Meintur „Bítill ISIS“ gengst við hryðjuverkastarfsemi Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2023 11:49 Aine Davis var handtekinn þegar honum var vísað frá Tyrklandi og sendur til Bretlands í ágúst. EPA/ANDY RAIN Maður sem grunaður er um að hafa verið einn af „Bítlum Íslamska ríkisins“, hefur játað aðild að hryðjuverkastarfsemi fyrir dómi í Bretlandi. Aine Leslie Davis játaði í morgun að hafa borið skotvopn í hryðjuverkatilgangi og gekkst hann einnig við tveimur ákærum um að hafa fjármagnað hryðjuverkastarfsemi. Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu þeir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Þeir eru sagðir hafa komið að morðum á fjölmörgum af gíslum hryðjuverkasamtakanna. Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna Bítlanna en hann var felldur í loftárás árið 2015. Sjá einnig: „Ég er kominn aftur Obama“ Elsheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir af bandamönnum Bandaríkjanna í Sýrlandi í byrjun ársins 2018 og hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum vegna morða á þeim James Foley, Steven Sotloff, Kayala Mueller og Peter Kassig. Sjá einnig: Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller Aine Davis var handsamaður í Tyrklandi í nóvember 2015 og var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi þar. Þegar honum var vísað frá Tyrklandi í ágúst flaug hann til Bretlands þar sem hann var aftur handtekinn. Davis hefur alltaf þvertekið fyrir að hafa verið einn Bítlanna en í frétt Sky News segir að sumir gísla ISIS hafi bara séð þrjá menn í hópnum. Hann hefur ekki verið dæmdur fyrir aðkomu að morðum á gíslum ISIS og yfirvöld Bandaríkjanna fóru ekki fram á að hann yrði framseldur. Þá fór lögmaður hans fram á að ákærurnar gegn Davisi yrðu felldar niður, þar sem hann hefði þegar verið dæmdur fyrir sömu brot í Tyrklandi. BREAKING: Islamic State 'Beatle' Aine Davis admits three terror offenceshttps://t.co/DLV8K8LvBK— The Telegraph (@Telegraph) October 16, 2023 Bretland Sýrland Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu þeir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Þeir eru sagðir hafa komið að morðum á fjölmörgum af gíslum hryðjuverkasamtakanna. Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna Bítlanna en hann var felldur í loftárás árið 2015. Sjá einnig: „Ég er kominn aftur Obama“ Elsheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir af bandamönnum Bandaríkjanna í Sýrlandi í byrjun ársins 2018 og hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum vegna morða á þeim James Foley, Steven Sotloff, Kayala Mueller og Peter Kassig. Sjá einnig: Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller Aine Davis var handsamaður í Tyrklandi í nóvember 2015 og var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi þar. Þegar honum var vísað frá Tyrklandi í ágúst flaug hann til Bretlands þar sem hann var aftur handtekinn. Davis hefur alltaf þvertekið fyrir að hafa verið einn Bítlanna en í frétt Sky News segir að sumir gísla ISIS hafi bara séð þrjá menn í hópnum. Hann hefur ekki verið dæmdur fyrir aðkomu að morðum á gíslum ISIS og yfirvöld Bandaríkjanna fóru ekki fram á að hann yrði framseldur. Þá fór lögmaður hans fram á að ákærurnar gegn Davisi yrðu felldar niður, þar sem hann hefði þegar verið dæmdur fyrir sömu brot í Tyrklandi. BREAKING: Islamic State 'Beatle' Aine Davis admits three terror offenceshttps://t.co/DLV8K8LvBK— The Telegraph (@Telegraph) October 16, 2023
Bretland Sýrland Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira