Danir þurftu tvö mörk gegn slakasta liði heims | Úkraína nálgast EM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. október 2023 20:57 Danir þurftu óvænt að hafa fyrir hlutunum gegn slakasta landsliði heims í kvöld. Emmanuele Ciancaglini/Ciancaphoto Studio/Getty Images Alls fóru sjö leikir fram í undankeppni EM 2024 í kvöld. Danir þurftu óvænt að hafa fyrir hlutunum gegn San Marínó í H-riðli og í C-riðli nálgast Úkraína sæti á EM eftir sigur gegn Möltu. Danska liðið hafði þegar tryggt sér sæti á EM er liðið heimsótti San Marínó í kvöld, en San Marínó situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA. Það kom því líklega fáum á óvart þegar Rasmus Højlund kom Dönum í forystu á 42. mínútu, en líklega kom það ansi mörgum á óvart þegar Alessandro Golinucci jafnaði metin fyrir San Marínó eftir klukkutíma leik. Yussuf Poulsen endurheimti þó forystu danska liðsins tæpum tíu mínútum síðar og niðurstaðan varð óvænt „bara“ 1-2 sigur Danmerkur. Danska liðið endar því í öðru sæti H-riðils með 19 stig, en San Marínó endar á botninum án stiga. Mark Golinucci var eina mark liðsins í leikjunum átta og liðið endaði með markatöluna 1-26. Á sama tíma vann Úkraína mikilvægan 1-3 sigur gegn Möltu í C-riðli. Paul Mbong kom heimamönnum í Möltu yfir snemma leiks áður en gestirnir jöfnuðu metin með sjálfsmarki frá Ryan Camenzuli. Artem Dovbyk kom Úkraínumönnum í forystu stuttu fyrir hálfleik áður en Mykhailo Mudryk gulltryggði sigur Úkraínumanna. Úkraína situr nú í öðru sæti C-riðils með 13 stig þegar liðið á einn leik eftir, þremur stigum fyrir ofan Ítalíu sem þó á leik til góða. Úrslit kvöldsins C-riðill England 3-1 Ítalía Malta 1-3 Úkraína G-riðill Litháen 2-2 Ungverjaland Serbía 3-1 Svartfjallaland H-riðill Finnland 1-2 Kasakstan Norður Írland 0-1 Slóvenía San Marínó 1-2 Danmörk EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Sjá meira
Danska liðið hafði þegar tryggt sér sæti á EM er liðið heimsótti San Marínó í kvöld, en San Marínó situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA. Það kom því líklega fáum á óvart þegar Rasmus Højlund kom Dönum í forystu á 42. mínútu, en líklega kom það ansi mörgum á óvart þegar Alessandro Golinucci jafnaði metin fyrir San Marínó eftir klukkutíma leik. Yussuf Poulsen endurheimti þó forystu danska liðsins tæpum tíu mínútum síðar og niðurstaðan varð óvænt „bara“ 1-2 sigur Danmerkur. Danska liðið endar því í öðru sæti H-riðils með 19 stig, en San Marínó endar á botninum án stiga. Mark Golinucci var eina mark liðsins í leikjunum átta og liðið endaði með markatöluna 1-26. Á sama tíma vann Úkraína mikilvægan 1-3 sigur gegn Möltu í C-riðli. Paul Mbong kom heimamönnum í Möltu yfir snemma leiks áður en gestirnir jöfnuðu metin með sjálfsmarki frá Ryan Camenzuli. Artem Dovbyk kom Úkraínumönnum í forystu stuttu fyrir hálfleik áður en Mykhailo Mudryk gulltryggði sigur Úkraínumanna. Úkraína situr nú í öðru sæti C-riðils með 13 stig þegar liðið á einn leik eftir, þremur stigum fyrir ofan Ítalíu sem þó á leik til góða. Úrslit kvöldsins C-riðill England 3-1 Ítalía Malta 1-3 Úkraína G-riðill Litháen 2-2 Ungverjaland Serbía 3-1 Svartfjallaland H-riðill Finnland 1-2 Kasakstan Norður Írland 0-1 Slóvenía San Marínó 1-2 Danmörk
C-riðill England 3-1 Ítalía Malta 1-3 Úkraína G-riðill Litháen 2-2 Ungverjaland Serbía 3-1 Svartfjallaland H-riðill Finnland 1-2 Kasakstan Norður Írland 0-1 Slóvenía San Marínó 1-2 Danmörk
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Sjá meira