Aron Einar: Gylfi bætir æfingar og allt í kringum landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 13:31 Aron Einar Gunnarsson mætti á síðasta blaðamannafund fyrir leik fyrir hönd leikmanna íslenska liðsins. S2 Sport Aron Einar Gunnarsson verður aftur fyrirliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Liechtenstein í kvöld en hann mætti fyrir hönd íslenska liðsins á blaðamannafund í gær. Aron Einar missti af leiknum við Lúxemborg en leiðir nú líklega út liðið á móti liðinu sem hann skoraði þrennu á móti í mars síðastliðnum. Eða hvað? Aron Einar bjóst sjálfur ekki við að byrja þegar hann hitti blaðamenn fyrir leikinn. Búinn að eiga góða æfingaviku „Ég byrja nú ekki held ég. Það eru ekki komnar nógu margar mínútur í kroppinn en ég er búinn að eiga virkilega góða æfingaviku. Það er alla vega byrjunin. Ég vonast eftir því að fá mínútur og komast í takt,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Íslenska liðið nýtti ekki yfirburði sína í fyrri hálfleik á móti Lúxemborg og varð að sætta sig við jafntefli. „Við fórum vel yfir Lúxemborg leikinn í gær og tókum góðan fund, Það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að læra af svona leikjum. Við eigum að klára svona leiki. Við erum með þá í fyrri hálfleik og komum út á hælunum í seinni hálfleikinn finnst mér og fáum á okkur mark,“ sagði Aron. Íslenska liðið var 1-0 yfir í hálfleik en seinni hálfleikurinn var liðinu erfiður. „Við hættum að gera það sem við erum góðir í að gera. Við þurfum betrumbæta það og við fórum vel yfir það. Vonandi kemur það ekki fyrir aftur en það koma tímapunktar í leikjum þar sem við þurfum að fara aftar á völlinn. Skipuleggja allt upp á nýtt. Við þurfum að gera það betur við gerðum í þessum leik,“ sagði Aron. Við erum hérna til þess að læra „Við erum hérna til þess að læra. Þjálfarinn fór yfir góðar klippur sem voru virkilega góðar í fyrri hálfleik. Við sáum þetta svart á hvítu. Þetta var bara svart og hvítt eins og einhver kallaði þetta. Fyrri hálfleikurinn var frábærlega spilaður og við þurfum að gera meira af því,“ sagði Aron. „Við þurfum að vera meira skipulagðir og stöðugri í okkar aðgerðum,“ sagði Aron en er leikurinn á móti Liechtenstein skyldusigur? „Algjörlega. Það er ósköp einfalt. Þetta er okkar heimavöllur og við erum að spila á móti lakara liði. Við ætlum okkur þrjú stig en við þurfum samt að gera hlutina almennilega. Halda áfram á þeirri vegferð sem við erum á,“ sagði Aron. Tempó á æfingum breytist að fá svona gæði inn „Það eru einhverjir sem eru þegar komnir inn og einhverjir sem fá fleiri mínútur og þetta er góður leikur fyrir það,“ sagði Aron. Gylfa vantar bara eitt mark til að jafna markametið. Eru strákarnir eitthvað að minna hann á það? „Alls ekki. Maður sér það bara á æfingum hvað hann er glaður að vera kominn til baka og ánægður. Við líka. Tempó á æfingum breytist þegar svona gæði koma inn á þær. Það er virkilega jákvætt að fá Gylfa aftur inn í liðið. Hann bætir æfingar og allt sem er í kringum landsliðið,“ sagði Aron. Það má sjá allt viðtalið við Aron Einar hér fyrir neðan. Klippa: Aron Einar fyrir leikinn gegn Liechtenstein Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira
Aron Einar missti af leiknum við Lúxemborg en leiðir nú líklega út liðið á móti liðinu sem hann skoraði þrennu á móti í mars síðastliðnum. Eða hvað? Aron Einar bjóst sjálfur ekki við að byrja þegar hann hitti blaðamenn fyrir leikinn. Búinn að eiga góða æfingaviku „Ég byrja nú ekki held ég. Það eru ekki komnar nógu margar mínútur í kroppinn en ég er búinn að eiga virkilega góða æfingaviku. Það er alla vega byrjunin. Ég vonast eftir því að fá mínútur og komast í takt,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Íslenska liðið nýtti ekki yfirburði sína í fyrri hálfleik á móti Lúxemborg og varð að sætta sig við jafntefli. „Við fórum vel yfir Lúxemborg leikinn í gær og tókum góðan fund, Það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að læra af svona leikjum. Við eigum að klára svona leiki. Við erum með þá í fyrri hálfleik og komum út á hælunum í seinni hálfleikinn finnst mér og fáum á okkur mark,“ sagði Aron. Íslenska liðið var 1-0 yfir í hálfleik en seinni hálfleikurinn var liðinu erfiður. „Við hættum að gera það sem við erum góðir í að gera. Við þurfum betrumbæta það og við fórum vel yfir það. Vonandi kemur það ekki fyrir aftur en það koma tímapunktar í leikjum þar sem við þurfum að fara aftar á völlinn. Skipuleggja allt upp á nýtt. Við þurfum að gera það betur við gerðum í þessum leik,“ sagði Aron. Við erum hérna til þess að læra „Við erum hérna til þess að læra. Þjálfarinn fór yfir góðar klippur sem voru virkilega góðar í fyrri hálfleik. Við sáum þetta svart á hvítu. Þetta var bara svart og hvítt eins og einhver kallaði þetta. Fyrri hálfleikurinn var frábærlega spilaður og við þurfum að gera meira af því,“ sagði Aron. „Við þurfum að vera meira skipulagðir og stöðugri í okkar aðgerðum,“ sagði Aron en er leikurinn á móti Liechtenstein skyldusigur? „Algjörlega. Það er ósköp einfalt. Þetta er okkar heimavöllur og við erum að spila á móti lakara liði. Við ætlum okkur þrjú stig en við þurfum samt að gera hlutina almennilega. Halda áfram á þeirri vegferð sem við erum á,“ sagði Aron. Tempó á æfingum breytist að fá svona gæði inn „Það eru einhverjir sem eru þegar komnir inn og einhverjir sem fá fleiri mínútur og þetta er góður leikur fyrir það,“ sagði Aron. Gylfa vantar bara eitt mark til að jafna markametið. Eru strákarnir eitthvað að minna hann á það? „Alls ekki. Maður sér það bara á æfingum hvað hann er glaður að vera kominn til baka og ánægður. Við líka. Tempó á æfingum breytist þegar svona gæði koma inn á þær. Það er virkilega jákvætt að fá Gylfa aftur inn í liðið. Hann bætir æfingar og allt sem er í kringum landsliðið,“ sagði Aron. Það má sjá allt viðtalið við Aron Einar hér fyrir neðan. Klippa: Aron Einar fyrir leikinn gegn Liechtenstein
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira