Nær öllu flugi aflýst vegna óveðursins Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. október 2023 18:57 Óveðri er spáð í kvöld og fram á morgun. Vísir/Vilhelm Nær öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í nótt og fram að hádegi á morgun hefur verið aflýst. Þá hefur einhverjum flugferðum verið frestað. Gul viðvörum tekur gildi á Suðurlandi og Faxaflóa klukkan tíu í kvöld og mun standa yfir í tæpan sólarhring. Á vef Isavia má sjá að nær öllum flugferðum hefur verið aflýst í nótt og í fyrramálið og að einhverjum flugferðum í fyrramáið hefur verið seinkað. Flugfélagið Play hefur aflýst og seinkað flugferðum vegna óveðurs sem mun ganga yfir landið fram á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Þar segir að ákvörðun um að seinka og aflýsa flugferðum hafi verið tekin eftir samtal við veðurfræðinga. Spáð er að vindhviður muni ná allt að sextíu hnútum en til að hægt sé að koma farþegum örugglega um borð og frá borði á flugvellinum megi hviður ekki fara yfir fimmtíu hnúta. Þá segir að Play hafi þegar frestað áætluðum flugferðum sem áttu að fara frá Barcelona og Madrid til Íslands í kvöld. Áætluð brottför á þeim ferðum verður klukkan ellefu í fyrramálið. Þar að auki hefur flugfélagið aflýst sjö flugferðum til Evrópu í fyrramálið og seinkað flugi til Tenerife og Kaupmannahafnar til eftirmiðdags á morgun. Þá verður flugferðum sem áttu að koma frá Norður-Ameríku til Íslands í fyrramálið verið seinkað og munu í þess í stað lenda á Keflavíkurflugvelli seinni partinn á morgun. Farþegar Icelandair endurbókaðir í tilkynningu frá Icelandair segir að flugferðir til Evrópu í fyrramálið auk flugferða til Boston og New York hafa verið felldar niður. Þar af leiðandi falli flug frá sömu áfangastöðum til Íslands um miðjan dag á morgun einnig niður. Auk þess kemur fram að flug til Tenerife á morgun sé á áætlun en haft verði samband við farþega ef breytingar verði þar á. Þá hafi þrjár flugferðir fram og til baka innanlands í fyrramálið verið felldar niður. Gert væri ráð fyrir að síðdegisflug á morgun verði á áætlun. Félagið muni fylgjast vel með veðri og upplýsa farþega ef breytingar verði á áætlun. Þá segir að farþegar sem áttu bókaða flugferð sem nú hefur verið aflýst verði endurbókaðir og muni fá senda nýja ferðaáætlun. Vegna umfangs röskunarinnar megi búast við að endurbókunarferlið taki lengri tíma en venjulega. „Farþegum er þökkuð þolinmæðin og bent á að fylgjast vel með þeim skilaboðum sem félagið sendir auk þess sem hægt er að fylgjast með á vef félagsins undir bókunin mín og í Icelandair appinu. Ekki er þörf á að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun falli ekki að ferðalaginu,“ segir loks í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Play Veður Keflavíkurflugvöllur Icelandair Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Á vef Isavia má sjá að nær öllum flugferðum hefur verið aflýst í nótt og í fyrramálið og að einhverjum flugferðum í fyrramáið hefur verið seinkað. Flugfélagið Play hefur aflýst og seinkað flugferðum vegna óveðurs sem mun ganga yfir landið fram á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Þar segir að ákvörðun um að seinka og aflýsa flugferðum hafi verið tekin eftir samtal við veðurfræðinga. Spáð er að vindhviður muni ná allt að sextíu hnútum en til að hægt sé að koma farþegum örugglega um borð og frá borði á flugvellinum megi hviður ekki fara yfir fimmtíu hnúta. Þá segir að Play hafi þegar frestað áætluðum flugferðum sem áttu að fara frá Barcelona og Madrid til Íslands í kvöld. Áætluð brottför á þeim ferðum verður klukkan ellefu í fyrramálið. Þar að auki hefur flugfélagið aflýst sjö flugferðum til Evrópu í fyrramálið og seinkað flugi til Tenerife og Kaupmannahafnar til eftirmiðdags á morgun. Þá verður flugferðum sem áttu að koma frá Norður-Ameríku til Íslands í fyrramálið verið seinkað og munu í þess í stað lenda á Keflavíkurflugvelli seinni partinn á morgun. Farþegar Icelandair endurbókaðir í tilkynningu frá Icelandair segir að flugferðir til Evrópu í fyrramálið auk flugferða til Boston og New York hafa verið felldar niður. Þar af leiðandi falli flug frá sömu áfangastöðum til Íslands um miðjan dag á morgun einnig niður. Auk þess kemur fram að flug til Tenerife á morgun sé á áætlun en haft verði samband við farþega ef breytingar verði þar á. Þá hafi þrjár flugferðir fram og til baka innanlands í fyrramálið verið felldar niður. Gert væri ráð fyrir að síðdegisflug á morgun verði á áætlun. Félagið muni fylgjast vel með veðri og upplýsa farþega ef breytingar verði á áætlun. Þá segir að farþegar sem áttu bókaða flugferð sem nú hefur verið aflýst verði endurbókaðir og muni fá senda nýja ferðaáætlun. Vegna umfangs röskunarinnar megi búast við að endurbókunarferlið taki lengri tíma en venjulega. „Farþegum er þökkuð þolinmæðin og bent á að fylgjast vel með þeim skilaboðum sem félagið sendir auk þess sem hægt er að fylgjast með á vef félagsins undir bókunin mín og í Icelandair appinu. Ekki er þörf á að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun falli ekki að ferðalaginu,“ segir loks í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Play Veður Keflavíkurflugvöllur Icelandair Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira