Meintur „Bítill ISIS“ gengst við hryðjuverkastarfsemi Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2023 11:49 Aine Davis var handtekinn þegar honum var vísað frá Tyrklandi og sendur til Bretlands í ágúst. EPA/ANDY RAIN Maður sem grunaður er um að hafa verið einn af „Bítlum Íslamska ríkisins“, hefur játað aðild að hryðjuverkastarfsemi fyrir dómi í Bretlandi. Aine Leslie Davis játaði í morgun að hafa borið skotvopn í hryðjuverkatilgangi og gekkst hann einnig við tveimur ákærum um að hafa fjármagnað hryðjuverkastarfsemi. Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu þeir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Þeir eru sagðir hafa komið að morðum á fjölmörgum af gíslum hryðjuverkasamtakanna. Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna Bítlanna en hann var felldur í loftárás árið 2015. Sjá einnig: „Ég er kominn aftur Obama“ Elsheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir af bandamönnum Bandaríkjanna í Sýrlandi í byrjun ársins 2018 og hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum vegna morða á þeim James Foley, Steven Sotloff, Kayala Mueller og Peter Kassig. Sjá einnig: Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller Aine Davis var handsamaður í Tyrklandi í nóvember 2015 og var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi þar. Þegar honum var vísað frá Tyrklandi í ágúst flaug hann til Bretlands þar sem hann var aftur handtekinn. Davis hefur alltaf þvertekið fyrir að hafa verið einn Bítlanna en í frétt Sky News segir að sumir gísla ISIS hafi bara séð þrjá menn í hópnum. Hann hefur ekki verið dæmdur fyrir aðkomu að morðum á gíslum ISIS og yfirvöld Bandaríkjanna fóru ekki fram á að hann yrði framseldur. Þá fór lögmaður hans fram á að ákærurnar gegn Davisi yrðu felldar niður, þar sem hann hefði þegar verið dæmdur fyrir sömu brot í Tyrklandi. BREAKING: Islamic State 'Beatle' Aine Davis admits three terror offenceshttps://t.co/DLV8K8LvBK— The Telegraph (@Telegraph) October 16, 2023 Bretland Sýrland Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu þeir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Þeir eru sagðir hafa komið að morðum á fjölmörgum af gíslum hryðjuverkasamtakanna. Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna Bítlanna en hann var felldur í loftárás árið 2015. Sjá einnig: „Ég er kominn aftur Obama“ Elsheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir af bandamönnum Bandaríkjanna í Sýrlandi í byrjun ársins 2018 og hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum vegna morða á þeim James Foley, Steven Sotloff, Kayala Mueller og Peter Kassig. Sjá einnig: Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller Aine Davis var handsamaður í Tyrklandi í nóvember 2015 og var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi þar. Þegar honum var vísað frá Tyrklandi í ágúst flaug hann til Bretlands þar sem hann var aftur handtekinn. Davis hefur alltaf þvertekið fyrir að hafa verið einn Bítlanna en í frétt Sky News segir að sumir gísla ISIS hafi bara séð þrjá menn í hópnum. Hann hefur ekki verið dæmdur fyrir aðkomu að morðum á gíslum ISIS og yfirvöld Bandaríkjanna fóru ekki fram á að hann yrði framseldur. Þá fór lögmaður hans fram á að ákærurnar gegn Davisi yrðu felldar niður, þar sem hann hefði þegar verið dæmdur fyrir sömu brot í Tyrklandi. BREAKING: Islamic State 'Beatle' Aine Davis admits three terror offenceshttps://t.co/DLV8K8LvBK— The Telegraph (@Telegraph) October 16, 2023
Bretland Sýrland Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira