Ákvörðun stjórnar UMFN standist engin lög: „Vanvirðing við iðkendur“ Aron Guðmundsson skrifar 20. október 2023 09:30 Mynd af Facebook síðu glímudeildar Njarðvíkur Glímudeild Njarðvíkur @ Facebook Formaður Glímusambands Íslands, Margrét Rún Rúnarsdóttir, segir ákvörðun aðalstjórnar Ungmennafélags Njarðvíkur þess efnis að leggja niður glímudeild félagsins, á skjön við öll lög og reglugerðir. Vinnubrögðin sem aðalstjórn UMFN viðhafi sýni af sér vanvirðingu við iðkendur og íþróttina í heild sinni. Þann 28. september síðastliðinn birtist fréttatilkynning á vef Ungmennafélags Njarðvíkur þar sem greint var frá ákvörðun aðalstjórnar félagsins að leggja niður glímudeild félagsins. Í fréttatilkynningu félagsins sagði meðal annars að deildin virði ei lengur reglur UMFN né lög Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands: „Styr hefur staðið um deildina um langt skeið með tilheyrandi trúnaðarbrestum…Ítrekaðar tilraunir aðalstjórnar til að ná samkomulagi við forsvarsmenn glímudeildarinnar í því skyni að viðhalda starfsemi glímu hér á svæðinu hafa reynst árangurslausar.“ Forsvarsmenn glímudeildar Njarðvíkur hafa áður haldið því fram að stjórnendur hjá UMFN sem og íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar hafi unnið gegn deildinni. „Núverandi framkvæmdastjóri UMFN hefur unnið markvisst að því síðastliðin misseri að leggja glímudeildina niður.“ Þetta skrifar Gunnar Örn Guðmundsson, formaður glímudeildar Njarðvíkur í svari við fréttatilkynningu UMFN þann 2. október síðastliðinn. Svarið birtist í færslu á svæði glímudeildar Njarðvíkur á Facebook. Gunnar segir enga heimild í samþykktum UMFN um að stjórn geti einhliða lagt niður glímudeildina. Hún sé sjálfstæður lögaðili með eigin samþykktir. Samkvæmt þeim geti aðeins iðkendur sjálfir lagt niður deildina og það í gegnum aðalfund. Vanvirðing við iðkendur og íþróttina Glímudeild Njarðvíkur hefur tekið þátt á mótum innan Glímusambands Íslands sem er svo sérsamband innan Íþrótta og Ólympíusambands Íslands. Glímusambandið hefur hlutast til um málið og eru næstu skref þar til skoðunar að sögn formanns sambandsins, Margrétar Rúnar Rúnarsdóttur. Hún segir sambandið nú íhuga að leita til ÍSÍ. „Þetta er mál sem við höfum verið að skoða innan okkar raða,“ segir Margrét Rún í samtali við Vísi. „Við fengum veður af þessum vendingum með mjög skömmum fyrirvara. Bara þegar að fréttatilkynning UMFN birtist og þetta kom okkur því í opna skjöldu og er algjörlega á skjön við allar reglugerðir og öll lög. Það hvernig farið er að því að leggja glímudeildina niður. Glímudeild Njarðvíkur samanstóð af rúmlega 100 iðkendum þegar að UMFN ákveður að leggja deildina niður. Þar af voru um þrjátíu iðkendur virkir á glímumótum á vegum Glímusambands Íslands. Þar á meðal má finna nokkra af okkar fremsta landsliðsfólki í dag. Það hvernig staðið er að þessu er með ólíkindum og þessi ákvörðun bitnar náttúrulega bara mest á iðkendunum sjálfum.“ En hafið þið hjá Glímusambandi Íslands leitað svara hjá forsvarsmönnum UMFN varðandi þessa ákvörðun félagsins? „Við höfðum samband við forsvarsmenn félagsins og báðum um nánari skýringu á þessari ákvörðun þeirra. Á þeim bænum var frekar fátt um svör og því helst beint því til okkar að það væri ekki innan okkar verksviðs, að hlutast til um þetta. Þarna væri persónulegur ágreiningur vafinn inn í atburðarásina. Við hjá Glímusambandinu erum náttúrulega ekki sammála því áliti. Því þó það kunni að vera persónulegur ágreiningur til staðar þá á hann ekki að bitna á iðkendum glímudeildar UMFN. Það er ekki hægt að taka ákvörðun um að loka deild nema að sú ákvörðun sé tekin á löglegum aðalfundi. En nú er, eftir því sem ég best veit, glímudeildin ekki starfandi. Við erum með iðkendur sem vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér og stutt í fyrsta mót vetrarins.“ Margrét segir að Glímusamband Íslands muni leita, með formlegum hætti, til Íþrótta og Ólympíusambands Íslands í tengslum við málið. „Þá erum við aðallega að horfa til þess hvernig staðið er að lokun glímudeildar UMFN, þessi ófaglegu vinnubrögð sem þar voru viðhöfð. Að okkar mati er þetta vanvirðing við iðkendur sem og íþróttina sjálfa.“ Vildi ekki tjá sig nánar um ákvörðunina Við gerð fréttarinnar leitaði Vísir svara hjá formanni aðalstjórnar Njarðvíkur, Ólafi Eyjólfssyni. Hann vildi ekki tjá sig nánar um ákvörðun aðalstjórnar Njarðvíkur, umfram það sem kemur fram í fréttatilkynningu félagsins. Sem í heild sinni var á þessa leið: „Aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur tilkynnir hér með að ákvörðun hefur verið tekin að leggja niður Glímudeild Ungmannafélags Njarðvíkur. Styr hefur staðið um deildina um langt skeið með tilheyrandi trúnaðarbrestum. Aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur sem starfar m.a. á lagagrundvelli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ber ábyrgð og skylda að hlutast til þegar deild félagsins verður óstarfhæf vegna ágreinings um það starf sem þar fer fram og þegar hún virðir ei lengur reglur UMFN né lög Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.Ítrekaðar tilraunir aðalstjórnar til að ná samkomulagi við forsvarsmenn glímudeildarnar í því skyni til að viðhalda starfsemi glímu hér á svæðinu hafa reynst árangurslausar.Glímudeild Ungmannafélags Njarðvíkur var því lögð niður frá og með 28. september 2023“ Glíma UMF Njarðvík Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Fleiri fréttir Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Sjá meira
Þann 28. september síðastliðinn birtist fréttatilkynning á vef Ungmennafélags Njarðvíkur þar sem greint var frá ákvörðun aðalstjórnar félagsins að leggja niður glímudeild félagsins. Í fréttatilkynningu félagsins sagði meðal annars að deildin virði ei lengur reglur UMFN né lög Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands: „Styr hefur staðið um deildina um langt skeið með tilheyrandi trúnaðarbrestum…Ítrekaðar tilraunir aðalstjórnar til að ná samkomulagi við forsvarsmenn glímudeildarinnar í því skyni að viðhalda starfsemi glímu hér á svæðinu hafa reynst árangurslausar.“ Forsvarsmenn glímudeildar Njarðvíkur hafa áður haldið því fram að stjórnendur hjá UMFN sem og íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar hafi unnið gegn deildinni. „Núverandi framkvæmdastjóri UMFN hefur unnið markvisst að því síðastliðin misseri að leggja glímudeildina niður.“ Þetta skrifar Gunnar Örn Guðmundsson, formaður glímudeildar Njarðvíkur í svari við fréttatilkynningu UMFN þann 2. október síðastliðinn. Svarið birtist í færslu á svæði glímudeildar Njarðvíkur á Facebook. Gunnar segir enga heimild í samþykktum UMFN um að stjórn geti einhliða lagt niður glímudeildina. Hún sé sjálfstæður lögaðili með eigin samþykktir. Samkvæmt þeim geti aðeins iðkendur sjálfir lagt niður deildina og það í gegnum aðalfund. Vanvirðing við iðkendur og íþróttina Glímudeild Njarðvíkur hefur tekið þátt á mótum innan Glímusambands Íslands sem er svo sérsamband innan Íþrótta og Ólympíusambands Íslands. Glímusambandið hefur hlutast til um málið og eru næstu skref þar til skoðunar að sögn formanns sambandsins, Margrétar Rúnar Rúnarsdóttur. Hún segir sambandið nú íhuga að leita til ÍSÍ. „Þetta er mál sem við höfum verið að skoða innan okkar raða,“ segir Margrét Rún í samtali við Vísi. „Við fengum veður af þessum vendingum með mjög skömmum fyrirvara. Bara þegar að fréttatilkynning UMFN birtist og þetta kom okkur því í opna skjöldu og er algjörlega á skjön við allar reglugerðir og öll lög. Það hvernig farið er að því að leggja glímudeildina niður. Glímudeild Njarðvíkur samanstóð af rúmlega 100 iðkendum þegar að UMFN ákveður að leggja deildina niður. Þar af voru um þrjátíu iðkendur virkir á glímumótum á vegum Glímusambands Íslands. Þar á meðal má finna nokkra af okkar fremsta landsliðsfólki í dag. Það hvernig staðið er að þessu er með ólíkindum og þessi ákvörðun bitnar náttúrulega bara mest á iðkendunum sjálfum.“ En hafið þið hjá Glímusambandi Íslands leitað svara hjá forsvarsmönnum UMFN varðandi þessa ákvörðun félagsins? „Við höfðum samband við forsvarsmenn félagsins og báðum um nánari skýringu á þessari ákvörðun þeirra. Á þeim bænum var frekar fátt um svör og því helst beint því til okkar að það væri ekki innan okkar verksviðs, að hlutast til um þetta. Þarna væri persónulegur ágreiningur vafinn inn í atburðarásina. Við hjá Glímusambandinu erum náttúrulega ekki sammála því áliti. Því þó það kunni að vera persónulegur ágreiningur til staðar þá á hann ekki að bitna á iðkendum glímudeildar UMFN. Það er ekki hægt að taka ákvörðun um að loka deild nema að sú ákvörðun sé tekin á löglegum aðalfundi. En nú er, eftir því sem ég best veit, glímudeildin ekki starfandi. Við erum með iðkendur sem vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér og stutt í fyrsta mót vetrarins.“ Margrét segir að Glímusamband Íslands muni leita, með formlegum hætti, til Íþrótta og Ólympíusambands Íslands í tengslum við málið. „Þá erum við aðallega að horfa til þess hvernig staðið er að lokun glímudeildar UMFN, þessi ófaglegu vinnubrögð sem þar voru viðhöfð. Að okkar mati er þetta vanvirðing við iðkendur sem og íþróttina sjálfa.“ Vildi ekki tjá sig nánar um ákvörðunina Við gerð fréttarinnar leitaði Vísir svara hjá formanni aðalstjórnar Njarðvíkur, Ólafi Eyjólfssyni. Hann vildi ekki tjá sig nánar um ákvörðun aðalstjórnar Njarðvíkur, umfram það sem kemur fram í fréttatilkynningu félagsins. Sem í heild sinni var á þessa leið: „Aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur tilkynnir hér með að ákvörðun hefur verið tekin að leggja niður Glímudeild Ungmannafélags Njarðvíkur. Styr hefur staðið um deildina um langt skeið með tilheyrandi trúnaðarbrestum. Aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur sem starfar m.a. á lagagrundvelli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ber ábyrgð og skylda að hlutast til þegar deild félagsins verður óstarfhæf vegna ágreinings um það starf sem þar fer fram og þegar hún virðir ei lengur reglur UMFN né lög Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.Ítrekaðar tilraunir aðalstjórnar til að ná samkomulagi við forsvarsmenn glímudeildarnar í því skyni til að viðhalda starfsemi glímu hér á svæðinu hafa reynst árangurslausar.Glímudeild Ungmannafélags Njarðvíkur var því lögð niður frá og með 28. september 2023“
Glíma UMF Njarðvík Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Fleiri fréttir Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Sjá meira