Hinir látnu í Brussel eldri karlmenn Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2023 13:10 Hæsta viðbúnaðarstigi vegna hryðjuverkaógnar var komið á í Belgíu vegna árásarinnar í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Svíarnir sem drepnir voru í hryðjuverkaárás í Brussel í Belgíu í gær voru karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar mannanna var búsettur í Stokkhólmi og hinn bjó erlendis. Þetta staðfestir sænska utanríkisráðuneytið í samtali við SVT. Þar segir að búið sé að upplýsa aðstandendur mannnanna. Þriðji maðurinn, sem særðist í árásinni, er á áttræðisaldri og dvelur nú á sjúkrahúsi í Brussel. Árásin átti sér stað um klukkan sjö að staðartíma í gærkvöldi á Boulevard d'Ypres, um fimm kílómetra frá leikvanginum þar sem fótboltalandslið Belga og Svía mættust í undankeppni EM í fótbolta karla. Þeir sem fyrir árásinni urðu klæddust allir sænskum fótboltatreyjum. Árásarmaðurinn notaðist við sjálfvirkan riffil og flúði síðar af vettvangi. Hann var skotinn til bana af lögreglu á kaffihúsi í gærkvöldi. Maðurinn, 45 ára karlmaður frá Túnis, dvaldi ólöglega í Belgíu eftir að umsókn hans um hæli hafði verið hafnað árið 2020. Hann hafði einnig dvalið í Svíþjóð. Hæsta viðbúnaðarstigi vegna hryðjuverkaógnar var komið á í Belgíu vegna árásarinnar í gærkvöldi og var leiksleiknum hætt. Á myndbandi, sem árásarmaðurinn birti að árásinni lokinni, hét hann stuðningi við hryðjuverkasamtökin ISIS og sagðist hafa drepið fólki í nafni guðs. I will go to Brussels tomorrow to commemorate and mourn the victims of yesterday s terrorist attack. https://t.co/IZxKiP2Pvc— SwedishPM (@SwedishPM) October 17, 2023 Minningarstund í Brussel á morgun Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, hefur boðið Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, til Brussel á morgun til að vera viðstaddur minningarstund um hina látnu. „Svíþjóð og Belgía syrgja fórnarlömb gærdagsins saman,“ segir De Croo. Kristerston hefur staðfest að hann muni halda til Brussel. Kristersson hefur hvatt alla Svía sem staddir eru erlendis að hafa varann á. „Allt bendir til að þessi hryðjuverkaárás hafi beinst að Svíþjóð og sænskum ríkisborgurum, bara af því að þeir eru Svíar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði ennfremur að aldrei áður í seinni tíð hafi Svíþjóð og sænskir hagsmunir staðið frammi fyrir eins mikilli ógn og nú. Svíþjóð Belgía Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Þetta staðfestir sænska utanríkisráðuneytið í samtali við SVT. Þar segir að búið sé að upplýsa aðstandendur mannnanna. Þriðji maðurinn, sem særðist í árásinni, er á áttræðisaldri og dvelur nú á sjúkrahúsi í Brussel. Árásin átti sér stað um klukkan sjö að staðartíma í gærkvöldi á Boulevard d'Ypres, um fimm kílómetra frá leikvanginum þar sem fótboltalandslið Belga og Svía mættust í undankeppni EM í fótbolta karla. Þeir sem fyrir árásinni urðu klæddust allir sænskum fótboltatreyjum. Árásarmaðurinn notaðist við sjálfvirkan riffil og flúði síðar af vettvangi. Hann var skotinn til bana af lögreglu á kaffihúsi í gærkvöldi. Maðurinn, 45 ára karlmaður frá Túnis, dvaldi ólöglega í Belgíu eftir að umsókn hans um hæli hafði verið hafnað árið 2020. Hann hafði einnig dvalið í Svíþjóð. Hæsta viðbúnaðarstigi vegna hryðjuverkaógnar var komið á í Belgíu vegna árásarinnar í gærkvöldi og var leiksleiknum hætt. Á myndbandi, sem árásarmaðurinn birti að árásinni lokinni, hét hann stuðningi við hryðjuverkasamtökin ISIS og sagðist hafa drepið fólki í nafni guðs. I will go to Brussels tomorrow to commemorate and mourn the victims of yesterday s terrorist attack. https://t.co/IZxKiP2Pvc— SwedishPM (@SwedishPM) October 17, 2023 Minningarstund í Brussel á morgun Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, hefur boðið Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, til Brussel á morgun til að vera viðstaddur minningarstund um hina látnu. „Svíþjóð og Belgía syrgja fórnarlömb gærdagsins saman,“ segir De Croo. Kristerston hefur staðfest að hann muni halda til Brussel. Kristersson hefur hvatt alla Svía sem staddir eru erlendis að hafa varann á. „Allt bendir til að þessi hryðjuverkaárás hafi beinst að Svíþjóð og sænskum ríkisborgurum, bara af því að þeir eru Svíar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði ennfremur að aldrei áður í seinni tíð hafi Svíþjóð og sænskir hagsmunir staðið frammi fyrir eins mikilli ógn og nú.
Svíþjóð Belgía Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira