ekvador og sonur ríkasta manns landsins. Getty/Franklin Jacome Bananaerfinginn Daniel Noboa var í gærkvöldi kjörinn forseti Ekvador og verður hann sá yngsti til að sinna embættinu í sögu landsins. Noboa hefur heitið því að taka á ofbeldisöldu sem ríður yfir landið af hörku og auka atvinnustig ungs fólks. Noboa hafði betur gegn lögmanninum og vinstrikonunni Luisu González, sem fyrrverandi forseti landsins Rafael Correa valdi sem eftirmann sinn. Þegar búið var að telja 90 prósent atkvæða seint í gærkvöldi hafði Noboa 52,29 prósent atkvæða og González 47,71 prósent. González viðurkenndi í gærkvöldi sigur Noboa, sem skrifaði í færslu á Twitter að stundin væri söguleg. „Ekvadorískar fjölskyldur völdu framtíð landsins, þær völdu land sem er öruggt og sem býður upp á atvinnutækifæri,“ skrifaði Noboa í tístinu. Hoy hemos hecho historia, las familias ecuatorianas eligieron el Nuevo Ecuador, eligieron un país con seguridad y empleo.Vamos por un país de realidades donde las promesas no se queden en campaña y la corrupción se castigue Gracias Ecuador #SinCorrupcion#SinSobreprecio pic.twitter.com/Ilmx6Iln0v— Daniel Noboa Azin (@DanielNoboaOk) October 16, 2023 Undanfarin misseri hefur ofbeldisglæpum fjölgað mikið í landinu, sem yfirvöld telja tengjast fíkniefnasmygli. Hvergi í Suður-Ameríku eru ofbeldisglæpir jafn tíðir og í Ekvador. Noboa er sonur ríkasta manns landsins, Álvaro Noboa, sem sjálfur hefur boðið sig fram til forseta fimm sinnum. Framboð Daniels Noboa var heldur óvænt og bættist hann seint við kapphlaupið en hann tilkynnti framboðið í ágúst. Noboa er sérstaklega vinsæll meðal kjósenda á aldrinum 18 til 29 ára, sem telja um þriðjung kjörgengra. Eitt helsta áherslumál hans í kosningunum var að fjölga störfum og hefur hann lagt til skattaafslætti fyrir ný fyrirtæki og að draga erlenda fjárfesta til landsins. Þá hefur hann tekið harða afstöðu í glæpamálum og hefur meðal annars lagt til að koma verstu glæpamönnum landsins fyrir á bátum úti fyrir ströndum Ekvador. Þá hefur hann talað fyrir því að auka hernaðarviðveru við landamæri og strendur landsin, ekki síst til að stemma stigu við fíkniefnasmygli. Ekvador Tengdar fréttir Sakborningar í morðmáli forsetaframbjóðanda drepnir í fangelsi Mennirnir sex sem grunaðir eru um morðið á ekvadorska forsetaframbjóðandanum Fernando Villavicencio í ágúst eru nú sagðir hafa verið drepnir í fangelsi í Guayaquil í Ekvador, viku fyrir seinni umferð forsetakosninganna. 7. október 2023 10:13 Bananaerfingi og bandamaður spillts forseta í aðra umferð Allt stefnir í að kosið verði á milli vinstrisinna og erfingja bananaveldis í annarri umferð forsetakosninga í Ekvador eftir að engum frambjóðanda tókst að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningunum þar í gær. 21. ágúst 2023 14:05 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Noboa hafði betur gegn lögmanninum og vinstrikonunni Luisu González, sem fyrrverandi forseti landsins Rafael Correa valdi sem eftirmann sinn. Þegar búið var að telja 90 prósent atkvæða seint í gærkvöldi hafði Noboa 52,29 prósent atkvæða og González 47,71 prósent. González viðurkenndi í gærkvöldi sigur Noboa, sem skrifaði í færslu á Twitter að stundin væri söguleg. „Ekvadorískar fjölskyldur völdu framtíð landsins, þær völdu land sem er öruggt og sem býður upp á atvinnutækifæri,“ skrifaði Noboa í tístinu. Hoy hemos hecho historia, las familias ecuatorianas eligieron el Nuevo Ecuador, eligieron un país con seguridad y empleo.Vamos por un país de realidades donde las promesas no se queden en campaña y la corrupción se castigue Gracias Ecuador #SinCorrupcion#SinSobreprecio pic.twitter.com/Ilmx6Iln0v— Daniel Noboa Azin (@DanielNoboaOk) October 16, 2023 Undanfarin misseri hefur ofbeldisglæpum fjölgað mikið í landinu, sem yfirvöld telja tengjast fíkniefnasmygli. Hvergi í Suður-Ameríku eru ofbeldisglæpir jafn tíðir og í Ekvador. Noboa er sonur ríkasta manns landsins, Álvaro Noboa, sem sjálfur hefur boðið sig fram til forseta fimm sinnum. Framboð Daniels Noboa var heldur óvænt og bættist hann seint við kapphlaupið en hann tilkynnti framboðið í ágúst. Noboa er sérstaklega vinsæll meðal kjósenda á aldrinum 18 til 29 ára, sem telja um þriðjung kjörgengra. Eitt helsta áherslumál hans í kosningunum var að fjölga störfum og hefur hann lagt til skattaafslætti fyrir ný fyrirtæki og að draga erlenda fjárfesta til landsins. Þá hefur hann tekið harða afstöðu í glæpamálum og hefur meðal annars lagt til að koma verstu glæpamönnum landsins fyrir á bátum úti fyrir ströndum Ekvador. Þá hefur hann talað fyrir því að auka hernaðarviðveru við landamæri og strendur landsin, ekki síst til að stemma stigu við fíkniefnasmygli.
Ekvador Tengdar fréttir Sakborningar í morðmáli forsetaframbjóðanda drepnir í fangelsi Mennirnir sex sem grunaðir eru um morðið á ekvadorska forsetaframbjóðandanum Fernando Villavicencio í ágúst eru nú sagðir hafa verið drepnir í fangelsi í Guayaquil í Ekvador, viku fyrir seinni umferð forsetakosninganna. 7. október 2023 10:13 Bananaerfingi og bandamaður spillts forseta í aðra umferð Allt stefnir í að kosið verði á milli vinstrisinna og erfingja bananaveldis í annarri umferð forsetakosninga í Ekvador eftir að engum frambjóðanda tókst að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningunum þar í gær. 21. ágúst 2023 14:05 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Sakborningar í morðmáli forsetaframbjóðanda drepnir í fangelsi Mennirnir sex sem grunaðir eru um morðið á ekvadorska forsetaframbjóðandanum Fernando Villavicencio í ágúst eru nú sagðir hafa verið drepnir í fangelsi í Guayaquil í Ekvador, viku fyrir seinni umferð forsetakosninganna. 7. október 2023 10:13
Bananaerfingi og bandamaður spillts forseta í aðra umferð Allt stefnir í að kosið verði á milli vinstrisinna og erfingja bananaveldis í annarri umferð forsetakosninga í Ekvador eftir að engum frambjóðanda tókst að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningunum þar í gær. 21. ágúst 2023 14:05