Åge viss um að Gylfi muni slá markametið bara kannski ekki í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum á móti Lúxemborg. Vísir/Hulda Margrét Åge Hareide stýrir íslenska landsliðinu á Laugardalsvellinum í kvöld á móti Liechtenstein í síðasta heimaleik Íslands. „Ég veit ekki hverju er von á því þeir hafa ekki gert mikið hingað til. Allir landsleikir eru aftur á móti mikilvægir fyrir okkur sama hver mótherjinn er, hvort sem það er Liechtenstein eða Potúgal,“ sagði Åge Hareide. „Við verðum að reyna að vinna leikinn. Það er markmiðið okkar og það ætlum við okkur að gera,“ sagði Hareide. Hugsa um FIFA-listann „Við verðum líka að hugsa um stöðuna okkar á styrkleikalistanum. Við verðum líka að laga okkar leik yfir heilar níutíu mínútur. Við spiluðum virkilega vel í 45 mínútur í síðasta leik en misstum dampinn í seinni hálfleik,“ sagði Hareide. „Við höfum skoðað leikinn vel og ætlum að leggja enn meira á okkur í þessum leik. Við ætlum að reyna að spila eins vel og við getum og nota leikina fram undan til að undirbúa liðið eins vel og við getum fyrir marsmánuð,“ sagði Hareide en þar er líklegt að íslenska liðið spili umspilsleiki um sæti á EM. Åge Hareide talar við Gylfa Þór Sigurðsson áður en hann kom inn á völlinn.Vísir/Hulda Margrét Reyndum að finna út af hverju við hættum að spila þannig „Við verðum að halda áfram að gera hlutina eins og við gerðum í fyrri hálfleiknum. Við reyndum að finna út af hverju við hættum að spila þannig því það gekk mjög vel í fyrri hálfleiknum,“ sagði Hareide. „Það eru lítil atriði í okkar leik þegar við erum með boltann sem okkur gekk ekki eins vel að leysa í seinni hálfleiknum. Leikmennirnir vita af því og við verðum að hafa trú á okkur sjálfum. Menn voru aðeins of fljótir að missa hausinn eftir að þeir skoruðu snemma í seinni hálfleik og það gerðist líka í Lúxemborg þegar við fengum á okkur víti,“ sagði Hareide. „Við þurfum að vera sterkari og harðari við hverja aðra svo að menn haldi áfram að spila okkar leik,“ sagði Hareide en hvað með liðið? „Það verða nokkrar breytingar á byrjunarliðinu,“ sagði Hareide en vildi ekki gefa neitt upp. Verður Gylfi Þór Sigurðsson í byrjunarliðinu? Ég vona að hann nái því „Gylfi er einn af þessum leikmönnum sem fær mínútur,“ sagði Hareide og brosti. Gylfa vantar bara eitt mark til að jafna markametið í A-landsliðinu. „Ég vona að hann nái því. Ég er viss um þegar hann kemur til baka í toppformi þá mun hann bæta metið. Hann er búinn að vera í tvö ár í burtu frá fótboltanum en elskar það að vera kominn til baka. Það er gaman að sjá hann á æfingum og það var flott að sjá stuðninginn sem hann fékk þegar hann kom inn á völlinn á móti Lúxemborg. Það var gott fyrir Gylfa og það er gott að hafa hann aftur með okkur,“ sagði Hareide. Það má sjá viðtal hans við Svövu Kristínu Gretarsdóttur hér fyrir neðan. Klippa: Hareide fyrir leikinn gegn Liechtenstein Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira
„Ég veit ekki hverju er von á því þeir hafa ekki gert mikið hingað til. Allir landsleikir eru aftur á móti mikilvægir fyrir okkur sama hver mótherjinn er, hvort sem það er Liechtenstein eða Potúgal,“ sagði Åge Hareide. „Við verðum að reyna að vinna leikinn. Það er markmiðið okkar og það ætlum við okkur að gera,“ sagði Hareide. Hugsa um FIFA-listann „Við verðum líka að hugsa um stöðuna okkar á styrkleikalistanum. Við verðum líka að laga okkar leik yfir heilar níutíu mínútur. Við spiluðum virkilega vel í 45 mínútur í síðasta leik en misstum dampinn í seinni hálfleik,“ sagði Hareide. „Við höfum skoðað leikinn vel og ætlum að leggja enn meira á okkur í þessum leik. Við ætlum að reyna að spila eins vel og við getum og nota leikina fram undan til að undirbúa liðið eins vel og við getum fyrir marsmánuð,“ sagði Hareide en þar er líklegt að íslenska liðið spili umspilsleiki um sæti á EM. Åge Hareide talar við Gylfa Þór Sigurðsson áður en hann kom inn á völlinn.Vísir/Hulda Margrét Reyndum að finna út af hverju við hættum að spila þannig „Við verðum að halda áfram að gera hlutina eins og við gerðum í fyrri hálfleiknum. Við reyndum að finna út af hverju við hættum að spila þannig því það gekk mjög vel í fyrri hálfleiknum,“ sagði Hareide. „Það eru lítil atriði í okkar leik þegar við erum með boltann sem okkur gekk ekki eins vel að leysa í seinni hálfleiknum. Leikmennirnir vita af því og við verðum að hafa trú á okkur sjálfum. Menn voru aðeins of fljótir að missa hausinn eftir að þeir skoruðu snemma í seinni hálfleik og það gerðist líka í Lúxemborg þegar við fengum á okkur víti,“ sagði Hareide. „Við þurfum að vera sterkari og harðari við hverja aðra svo að menn haldi áfram að spila okkar leik,“ sagði Hareide en hvað með liðið? „Það verða nokkrar breytingar á byrjunarliðinu,“ sagði Hareide en vildi ekki gefa neitt upp. Verður Gylfi Þór Sigurðsson í byrjunarliðinu? Ég vona að hann nái því „Gylfi er einn af þessum leikmönnum sem fær mínútur,“ sagði Hareide og brosti. Gylfa vantar bara eitt mark til að jafna markametið í A-landsliðinu. „Ég vona að hann nái því. Ég er viss um þegar hann kemur til baka í toppformi þá mun hann bæta metið. Hann er búinn að vera í tvö ár í burtu frá fótboltanum en elskar það að vera kominn til baka. Það er gaman að sjá hann á æfingum og það var flott að sjá stuðninginn sem hann fékk þegar hann kom inn á völlinn á móti Lúxemborg. Það var gott fyrir Gylfa og það er gott að hafa hann aftur með okkur,“ sagði Hareide. Það má sjá viðtal hans við Svövu Kristínu Gretarsdóttur hér fyrir neðan. Klippa: Hareide fyrir leikinn gegn Liechtenstein
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira