Danir þurftu tvö mörk gegn slakasta liði heims | Úkraína nálgast EM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. október 2023 20:57 Danir þurftu óvænt að hafa fyrir hlutunum gegn slakasta landsliði heims í kvöld. Emmanuele Ciancaglini/Ciancaphoto Studio/Getty Images Alls fóru sjö leikir fram í undankeppni EM 2024 í kvöld. Danir þurftu óvænt að hafa fyrir hlutunum gegn San Marínó í H-riðli og í C-riðli nálgast Úkraína sæti á EM eftir sigur gegn Möltu. Danska liðið hafði þegar tryggt sér sæti á EM er liðið heimsótti San Marínó í kvöld, en San Marínó situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA. Það kom því líklega fáum á óvart þegar Rasmus Højlund kom Dönum í forystu á 42. mínútu, en líklega kom það ansi mörgum á óvart þegar Alessandro Golinucci jafnaði metin fyrir San Marínó eftir klukkutíma leik. Yussuf Poulsen endurheimti þó forystu danska liðsins tæpum tíu mínútum síðar og niðurstaðan varð óvænt „bara“ 1-2 sigur Danmerkur. Danska liðið endar því í öðru sæti H-riðils með 19 stig, en San Marínó endar á botninum án stiga. Mark Golinucci var eina mark liðsins í leikjunum átta og liðið endaði með markatöluna 1-26. Á sama tíma vann Úkraína mikilvægan 1-3 sigur gegn Möltu í C-riðli. Paul Mbong kom heimamönnum í Möltu yfir snemma leiks áður en gestirnir jöfnuðu metin með sjálfsmarki frá Ryan Camenzuli. Artem Dovbyk kom Úkraínumönnum í forystu stuttu fyrir hálfleik áður en Mykhailo Mudryk gulltryggði sigur Úkraínumanna. Úkraína situr nú í öðru sæti C-riðils með 13 stig þegar liðið á einn leik eftir, þremur stigum fyrir ofan Ítalíu sem þó á leik til góða. Úrslit kvöldsins C-riðill England 3-1 Ítalía Malta 1-3 Úkraína G-riðill Litháen 2-2 Ungverjaland Serbía 3-1 Svartfjallaland H-riðill Finnland 1-2 Kasakstan Norður Írland 0-1 Slóvenía San Marínó 1-2 Danmörk EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Sjá meira
Danska liðið hafði þegar tryggt sér sæti á EM er liðið heimsótti San Marínó í kvöld, en San Marínó situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA. Það kom því líklega fáum á óvart þegar Rasmus Højlund kom Dönum í forystu á 42. mínútu, en líklega kom það ansi mörgum á óvart þegar Alessandro Golinucci jafnaði metin fyrir San Marínó eftir klukkutíma leik. Yussuf Poulsen endurheimti þó forystu danska liðsins tæpum tíu mínútum síðar og niðurstaðan varð óvænt „bara“ 1-2 sigur Danmerkur. Danska liðið endar því í öðru sæti H-riðils með 19 stig, en San Marínó endar á botninum án stiga. Mark Golinucci var eina mark liðsins í leikjunum átta og liðið endaði með markatöluna 1-26. Á sama tíma vann Úkraína mikilvægan 1-3 sigur gegn Möltu í C-riðli. Paul Mbong kom heimamönnum í Möltu yfir snemma leiks áður en gestirnir jöfnuðu metin með sjálfsmarki frá Ryan Camenzuli. Artem Dovbyk kom Úkraínumönnum í forystu stuttu fyrir hálfleik áður en Mykhailo Mudryk gulltryggði sigur Úkraínumanna. Úkraína situr nú í öðru sæti C-riðils með 13 stig þegar liðið á einn leik eftir, þremur stigum fyrir ofan Ítalíu sem þó á leik til góða. Úrslit kvöldsins C-riðill England 3-1 Ítalía Malta 1-3 Úkraína G-riðill Litháen 2-2 Ungverjaland Serbía 3-1 Svartfjallaland H-riðill Finnland 1-2 Kasakstan Norður Írland 0-1 Slóvenía San Marínó 1-2 Danmörk
C-riðill England 3-1 Ítalía Malta 1-3 Úkraína G-riðill Litháen 2-2 Ungverjaland Serbía 3-1 Svartfjallaland H-riðill Finnland 1-2 Kasakstan Norður Írland 0-1 Slóvenía San Marínó 1-2 Danmörk
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Sjá meira