Þjálfari San Marinó sakar Dani um óheiðarleika Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2023 07:59 Fabrizio Costantini er þjálfari San Marinó sem situr í 207. sæti styrkleikalista FIFA. getty/Emmanuele Ciancaglini Fabrizio Costantini, þjálfari karlalandsliðsins San Marinó í fótbolta, segir að Danir hafi sýnt af sér óíþróttamannslega hegðun í leik liðanna í undankeppni EM 2024 í gær. Þau undur og stórmerki gerðust að San Marinó skoraði í leiknum gegn Danmörku. Markið gerði Alessandro Golinucci á 61. mínútu. Þetta var fyrsta mark San Marinó í undankeppni EM í fjögur ár og fyrsta mark liðsins í keppnisleik í tvö ár. Leikmenn San Marinó fögnuðu markinu langþráða vel og innilega. Gleði þeirra var þó skammvinn því níu mínútum síðar skoraði Yussuf Poulsen sigurmark Danmerkur og bjargaði andliti frænda okkar. Costantini var ekki sáttur við markið og taldi að Danir hefðu átt að sparka boltanum út af áður þar sem leikmaður San Marinó lá meiddur á vellinum. „Þetta var ekki íþróttamannsleg hegðun. Leikmaður okkar var meiddur og Danir héldu áfram. Ég var ekki sáttur við það,“ sagði Costantini. „Það voru mörg börn sem horfðu á leikinn. Þetta var ekki sanngjarnt. Okkar maður var meiddur. Ég sjálfur hefði sparkað boltanum út af. Við erum vanir að tapa en ekki svona. Ég er reiður. En ég vil óska Dönum góðs gengis þar sem þeir eru nánast komnir á EM.“ Kasper Hjulmand, þjálfari Danmerkur, var ósammála því að Danir hefðu átt að sparka boltanum út af þar sem leikmaður San Marinó hafi ekki verið meiddur, heldur með krampa. Danir eru í 2. sæti H-riðils undankeppninnar og tryggja sér sæti á EM með sigri á Slóvenum í næsta leik sínum. San Marinó-menn eru hins vegar á botni riðilsins án stiga og með markatöluna 1-26. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
Þau undur og stórmerki gerðust að San Marinó skoraði í leiknum gegn Danmörku. Markið gerði Alessandro Golinucci á 61. mínútu. Þetta var fyrsta mark San Marinó í undankeppni EM í fjögur ár og fyrsta mark liðsins í keppnisleik í tvö ár. Leikmenn San Marinó fögnuðu markinu langþráða vel og innilega. Gleði þeirra var þó skammvinn því níu mínútum síðar skoraði Yussuf Poulsen sigurmark Danmerkur og bjargaði andliti frænda okkar. Costantini var ekki sáttur við markið og taldi að Danir hefðu átt að sparka boltanum út af áður þar sem leikmaður San Marinó lá meiddur á vellinum. „Þetta var ekki íþróttamannsleg hegðun. Leikmaður okkar var meiddur og Danir héldu áfram. Ég var ekki sáttur við það,“ sagði Costantini. „Það voru mörg börn sem horfðu á leikinn. Þetta var ekki sanngjarnt. Okkar maður var meiddur. Ég sjálfur hefði sparkað boltanum út af. Við erum vanir að tapa en ekki svona. Ég er reiður. En ég vil óska Dönum góðs gengis þar sem þeir eru nánast komnir á EM.“ Kasper Hjulmand, þjálfari Danmerkur, var ósammála því að Danir hefðu átt að sparka boltanum út af þar sem leikmaður San Marinó hafi ekki verið meiddur, heldur með krampa. Danir eru í 2. sæti H-riðils undankeppninnar og tryggja sér sæti á EM með sigri á Slóvenum í næsta leik sínum. San Marinó-menn eru hins vegar á botni riðilsins án stiga og með markatöluna 1-26.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira