Nær öllu flugi aflýst vegna óveðursins Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. október 2023 18:57 Óveðri er spáð í kvöld og fram á morgun. Vísir/Vilhelm Nær öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í nótt og fram að hádegi á morgun hefur verið aflýst. Þá hefur einhverjum flugferðum verið frestað. Gul viðvörum tekur gildi á Suðurlandi og Faxaflóa klukkan tíu í kvöld og mun standa yfir í tæpan sólarhring. Á vef Isavia má sjá að nær öllum flugferðum hefur verið aflýst í nótt og í fyrramálið og að einhverjum flugferðum í fyrramáið hefur verið seinkað. Flugfélagið Play hefur aflýst og seinkað flugferðum vegna óveðurs sem mun ganga yfir landið fram á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Þar segir að ákvörðun um að seinka og aflýsa flugferðum hafi verið tekin eftir samtal við veðurfræðinga. Spáð er að vindhviður muni ná allt að sextíu hnútum en til að hægt sé að koma farþegum örugglega um borð og frá borði á flugvellinum megi hviður ekki fara yfir fimmtíu hnúta. Þá segir að Play hafi þegar frestað áætluðum flugferðum sem áttu að fara frá Barcelona og Madrid til Íslands í kvöld. Áætluð brottför á þeim ferðum verður klukkan ellefu í fyrramálið. Þar að auki hefur flugfélagið aflýst sjö flugferðum til Evrópu í fyrramálið og seinkað flugi til Tenerife og Kaupmannahafnar til eftirmiðdags á morgun. Þá verður flugferðum sem áttu að koma frá Norður-Ameríku til Íslands í fyrramálið verið seinkað og munu í þess í stað lenda á Keflavíkurflugvelli seinni partinn á morgun. Farþegar Icelandair endurbókaðir í tilkynningu frá Icelandair segir að flugferðir til Evrópu í fyrramálið auk flugferða til Boston og New York hafa verið felldar niður. Þar af leiðandi falli flug frá sömu áfangastöðum til Íslands um miðjan dag á morgun einnig niður. Auk þess kemur fram að flug til Tenerife á morgun sé á áætlun en haft verði samband við farþega ef breytingar verði þar á. Þá hafi þrjár flugferðir fram og til baka innanlands í fyrramálið verið felldar niður. Gert væri ráð fyrir að síðdegisflug á morgun verði á áætlun. Félagið muni fylgjast vel með veðri og upplýsa farþega ef breytingar verði á áætlun. Þá segir að farþegar sem áttu bókaða flugferð sem nú hefur verið aflýst verði endurbókaðir og muni fá senda nýja ferðaáætlun. Vegna umfangs röskunarinnar megi búast við að endurbókunarferlið taki lengri tíma en venjulega. „Farþegum er þökkuð þolinmæðin og bent á að fylgjast vel með þeim skilaboðum sem félagið sendir auk þess sem hægt er að fylgjast með á vef félagsins undir bókunin mín og í Icelandair appinu. Ekki er þörf á að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun falli ekki að ferðalaginu,“ segir loks í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Play Veður Keflavíkurflugvöllur Icelandair Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Á vef Isavia má sjá að nær öllum flugferðum hefur verið aflýst í nótt og í fyrramálið og að einhverjum flugferðum í fyrramáið hefur verið seinkað. Flugfélagið Play hefur aflýst og seinkað flugferðum vegna óveðurs sem mun ganga yfir landið fram á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Þar segir að ákvörðun um að seinka og aflýsa flugferðum hafi verið tekin eftir samtal við veðurfræðinga. Spáð er að vindhviður muni ná allt að sextíu hnútum en til að hægt sé að koma farþegum örugglega um borð og frá borði á flugvellinum megi hviður ekki fara yfir fimmtíu hnúta. Þá segir að Play hafi þegar frestað áætluðum flugferðum sem áttu að fara frá Barcelona og Madrid til Íslands í kvöld. Áætluð brottför á þeim ferðum verður klukkan ellefu í fyrramálið. Þar að auki hefur flugfélagið aflýst sjö flugferðum til Evrópu í fyrramálið og seinkað flugi til Tenerife og Kaupmannahafnar til eftirmiðdags á morgun. Þá verður flugferðum sem áttu að koma frá Norður-Ameríku til Íslands í fyrramálið verið seinkað og munu í þess í stað lenda á Keflavíkurflugvelli seinni partinn á morgun. Farþegar Icelandair endurbókaðir í tilkynningu frá Icelandair segir að flugferðir til Evrópu í fyrramálið auk flugferða til Boston og New York hafa verið felldar niður. Þar af leiðandi falli flug frá sömu áfangastöðum til Íslands um miðjan dag á morgun einnig niður. Auk þess kemur fram að flug til Tenerife á morgun sé á áætlun en haft verði samband við farþega ef breytingar verði þar á. Þá hafi þrjár flugferðir fram og til baka innanlands í fyrramálið verið felldar niður. Gert væri ráð fyrir að síðdegisflug á morgun verði á áætlun. Félagið muni fylgjast vel með veðri og upplýsa farþega ef breytingar verði á áætlun. Þá segir að farþegar sem áttu bókaða flugferð sem nú hefur verið aflýst verði endurbókaðir og muni fá senda nýja ferðaáætlun. Vegna umfangs röskunarinnar megi búast við að endurbókunarferlið taki lengri tíma en venjulega. „Farþegum er þökkuð þolinmæðin og bent á að fylgjast vel með þeim skilaboðum sem félagið sendir auk þess sem hægt er að fylgjast með á vef félagsins undir bókunin mín og í Icelandair appinu. Ekki er þörf á að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun falli ekki að ferðalaginu,“ segir loks í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Play Veður Keflavíkurflugvöllur Icelandair Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira