Banna samstöðumótmæli með Palestínumönnum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. október 2023 19:57 Myndin er tekin á samstöðumótmælum á Republique-torginu í París. Getty/Ibrahim Ezzat Um helgina lagði innanríkisráðherra Frakklands á landlægt bann við samstöðumótmælum með Palestínu. Þjóðverjar hafa gert slíkt hið sama. Fjölmargir hafa verið handteknir og enn fleiri sektaðir vegna mótmæla síðustu daga. Ríkisstjórnir landanna segja að bannið hafi verið lagt á til að halda uppi allsherjarreglu og koma í veg fyrir gyðingahatur. Fréttamiðilinn Reuters greinir frá því að Palestínumönnum, sem búa í Frakklandi eða Þýskalandi, líði eins og tjáningarfrelsi þeirra sé skert. Frönsk kona, hin tuttugu ára gamla Messika Medjoub, sem hefur mótmælt í París þrátt fyrir bannið, segir í samtali við Reuters að henni líði eins og verið sé að þagga niður í sér og öðrum sem vilji koma óbreyttum borgurum á Gasasvæðinu til hjálpar. Hún sé hrædd og hafi áhyggjur af því að vera ásökuð um að réttlæta hryðjuverk þegar hún og aðrir mótmælendur vilji einfaldlega halda uppi merkjum mannúðar. Hún hélt ræðu á mótmælum í París í dag en lögregla braut mótmælin á bak aftur með táragas og vatnsbyssur að vopni. Mikilvægt í ljósi sögunnar Lögreglan í Berlín í Þýskalandi hefur veitt Palestínumönnum leyfi til mótmæla tvisvar síðan Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels lýsti yfir stríði, hinn 7. október síðastliðinn. 190 hafa verið handteknir í mótmælum í Þýskalandi síðan þá. „Það er okkar skylda að taka þátt í að vernda öryggi Ísraels, sögunnar vegna – ábyrgðar okkar á Helförinni,“ sagði Olaf Scholz kanslari Þýskalands í síðustu viku. Átökin hafa vakið sérstaklega mikið umtal í Þýskalandi vegna þessa. Eins og fyrr greinir hafa Frakkar einnig tekið hart á málum og hafa 327 verið handteknir síðan 7. október fyrir andúð gegn gyðingum. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Frakkland Tengdar fréttir „Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. 19. október 2023 12:04 Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49 Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Ríkisstjórnir landanna segja að bannið hafi verið lagt á til að halda uppi allsherjarreglu og koma í veg fyrir gyðingahatur. Fréttamiðilinn Reuters greinir frá því að Palestínumönnum, sem búa í Frakklandi eða Þýskalandi, líði eins og tjáningarfrelsi þeirra sé skert. Frönsk kona, hin tuttugu ára gamla Messika Medjoub, sem hefur mótmælt í París þrátt fyrir bannið, segir í samtali við Reuters að henni líði eins og verið sé að þagga niður í sér og öðrum sem vilji koma óbreyttum borgurum á Gasasvæðinu til hjálpar. Hún sé hrædd og hafi áhyggjur af því að vera ásökuð um að réttlæta hryðjuverk þegar hún og aðrir mótmælendur vilji einfaldlega halda uppi merkjum mannúðar. Hún hélt ræðu á mótmælum í París í dag en lögregla braut mótmælin á bak aftur með táragas og vatnsbyssur að vopni. Mikilvægt í ljósi sögunnar Lögreglan í Berlín í Þýskalandi hefur veitt Palestínumönnum leyfi til mótmæla tvisvar síðan Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels lýsti yfir stríði, hinn 7. október síðastliðinn. 190 hafa verið handteknir í mótmælum í Þýskalandi síðan þá. „Það er okkar skylda að taka þátt í að vernda öryggi Ísraels, sögunnar vegna – ábyrgðar okkar á Helförinni,“ sagði Olaf Scholz kanslari Þýskalands í síðustu viku. Átökin hafa vakið sérstaklega mikið umtal í Þýskalandi vegna þessa. Eins og fyrr greinir hafa Frakkar einnig tekið hart á málum og hafa 327 verið handteknir síðan 7. október fyrir andúð gegn gyðingum.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Frakkland Tengdar fréttir „Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. 19. október 2023 12:04 Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49 Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
„Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. 19. október 2023 12:04
Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49
Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26